Fjöldi Íslendinga í Flórída flýr undan Irmu Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2017 00:01 Frá Turnpike í Flórída, sem er ein af þremur aðalleiðum fylkisins, en umferðin þar hefur verið mjög þétt undanfarna tvo sólarhringa. Vísir/Getty „Ef einhver er í vandræðum og póstar á þessa síðu er ég alveg viss um að einhver myndi svara þeirra hjálparbeiðni,“ segir Pétur Már Sigurðsson, formaður félagsins Íslendingar í Flórída, um Facebook-síðuna sem félagið rekur. Fellibylurinn Irma stefnir nú hraðbyri á Flórídaskaga. Talið er að ytri bönd fellbylsins muni ná Miami annað kvöld en Pétur segir að vonast sé til að Irma verði farin af skaganum um hádegi næstkomandi mánudag. Staðan í Flórída er sú að allir sem eru við ströndina og við skerjagarð skagans er skipað að fara inn í landi og er engin undantekning frá því.Pétur Sigurðsson, formaður félagsins Íslendingar í Flórída.AðsendIrma mun ryðja á undan sér flóðbylgju sem getur náð allt að fjögurra metra hæð sem er hærra en lægstu hús. Þess vegna er skylda að yfirgefa strandlengjuna og fara inn í land og hafa fjöldi Íslendinga þurft að gera þar. Einhverjir hafa leitað á náðir Íslendingafélagsins í Flórída og þá hefur einnig verið hægt að fá aðstoð frá ræðismönnum á svæðinu. Pétur segir mjög erfitt að áætla hversu margir Íslendingar eru í Flórída þessa dagana. Til að mynda var um þrjátíu þúsund íbúum og 25 þúsund ferðamönnum í grennd við Miami skipað upp á meginlandi og segir Pétur næsta víst að fjöldi Íslenindga hafi verið þar. „Þeir Íslendingar sem ég þekki sem eru þarna suður frá fóru allir inn í land. Það eru einhver hundruð,“ segir Pétur. Hann bendir á að um nítján milljónir séu í Flórída og um fjórar til fimm milljónir séu á vegunum að reyna að koma sér í burtu. „Einhverstaðar sá ég að einhverjir voru búnir að vera 20 klukkutíma þar sem átti að vera nokkurra tíma leið,“ segir Pétur Már. Þrjár aðalleiðir eru í Flórída, Interstate 75, Interstate 95 og Turnpike. „Það er búið að vera bíll við bíl á þeim götum í tvo sólarhringa.“ Hann segir að brottflutningarnir gangi þó nokkuð vel og það megi þakka allsherjar almannavarnaæfingu sem var haldin í fylkinu fyrir nokkrum árum. „Sú æfing miðaðist við hvað við gerum í versta tilfelli, það er að segja ef stór fellibylur eins og Irma kemur upp skagann og hefur áhrif á allt heila fylkið,“ segir Pétur. Allar takmarkanir varðandi þungaflutninga og svefntíma bílstjóra hafa verið felldar niður tímabundið svo hægt sé að koma bensíni á bensínstöðvar og lagt áherslu á að nóg bensíns sé á bensínstöðvum í kringum þessar þrjár stofnbrautir. Pétur er búinn að búa á Flórída í 19 ár, en hann er með hús í Ventura í Orlando. Hann undirbýr sig vel fyrir fellibylji og keyptir sér rafstöð árið 2004 sem hefur komið honum vel. Hann passar upp á að eiga nóg eldsneyti á rafstöðina og sér til þess að eiga nóg af þurrmat ef hún skyldi bila. Hann passar upp á að eiga nóg af vatni, drykkjarvörum og rafhlöðum og reynir að vera undir það búinn að vera sjálfum sér nógur í allt að viku fyrir fellibyl á borð við Irmu. Fellibylurinn Irma Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
„Ef einhver er í vandræðum og póstar á þessa síðu er ég alveg viss um að einhver myndi svara þeirra hjálparbeiðni,“ segir Pétur Már Sigurðsson, formaður félagsins Íslendingar í Flórída, um Facebook-síðuna sem félagið rekur. Fellibylurinn Irma stefnir nú hraðbyri á Flórídaskaga. Talið er að ytri bönd fellbylsins muni ná Miami annað kvöld en Pétur segir að vonast sé til að Irma verði farin af skaganum um hádegi næstkomandi mánudag. Staðan í Flórída er sú að allir sem eru við ströndina og við skerjagarð skagans er skipað að fara inn í landi og er engin undantekning frá því.Pétur Sigurðsson, formaður félagsins Íslendingar í Flórída.AðsendIrma mun ryðja á undan sér flóðbylgju sem getur náð allt að fjögurra metra hæð sem er hærra en lægstu hús. Þess vegna er skylda að yfirgefa strandlengjuna og fara inn í land og hafa fjöldi Íslendinga þurft að gera þar. Einhverjir hafa leitað á náðir Íslendingafélagsins í Flórída og þá hefur einnig verið hægt að fá aðstoð frá ræðismönnum á svæðinu. Pétur segir mjög erfitt að áætla hversu margir Íslendingar eru í Flórída þessa dagana. Til að mynda var um þrjátíu þúsund íbúum og 25 þúsund ferðamönnum í grennd við Miami skipað upp á meginlandi og segir Pétur næsta víst að fjöldi Íslenindga hafi verið þar. „Þeir Íslendingar sem ég þekki sem eru þarna suður frá fóru allir inn í land. Það eru einhver hundruð,“ segir Pétur. Hann bendir á að um nítján milljónir séu í Flórída og um fjórar til fimm milljónir séu á vegunum að reyna að koma sér í burtu. „Einhverstaðar sá ég að einhverjir voru búnir að vera 20 klukkutíma þar sem átti að vera nokkurra tíma leið,“ segir Pétur Már. Þrjár aðalleiðir eru í Flórída, Interstate 75, Interstate 95 og Turnpike. „Það er búið að vera bíll við bíl á þeim götum í tvo sólarhringa.“ Hann segir að brottflutningarnir gangi þó nokkuð vel og það megi þakka allsherjar almannavarnaæfingu sem var haldin í fylkinu fyrir nokkrum árum. „Sú æfing miðaðist við hvað við gerum í versta tilfelli, það er að segja ef stór fellibylur eins og Irma kemur upp skagann og hefur áhrif á allt heila fylkið,“ segir Pétur. Allar takmarkanir varðandi þungaflutninga og svefntíma bílstjóra hafa verið felldar niður tímabundið svo hægt sé að koma bensíni á bensínstöðvar og lagt áherslu á að nóg bensíns sé á bensínstöðvum í kringum þessar þrjár stofnbrautir. Pétur er búinn að búa á Flórída í 19 ár, en hann er með hús í Ventura í Orlando. Hann undirbýr sig vel fyrir fellibylji og keyptir sér rafstöð árið 2004 sem hefur komið honum vel. Hann passar upp á að eiga nóg eldsneyti á rafstöðina og sér til þess að eiga nóg af þurrmat ef hún skyldi bila. Hann passar upp á að eiga nóg af vatni, drykkjarvörum og rafhlöðum og reynir að vera undir það búinn að vera sjálfum sér nógur í allt að viku fyrir fellibyl á borð við Irmu.
Fellibylurinn Irma Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira