Ráðherra veitt níu undanþágur til útlendinga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. september 2017 06:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. vísir/stefán Dómsmálaráðherra hefur veitt erlendum ríkisborgurum utan Evrópska efnahagssvæðisins undanþágu til jarða- eða fasteignakaupa í níu tilvikum á þessu ári. Ráðherra er heimilt að veita erlendum ríkisborgurum, sem ekki eru með lögheimili á Íslandi eða njóta réttar samkvæmt EES, EFTA eða Hoyvíkur-samningnum, sérstakt leyfi til jarðakaupa. Stórtæk jarðakaup erlendra ríkisborgara komust aftur í kastljós fjölmiðla á dögunum eftir að Fréttablaðið greindi frá því að kínverskir fjárfestar hefðu áhuga á að kaupa Neðri-Dal í Biskupstungum, 1.200 hektara jörð, með það fyrir augum að byggja þar upp ferðamannatengdan iðnað og nýta heitt vatn sem finnst á jörðinni. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu mörg sérstök leyfi dómsmálaráðherra hafi veitt erlendum ríkisborgurum til jarðakaupa á kjörtímabilinu segir að ráðuneytið hafi samþykkt undanþágur í níu tilvikum á þessu ári en tveimur umsóknum hafi verið hafnað. Átta þessara ellefu umsókna voru frá Bandaríkjunum, en tveimur þeirra var hafnað. Ein kom frá Nýja-Sjálandi, ein frá Kanada og ein frá Ástralíu. Bandaríkjamönnum var hafnað um annars vegar 12,9 hektara jörð í Hvalfirði og sömuleiðis 50 prósent af 1.500 hektara jörð í Hornafirði. Bandarískt fyrirtæki fékk síðan að kaupa 25 prósent af 3,8 hekturum á Reykjanesi. Samkvæmt svari ráðuneytisins voru hinar umsóknirnar um íbúðakaup á höfuðborgarsvæðinu og ein um frístundahús í Borgarfirði. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sat í nefnd um endurskoðun laga um eignar- og afnotarétt fasteigna árið 2014 en vinna þeirrar nefndar lagði grunn að þeim viðmiðunarreglum sem ráðuneytið styðst við í dag. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Nágranni óttast kínverskan áhuga Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum. 29. ágúst 2017 08:19 Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. 28. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur veitt erlendum ríkisborgurum utan Evrópska efnahagssvæðisins undanþágu til jarða- eða fasteignakaupa í níu tilvikum á þessu ári. Ráðherra er heimilt að veita erlendum ríkisborgurum, sem ekki eru með lögheimili á Íslandi eða njóta réttar samkvæmt EES, EFTA eða Hoyvíkur-samningnum, sérstakt leyfi til jarðakaupa. Stórtæk jarðakaup erlendra ríkisborgara komust aftur í kastljós fjölmiðla á dögunum eftir að Fréttablaðið greindi frá því að kínverskir fjárfestar hefðu áhuga á að kaupa Neðri-Dal í Biskupstungum, 1.200 hektara jörð, með það fyrir augum að byggja þar upp ferðamannatengdan iðnað og nýta heitt vatn sem finnst á jörðinni. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu mörg sérstök leyfi dómsmálaráðherra hafi veitt erlendum ríkisborgurum til jarðakaupa á kjörtímabilinu segir að ráðuneytið hafi samþykkt undanþágur í níu tilvikum á þessu ári en tveimur umsóknum hafi verið hafnað. Átta þessara ellefu umsókna voru frá Bandaríkjunum, en tveimur þeirra var hafnað. Ein kom frá Nýja-Sjálandi, ein frá Kanada og ein frá Ástralíu. Bandaríkjamönnum var hafnað um annars vegar 12,9 hektara jörð í Hvalfirði og sömuleiðis 50 prósent af 1.500 hektara jörð í Hornafirði. Bandarískt fyrirtæki fékk síðan að kaupa 25 prósent af 3,8 hekturum á Reykjanesi. Samkvæmt svari ráðuneytisins voru hinar umsóknirnar um íbúðakaup á höfuðborgarsvæðinu og ein um frístundahús í Borgarfirði. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sat í nefnd um endurskoðun laga um eignar- og afnotarétt fasteigna árið 2014 en vinna þeirrar nefndar lagði grunn að þeim viðmiðunarreglum sem ráðuneytið styðst við í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Nágranni óttast kínverskan áhuga Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum. 29. ágúst 2017 08:19 Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. 28. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Nágranni óttast kínverskan áhuga Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum. 29. ágúst 2017 08:19
Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. 28. ágúst 2017 11:45