Spánverjar unnu Króata | Pustovyi með stórleik gegn Litháen Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 16:54 Spánverjar unnu sigur Vísir/getty Spánverjar unnu Króata í uppgjöri efstu liða C-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Leiknum lauk 73-79 fyrir Spánverja. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndunum. Spánverjar leiddu 32-38 í hálfleik, en staðan eftir þriðja leikhluta var 54-53 fyrir Króata. NBA-leikmennirnir Ricky Rubio og Marc Gasol fóru mikinn í liði Spánverja í dag. Rubio skoraði 13 stig, tók 3 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Gasol skoraði aðeins 9 stig en tók niður 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Dario Saric, liðsmaður Philadelphia 76ers, var bestur Króata í leiknum með 18 stig og heil 13 fráköst. Hann gaf einnig 4 stoðsendingar og stal 2 boltum. Fyrr í dag vann Svartfjallaland 75-88 sigur á Tékkum. Svartfellingar tóku forystu snemma leiks og létu hana aldrei af hendi. Nikola Ivanovic og Nikola Vucevic skoruðu báðir 17 stig fyrir Svartfjallaland. Hjá Tékkum voru þrír menn með 11 stig, Tomas Satoransky skoraði 13 og Patrik Auda var stigahæstur með 14 stig. Lettar unnu sannfærandi sigur á Rússum, 69-84 í fyrsta leik D-riðils í dag. Janis Timma skoraði 22 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í liði Letta. Alexey Shved var stigahæstur Rússa með 21 stig, 3 fráköst og 6 stoðsendingar. Annars staðar í D-riðli unnu Serbar Breta 68-82. Bojan Bogdanovic var atkvæðamestur í liði Serba með 18 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Teddy Okereafor dróg lestina fyrir Breta og skoraði 17 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Rússland, Serbía og Lettland eru öll með 7 stig í riðlinum þegar ein umferð er eftir. Einum leik er lokið í B-riðli þar sem Litháen rústaði Úkraínu 94-62. Litháar voru með 17 stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann og þó Úkraínumenn næðu aðeins að krafsa í bakkann fyrir hálfleikinn þá var sigurinn aldrei í hættu. Toranto Raptors-maðurinn Jonas Valanciunas var bestur allra hjá Litháum í dag með 22 stig, 14 fráköst og eina stoðsendingu. Einn maður skoraði næstum helming stiga Úkraínumanna í leiknum. Artem Pustovyi, sem leikur með Obradoiro í spænsku deildinni skoraði 29 stig. Enginn af liðsfélögum hans náði meira en 5 stigum. Pustovyi tók einnig 8 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Spánverjar unnu Króata í uppgjöri efstu liða C-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Leiknum lauk 73-79 fyrir Spánverja. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndunum. Spánverjar leiddu 32-38 í hálfleik, en staðan eftir þriðja leikhluta var 54-53 fyrir Króata. NBA-leikmennirnir Ricky Rubio og Marc Gasol fóru mikinn í liði Spánverja í dag. Rubio skoraði 13 stig, tók 3 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Gasol skoraði aðeins 9 stig en tók niður 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Dario Saric, liðsmaður Philadelphia 76ers, var bestur Króata í leiknum með 18 stig og heil 13 fráköst. Hann gaf einnig 4 stoðsendingar og stal 2 boltum. Fyrr í dag vann Svartfjallaland 75-88 sigur á Tékkum. Svartfellingar tóku forystu snemma leiks og létu hana aldrei af hendi. Nikola Ivanovic og Nikola Vucevic skoruðu báðir 17 stig fyrir Svartfjallaland. Hjá Tékkum voru þrír menn með 11 stig, Tomas Satoransky skoraði 13 og Patrik Auda var stigahæstur með 14 stig. Lettar unnu sannfærandi sigur á Rússum, 69-84 í fyrsta leik D-riðils í dag. Janis Timma skoraði 22 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í liði Letta. Alexey Shved var stigahæstur Rússa með 21 stig, 3 fráköst og 6 stoðsendingar. Annars staðar í D-riðli unnu Serbar Breta 68-82. Bojan Bogdanovic var atkvæðamestur í liði Serba með 18 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Teddy Okereafor dróg lestina fyrir Breta og skoraði 17 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Rússland, Serbía og Lettland eru öll með 7 stig í riðlinum þegar ein umferð er eftir. Einum leik er lokið í B-riðli þar sem Litháen rústaði Úkraínu 94-62. Litháar voru með 17 stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann og þó Úkraínumenn næðu aðeins að krafsa í bakkann fyrir hálfleikinn þá var sigurinn aldrei í hættu. Toranto Raptors-maðurinn Jonas Valanciunas var bestur allra hjá Litháum í dag með 22 stig, 14 fráköst og eina stoðsendingu. Einn maður skoraði næstum helming stiga Úkraínumanna í leiknum. Artem Pustovyi, sem leikur með Obradoiro í spænsku deildinni skoraði 29 stig. Enginn af liðsfélögum hans náði meira en 5 stigum. Pustovyi tók einnig 8 fráköst og gaf tvær stoðsendingar.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira