Lokar sig inni í gluggalausu herbergi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. september 2017 20:00 Fellibylurinn Irma hefur þegar valdið gríðarlegri eyðileggingu á nokkrum eyjum í Karíbahafi. Íslendingur sem staddur er á Púertó Ríkó gerði ráð fyrir að loka sig inni í gluggalausu herbergi eða skáp á meðan mesta óveðrið gengur yfir og hefur safnað vatns- og matarbirgðum. Fellibylurinn Irma ríður nú yfir Karíbahafið af gríðarlegum krafti. Bylurinn mælist á fimmta og hæsta stigi en vindhraðinn hefur náð upp í 83 metra á sekúndu. Irma telst nú meðal öflugustu fellibylja sögunnar.Leið Irmu liggur í gegnum Púertó Ríkó, Dóminíska lýðveldið, Haítí og Kúbu og gæti náð til Flórída um helgina þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir. „Það er afar mikilvægt að allir íbúar Flórída fylgist grannt með þessum ótrúlega hættulega stormi. Ekki sitja og bíða með undirbúninginn. Undirbúið ykkur núna strax," sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída í dag. Fellibylurinn hefur þegar valdið mikilli eyðileggingu og tilkynnti innanríkisráðherra Frakklands í morgun að fjórar sterkbyggðustu byggingar St. Martin væru ónýtar. Ekki hefur verið tilkynnt um manntjón en símasamband hefur víða legið niðri auk þess sem rafmagn hefur verið slegið út af öryggisástæðum. Mikil fátækt ríkir meðal íbúa margra eyjanna og eru húsin því gjarnan veikbyggð. Kona sem býr ásamt 200 öðrum í tjaldbúðum á Haítí óttast það versta þar sem húsnæðið heldur varla rigningu. „Ég get ekki farið neitt. Ég verð að vera hér. Ég lifi eða dey eftir því hvernig þessi stormur lendir á okkur. Ef guð vill hjálpa okkur gerir hann það en við höfum engan stað til að fara á," segir Jessy, íbúi í fátækrahverfi Haítí. Búðirnar tómarRannveig GísladóttirRannveig Gísladóttir er stödd í fríi í borginni San Juan á Púertó Ríkó í heimsókn hjá vinkonu sinni. Þegar fréttastofa náði af henni tali var klukkan um tíu að staðartíma en Irma náði landi um klukkan tvö í Púertó Ríkó. „Við erum búin að fylla 55 gallon lítra af tunnu og allt sem við getum fyllt af vatni til þess að geta notað sem sturtu eða fyrir hvað sem er," segir Rannveig. Hún segir búðirnar tómar þar sem fólk hefur birgt sig upp af mat og drykk. „Það var allt búið í búðunum. Við fórum og versluðum í gær. Allt vatnið var búið. Ætluðum að reyna kaupa teip en það var allt búið. Við rétt svo náðum ílátum til að fylla af vatni," segir Rannveig. Mikill óróleiki er í fólki en sjálf segist hún eiga að vera á öruggum stað. „Ég er í raun og veru í mjög sterkbyggðu steypuhúsi sem á ekkert að hrynja. En við munum líklega fara í gluggalaust herbergi þegar það versta gengur yfir fara og vona það besta," segir Rannveig. Dóminíska lýðveldið Fellibylurinn Irma Mið-Ameríka Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Fellibylurinn Irma hefur þegar valdið gríðarlegri eyðileggingu á nokkrum eyjum í Karíbahafi. Íslendingur sem staddur er á Púertó Ríkó gerði ráð fyrir að loka sig inni í gluggalausu herbergi eða skáp á meðan mesta óveðrið gengur yfir og hefur safnað vatns- og matarbirgðum. Fellibylurinn Irma ríður nú yfir Karíbahafið af gríðarlegum krafti. Bylurinn mælist á fimmta og hæsta stigi en vindhraðinn hefur náð upp í 83 metra á sekúndu. Irma telst nú meðal öflugustu fellibylja sögunnar.Leið Irmu liggur í gegnum Púertó Ríkó, Dóminíska lýðveldið, Haítí og Kúbu og gæti náð til Flórída um helgina þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir. „Það er afar mikilvægt að allir íbúar Flórída fylgist grannt með þessum ótrúlega hættulega stormi. Ekki sitja og bíða með undirbúninginn. Undirbúið ykkur núna strax," sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída í dag. Fellibylurinn hefur þegar valdið mikilli eyðileggingu og tilkynnti innanríkisráðherra Frakklands í morgun að fjórar sterkbyggðustu byggingar St. Martin væru ónýtar. Ekki hefur verið tilkynnt um manntjón en símasamband hefur víða legið niðri auk þess sem rafmagn hefur verið slegið út af öryggisástæðum. Mikil fátækt ríkir meðal íbúa margra eyjanna og eru húsin því gjarnan veikbyggð. Kona sem býr ásamt 200 öðrum í tjaldbúðum á Haítí óttast það versta þar sem húsnæðið heldur varla rigningu. „Ég get ekki farið neitt. Ég verð að vera hér. Ég lifi eða dey eftir því hvernig þessi stormur lendir á okkur. Ef guð vill hjálpa okkur gerir hann það en við höfum engan stað til að fara á," segir Jessy, íbúi í fátækrahverfi Haítí. Búðirnar tómarRannveig GísladóttirRannveig Gísladóttir er stödd í fríi í borginni San Juan á Púertó Ríkó í heimsókn hjá vinkonu sinni. Þegar fréttastofa náði af henni tali var klukkan um tíu að staðartíma en Irma náði landi um klukkan tvö í Púertó Ríkó. „Við erum búin að fylla 55 gallon lítra af tunnu og allt sem við getum fyllt af vatni til þess að geta notað sem sturtu eða fyrir hvað sem er," segir Rannveig. Hún segir búðirnar tómar þar sem fólk hefur birgt sig upp af mat og drykk. „Það var allt búið í búðunum. Við fórum og versluðum í gær. Allt vatnið var búið. Ætluðum að reyna kaupa teip en það var allt búið. Við rétt svo náðum ílátum til að fylla af vatni," segir Rannveig. Mikill óróleiki er í fólki en sjálf segist hún eiga að vera á öruggum stað. „Ég er í raun og veru í mjög sterkbyggðu steypuhúsi sem á ekkert að hrynja. En við munum líklega fara í gluggalaust herbergi þegar það versta gengur yfir fara og vona það besta," segir Rannveig.
Dóminíska lýðveldið Fellibylurinn Irma Mið-Ameríka Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira