Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2017 17:57 Mest var mengunin í vatni í Bandaríkjunum þar sem 94 prósent sýnana voru menguð. Vísir/Getty Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. Sýnatökur munu hefjast á næstu mánuðum, segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. „Við höfum þegar brugðist við. Okkar vísindamenn hafa sett sig í samband við þá sem gerðu rannsóknina úti og við höfum áhuga á að láta skoða vatnið okkar. Við viljum vita hvort það sé að finna plast í vatninu okkar. Þau tóku jákvætt í erindið okkar og við erum með málið í farvegi,“ segir Ólöf. Um er að ræða rannsókn sem greint var frá á vef Guardian í vikunni, en þar kom fram að plastagnir hafi fundist í 83 prósent þeirra sýna sem tekin voru. Mest var mengunin í vatni í Bandaríkjunum þar sem 94,4 prósent sýnanna voru menguð. Líbanon og Indland komu þar á eftir. Ástandið var skárra í Evrópu. Í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi fannst plastið í um 72 prósent tilfella. Ólöf segist binda vonir við að fá niðurstöður rannsókna hér á landi hið fyrsta. „Við viljum vita hvað er í vatninu okkar sem við teljum svo hreint og fínt. Við munum líklega senda þeim sýni víða úr kerfinu; úr krönum hjá fólki í hinum og þessum hverfum eftir aldri vatnsveitunnar, kerfinu okkar sjálfu og úr vatnsbólunum,“ segir hún. Ekki sé tímabært að lýsa yfir áhyggjum vegna plastagnanna. „Auðvitað er það alltaf áhyggjuefni þegar svona finnst í neysluvatni, en við erum bara forvitin og viljum vita meira áður en við förum að vera mjög áhyggjufull.“ Tengdar fréttir Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. Sýnatökur munu hefjast á næstu mánuðum, segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. „Við höfum þegar brugðist við. Okkar vísindamenn hafa sett sig í samband við þá sem gerðu rannsóknina úti og við höfum áhuga á að láta skoða vatnið okkar. Við viljum vita hvort það sé að finna plast í vatninu okkar. Þau tóku jákvætt í erindið okkar og við erum með málið í farvegi,“ segir Ólöf. Um er að ræða rannsókn sem greint var frá á vef Guardian í vikunni, en þar kom fram að plastagnir hafi fundist í 83 prósent þeirra sýna sem tekin voru. Mest var mengunin í vatni í Bandaríkjunum þar sem 94,4 prósent sýnanna voru menguð. Líbanon og Indland komu þar á eftir. Ástandið var skárra í Evrópu. Í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi fannst plastið í um 72 prósent tilfella. Ólöf segist binda vonir við að fá niðurstöður rannsókna hér á landi hið fyrsta. „Við viljum vita hvað er í vatninu okkar sem við teljum svo hreint og fínt. Við munum líklega senda þeim sýni víða úr kerfinu; úr krönum hjá fólki í hinum og þessum hverfum eftir aldri vatnsveitunnar, kerfinu okkar sjálfu og úr vatnsbólunum,“ segir hún. Ekki sé tímabært að lýsa yfir áhyggjum vegna plastagnanna. „Auðvitað er það alltaf áhyggjuefni þegar svona finnst í neysluvatni, en við erum bara forvitin og viljum vita meira áður en við förum að vera mjög áhyggjufull.“
Tengdar fréttir Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22