Markmiðið að viðhalda kaupmætti launa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. september 2017 15:17 Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag áherslur ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins. Markmið ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins, verður að ná samstöðu um hvernig eigi að viðhalda þeirri miklu kaupáttaraukningu sem hefur orðið á undanförnum árum, sem og að byggja upp samkeppnishæft starfsumhverfi ríkisins. Þetta kom fram á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag þar sem Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti áherslur og skipulag ríkisins í komandi kjaraviðræðum við aðildarfélög BHM og Kennarasamband Íslands. Hann segir að haldið verði áfram að byggja upp það framtíðarfyrirkomulag sem almenn sátt ríki um að þurfi að ríkja á íslenskum vinnumarkaði. Þá verður lögð áhersla á heildarmynd þar sem samvinna, kaupmáttur, árangur og ábyrgð verða leiðarljósin.Vill áframhaldandi samtal „Kaupmáttur launa hefur aukist um 25% frá janúar 2014 og okkar mikilvægasta verkefni er að ná samstöðu um hvernig við getum viðhaldið þeim kaupmætti. Til þess að gera það er nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina, það er að þegar allt er tekið saman verði niðurstaðan góð fyrir alla,“ segir Benedikt. „Þess vegna munum við leggja áherslu á að horfa til þróunar efnahagsmála og möguleg áhrif kjarasamninga á hana og öfugt. Þar teljum við mikilvægt að skapa forsendur fyrir stöðugra gengi og lægri vexti auk þess sem lækkun virðisaukaskatts mun styðja við okkar markmið um að styrkja kaupmátt. Þá viljum við fara yfir aðra þætti sem launþegahreyfingarnar hafa lagt áherslu á og miða að því að skapa samkeppnishæft vinnuumhverfi hjá ríkinu, eins og vinnutilhögun og önnur atriði sem snúa ekki endilega beint að launaliðnum.“ Hann segir að jafnframt verði lögð áhersla á að samtalinu ljúki ekki þegar skrifað er undir samningana „Þessir samningar snúast um það hvernig við getum átt gott og árangursríkt samstarf við opinbera starfsmenn enda byggir allur árangur í ríkisrekstrinum á að laða til sín og halda í hæft starfsfólk. Þess vegna munum við leggja áherslu á að hlusta og vinna með viðsemjendum okkar að því sameiginlega markmiði að ríkið geti boðið samkeppnishæf kjör á sama tíma og við sýnum ábyrgð í fjármálum og efnahagsmálum. Þá leggjum við áherslu á að þetta samtal haldi áfram yfir samningstímann en ljúki ekki þegar skrifað er undir samningana.“Góð og heiðarleg samskpiti af hálfu ríkisins Á fundinum kynnti fjármála- og efnahagsráðherra jafnframt skipulag ríkisins í viðræðunum. Hann lagði áherslu á að góð og heiðarleg samskipti af hálfu ríkisins, hvort sem er gagnvart viðsemjendum, fjölmiðlum eða almenningi, verði tryggð. Lögð verður áhersla á mikilvægi þess að öll upplýsingagjöf af hálfu ríkisins verði skilvirk og aðgengileg. Guðrún Ragnarsdóttir mun starfa með samninganefndinni sem sérstakur talsmaður og bera ábyrgð á samskiptum og upplýsingagjöf til fjölmiðla. Guðrún hefur áður átt sæti í samninganefnd ríkisins og hefur víðtæka reynslu úr opinbera- og einkageiranum en hún starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna og hefur verið stjórnarformaður nokkurra ríkisstofnana. Gunnar Björnsson skrifstofustjóri Kjara- og mannauðssýslu ríkisins er formaður samninganefndar ríkisins en hann hefur áratugareynslu af kjaramálum fyrir þess hönd. Kjaramál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Markmið ríkisins í komandi kjaraviðræðum við starfsmenn ríkisins, verður að ná samstöðu um hvernig eigi að viðhalda þeirri miklu kaupáttaraukningu sem hefur orðið á undanförnum árum, sem og að byggja upp samkeppnishæft starfsumhverfi ríkisins. Þetta kom fram á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag þar sem Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti áherslur og skipulag ríkisins í komandi kjaraviðræðum við aðildarfélög BHM og Kennarasamband Íslands. Hann segir að haldið verði áfram að byggja upp það framtíðarfyrirkomulag sem almenn sátt ríki um að þurfi að ríkja á íslenskum vinnumarkaði. Þá verður lögð áhersla á heildarmynd þar sem samvinna, kaupmáttur, árangur og ábyrgð verða leiðarljósin.Vill áframhaldandi samtal „Kaupmáttur launa hefur aukist um 25% frá janúar 2014 og okkar mikilvægasta verkefni er að ná samstöðu um hvernig við getum viðhaldið þeim kaupmætti. Til þess að gera það er nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina, það er að þegar allt er tekið saman verði niðurstaðan góð fyrir alla,“ segir Benedikt. „Þess vegna munum við leggja áherslu á að horfa til þróunar efnahagsmála og möguleg áhrif kjarasamninga á hana og öfugt. Þar teljum við mikilvægt að skapa forsendur fyrir stöðugra gengi og lægri vexti auk þess sem lækkun virðisaukaskatts mun styðja við okkar markmið um að styrkja kaupmátt. Þá viljum við fara yfir aðra þætti sem launþegahreyfingarnar hafa lagt áherslu á og miða að því að skapa samkeppnishæft vinnuumhverfi hjá ríkinu, eins og vinnutilhögun og önnur atriði sem snúa ekki endilega beint að launaliðnum.“ Hann segir að jafnframt verði lögð áhersla á að samtalinu ljúki ekki þegar skrifað er undir samningana „Þessir samningar snúast um það hvernig við getum átt gott og árangursríkt samstarf við opinbera starfsmenn enda byggir allur árangur í ríkisrekstrinum á að laða til sín og halda í hæft starfsfólk. Þess vegna munum við leggja áherslu á að hlusta og vinna með viðsemjendum okkar að því sameiginlega markmiði að ríkið geti boðið samkeppnishæf kjör á sama tíma og við sýnum ábyrgð í fjármálum og efnahagsmálum. Þá leggjum við áherslu á að þetta samtal haldi áfram yfir samningstímann en ljúki ekki þegar skrifað er undir samningana.“Góð og heiðarleg samskpiti af hálfu ríkisins Á fundinum kynnti fjármála- og efnahagsráðherra jafnframt skipulag ríkisins í viðræðunum. Hann lagði áherslu á að góð og heiðarleg samskipti af hálfu ríkisins, hvort sem er gagnvart viðsemjendum, fjölmiðlum eða almenningi, verði tryggð. Lögð verður áhersla á mikilvægi þess að öll upplýsingagjöf af hálfu ríkisins verði skilvirk og aðgengileg. Guðrún Ragnarsdóttir mun starfa með samninganefndinni sem sérstakur talsmaður og bera ábyrgð á samskiptum og upplýsingagjöf til fjölmiðla. Guðrún hefur áður átt sæti í samninganefnd ríkisins og hefur víðtæka reynslu úr opinbera- og einkageiranum en hún starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna og hefur verið stjórnarformaður nokkurra ríkisstofnana. Gunnar Björnsson skrifstofustjóri Kjara- og mannauðssýslu ríkisins er formaður samninganefndar ríkisins en hann hefur áratugareynslu af kjaramálum fyrir þess hönd.
Kjaramál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira