Það verði regla fremur en undantekning að opinberar framkvæmdir standist áætlanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2017 15:15 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, mun leggja fram þingsályktunartillögu við upphaf haustþings í næstu viku þar sem það er lagt til að Benedikt Jóhannessyni, fjármála-og efnahagsráðherra, verði falið að útfæra og leggja fram lög og reglugerðir sem hafa það að markmiði að tryggja gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga allt frá hugmyndastigi til framkvæmda og út áætlaðan líftíma. Tilgangurinn er að reyna að koma í veg fyrir að opinberar framkvæmdir fari fram úr kostnaðaráætlunum og áætluðum verktíma en alþekkt er hér á landi að slíkt gerist og er nýjasta dæmið ef til vill Vaðlaheiðargöng.Norðmenn snúið sínum málum við á síðustu árum „Fyrst og fremst er tilgangurinn að ná betri tökum á opinberum fjárfestingarverkefnum og að við nýtum almannafé betur, það er að segja að þegar við erum að ráðast í ýmis konar fjárfestingar og verkefni að þær séu líklegar til að skila tilætluðum árangri og séu innan þess ramma sem þeim eru settar,“ segir Jón Steindór í samtali við Vísi. Hann segist einkum horfa til Noregs þegar kemur að fyrirmynd varðandi það hvernig hægt er að bæta það hvernig staðið er að opinberum framkvæmdum hér á landi. Þar var svipuð staða uppi á sínum tíma og er hér, það er að það var undantekning frekar en regla ef opinberar framkvæmdir stóðust áætlanir. „Þar hefur þetta verið tekið dálítið föstum tökum. Á síðustu 15 til 20 árum hafa Norðmenn geta snúið sínum málum við þannig að nú er það meginregla að verkefni eru innan fjárhagsramma, tímaramma og skila tilætluðum árangri og standast þessi þrjú próf ef maður getur sagt sem svo. En áður var það dálítið líkt og hér, það er að það kemur raunverulega engum á óvart ef verkefni standast ekki það sem til var ætlast. Þessu viljum við breyta. Það þarf að breyta lagareglum en fyrst og fremst er þetta hugarfar, vinnubrögð og agi sem þetta snýst um,“ segir Jón Steindór en bætir við að tillagan feli ekki í sér dóm um að hér sé allt ómögulegt í þessum efnum. Staðreyndin sé hins vegar sú að margt megi gera betur.Telur undirbúningsstigið okkar veikleika „Veikleiki okkar er undirbúningsstigið. Þegar við erum að velta fyrir okkur einhverri tiltekinni framkvæmd þá gefum við okkur ekki nógan tíma til þess að undirbúa og meta og sannreyna að það sem við erum að fara að gera sé í lagi. [...] Það eru til ferlar og aðgerðir sem hægt er að beita í ríkara mæli. Norðmenn hafa til að mynda sett sér verklagsreglur og sett ákveðin hlið í sínar framkvæmdir, það er að segja þeir staldra við á tilteknum fresti í verkefnunum eða undirbúningi þeirra og skoða hvort að það sem verið sé að gera og hafi verið gert sé í samræmi við það sem lagt var upp með.“Þingmenn nokkurra flokka standa að tillögunni Samkvæmt þingsályktunartillögunni á ráðherra að leggja fram og kynna Alþingi tillögur sínar eigi síðar en 1. mars 2018. Jón Steindór bendir á að það sé langtímaverkefni að koma þessum málum í samt horf hér á landi enda hafi það tekið nokkur ár í Noregi. „En ég sé enga ástæðu til annars en að við ættum að geta náð hliðstæðu árangri á svipað mörgum árum.“ Jón Steindór segir að þingmenn nokkurra flokka, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, muni standa með honum að þingsályktunartillögunni. Alþingi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, mun leggja fram þingsályktunartillögu við upphaf haustþings í næstu viku þar sem það er lagt til að Benedikt Jóhannessyni, fjármála-og efnahagsráðherra, verði falið að útfæra og leggja fram lög og reglugerðir sem hafa það að markmiði að tryggja gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga allt frá hugmyndastigi til framkvæmda og út áætlaðan líftíma. Tilgangurinn er að reyna að koma í veg fyrir að opinberar framkvæmdir fari fram úr kostnaðaráætlunum og áætluðum verktíma en alþekkt er hér á landi að slíkt gerist og er nýjasta dæmið ef til vill Vaðlaheiðargöng.Norðmenn snúið sínum málum við á síðustu árum „Fyrst og fremst er tilgangurinn að ná betri tökum á opinberum fjárfestingarverkefnum og að við nýtum almannafé betur, það er að segja að þegar við erum að ráðast í ýmis konar fjárfestingar og verkefni að þær séu líklegar til að skila tilætluðum árangri og séu innan þess ramma sem þeim eru settar,“ segir Jón Steindór í samtali við Vísi. Hann segist einkum horfa til Noregs þegar kemur að fyrirmynd varðandi það hvernig hægt er að bæta það hvernig staðið er að opinberum framkvæmdum hér á landi. Þar var svipuð staða uppi á sínum tíma og er hér, það er að það var undantekning frekar en regla ef opinberar framkvæmdir stóðust áætlanir. „Þar hefur þetta verið tekið dálítið föstum tökum. Á síðustu 15 til 20 árum hafa Norðmenn geta snúið sínum málum við þannig að nú er það meginregla að verkefni eru innan fjárhagsramma, tímaramma og skila tilætluðum árangri og standast þessi þrjú próf ef maður getur sagt sem svo. En áður var það dálítið líkt og hér, það er að það kemur raunverulega engum á óvart ef verkefni standast ekki það sem til var ætlast. Þessu viljum við breyta. Það þarf að breyta lagareglum en fyrst og fremst er þetta hugarfar, vinnubrögð og agi sem þetta snýst um,“ segir Jón Steindór en bætir við að tillagan feli ekki í sér dóm um að hér sé allt ómögulegt í þessum efnum. Staðreyndin sé hins vegar sú að margt megi gera betur.Telur undirbúningsstigið okkar veikleika „Veikleiki okkar er undirbúningsstigið. Þegar við erum að velta fyrir okkur einhverri tiltekinni framkvæmd þá gefum við okkur ekki nógan tíma til þess að undirbúa og meta og sannreyna að það sem við erum að fara að gera sé í lagi. [...] Það eru til ferlar og aðgerðir sem hægt er að beita í ríkara mæli. Norðmenn hafa til að mynda sett sér verklagsreglur og sett ákveðin hlið í sínar framkvæmdir, það er að segja þeir staldra við á tilteknum fresti í verkefnunum eða undirbúningi þeirra og skoða hvort að það sem verið sé að gera og hafi verið gert sé í samræmi við það sem lagt var upp með.“Þingmenn nokkurra flokka standa að tillögunni Samkvæmt þingsályktunartillögunni á ráðherra að leggja fram og kynna Alþingi tillögur sínar eigi síðar en 1. mars 2018. Jón Steindór bendir á að það sé langtímaverkefni að koma þessum málum í samt horf hér á landi enda hafi það tekið nokkur ár í Noregi. „En ég sé enga ástæðu til annars en að við ættum að geta náð hliðstæðu árangri á svipað mörgum árum.“ Jón Steindór segir að þingmenn nokkurra flokka, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, muni standa með honum að þingsályktunartillögunni.
Alþingi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent