Skemmtiferðaskipaútgerðir sakaðar um að svíkja loforð um mengun Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2017 14:02 Skaðlegar rykagnir losna út í andrúmsloftið með útblæstri skemmtiferðaskipa sem brenna svartolíu. Vísir/AFP Útgerðir skemmtiferðaskipa hafa lítið sem ekkert aðhafst til þess að draga úr mengun frá skipunum síðasta árið. Þýsku umhverfissamtökin Nabu saka útgerðirnar um að lítilsvirða heilsu viðskiptavina sinna og að þær hafi svikið loforð um bót og betrun. Nabu gerir árlega úttekt á mengun frá skemmtiferðaskipum en að þessu sinni könnuðu samtökin 63 skip, að því er kemur fram í frétt The Guardian um skýrslu samtakanna. Dietmar Oeliger frá Nabu segir að útgerðirnar hafi heitið því að 23 skip fengju sótsíur til að draga úr mengun í fyrra. Samtökin segja hins vegar að engar slíkar síur séu í notkun.Hætti bruna svartolíuÍ skýrslu samtakanna kemur fram að dísilvélar miðlungsstórra skemmtiferðaskipi geti brennt 150 tonnum af olíu á dag. Sótmengunin sem af því stafar jafnast á við milljón bíla. Hvetja samtökin skemmtiferðaútgerðir til þess að hætta að nota svartolíu og að koma fyrir sótsíun í öllum skipum sínum. Náttúruverndarsamtök Íslands birtu niðurstöður mælinga á útblæstri skemmtiferðaskipa í Reykjavík í síðustu viku. Þær bentu til þess að magn rykagna í útblæstri skipanna séu tvö hundruð sinnum meira en eðlilegt megi teljast. Hvöttu þau sömuleiðis til banns við notkun svartolíu á norðurslóðum. Umhverfismál Tengdar fréttir Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07 Svartolía heyri fortíðinni til Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir engar áætlanir til um að gera skemmtiferðaskipum kleift að tengjast rafmagni í landi og vill að íslensk stjórnvöld banni svartolíu í efnahagslögsögu Íslands til að draga úr loftmengun og losun gróðushúsalofttegunda. 31. ágúst 2017 14:22 Menga eins og milljón bílar Eitt skemmtiferðaskip mengar á við milljón bíla á einum sólarhring, eða á við um þrefaldan bílaflota landsins. Mælingar sýna að þegar skip er í höfn verða loftgæðin í Reykjavík verri en í miðborg erlendra stórborga. Stjórnvöld ættu að krefjast breytinga, segja náttúruverndasamtök. 30. ágúst 2017 20:00 Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi. 31. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Útgerðir skemmtiferðaskipa hafa lítið sem ekkert aðhafst til þess að draga úr mengun frá skipunum síðasta árið. Þýsku umhverfissamtökin Nabu saka útgerðirnar um að lítilsvirða heilsu viðskiptavina sinna og að þær hafi svikið loforð um bót og betrun. Nabu gerir árlega úttekt á mengun frá skemmtiferðaskipum en að þessu sinni könnuðu samtökin 63 skip, að því er kemur fram í frétt The Guardian um skýrslu samtakanna. Dietmar Oeliger frá Nabu segir að útgerðirnar hafi heitið því að 23 skip fengju sótsíur til að draga úr mengun í fyrra. Samtökin segja hins vegar að engar slíkar síur séu í notkun.Hætti bruna svartolíuÍ skýrslu samtakanna kemur fram að dísilvélar miðlungsstórra skemmtiferðaskipi geti brennt 150 tonnum af olíu á dag. Sótmengunin sem af því stafar jafnast á við milljón bíla. Hvetja samtökin skemmtiferðaútgerðir til þess að hætta að nota svartolíu og að koma fyrir sótsíun í öllum skipum sínum. Náttúruverndarsamtök Íslands birtu niðurstöður mælinga á útblæstri skemmtiferðaskipa í Reykjavík í síðustu viku. Þær bentu til þess að magn rykagna í útblæstri skipanna séu tvö hundruð sinnum meira en eðlilegt megi teljast. Hvöttu þau sömuleiðis til banns við notkun svartolíu á norðurslóðum.
Umhverfismál Tengdar fréttir Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07 Svartolía heyri fortíðinni til Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir engar áætlanir til um að gera skemmtiferðaskipum kleift að tengjast rafmagni í landi og vill að íslensk stjórnvöld banni svartolíu í efnahagslögsögu Íslands til að draga úr loftmengun og losun gróðushúsalofttegunda. 31. ágúst 2017 14:22 Menga eins og milljón bílar Eitt skemmtiferðaskip mengar á við milljón bíla á einum sólarhring, eða á við um þrefaldan bílaflota landsins. Mælingar sýna að þegar skip er í höfn verða loftgæðin í Reykjavík verri en í miðborg erlendra stórborga. Stjórnvöld ættu að krefjast breytinga, segja náttúruverndasamtök. 30. ágúst 2017 20:00 Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi. 31. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07
Svartolía heyri fortíðinni til Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir engar áætlanir til um að gera skemmtiferðaskipum kleift að tengjast rafmagni í landi og vill að íslensk stjórnvöld banni svartolíu í efnahagslögsögu Íslands til að draga úr loftmengun og losun gróðushúsalofttegunda. 31. ágúst 2017 14:22
Menga eins og milljón bílar Eitt skemmtiferðaskip mengar á við milljón bíla á einum sólarhring, eða á við um þrefaldan bílaflota landsins. Mælingar sýna að þegar skip er í höfn verða loftgæðin í Reykjavík verri en í miðborg erlendra stórborga. Stjórnvöld ættu að krefjast breytinga, segja náttúruverndasamtök. 30. ágúst 2017 20:00
Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi. 31. ágúst 2017 20:00