Ráðherra veitt níu undanþágur til útlendinga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. september 2017 06:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. vísir/stefán Dómsmálaráðherra hefur veitt erlendum ríkisborgurum utan Evrópska efnahagssvæðisins undanþágu til jarða- eða fasteignakaupa í níu tilvikum á þessu ári. Ráðherra er heimilt að veita erlendum ríkisborgurum, sem ekki eru með lögheimili á Íslandi eða njóta réttar samkvæmt EES, EFTA eða Hoyvíkur-samningnum, sérstakt leyfi til jarðakaupa. Stórtæk jarðakaup erlendra ríkisborgara komust aftur í kastljós fjölmiðla á dögunum eftir að Fréttablaðið greindi frá því að kínverskir fjárfestar hefðu áhuga á að kaupa Neðri-Dal í Biskupstungum, 1.200 hektara jörð, með það fyrir augum að byggja þar upp ferðamannatengdan iðnað og nýta heitt vatn sem finnst á jörðinni. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu mörg sérstök leyfi dómsmálaráðherra hafi veitt erlendum ríkisborgurum til jarðakaupa á kjörtímabilinu segir að ráðuneytið hafi samþykkt undanþágur í níu tilvikum á þessu ári en tveimur umsóknum hafi verið hafnað. Átta þessara ellefu umsókna voru frá Bandaríkjunum, en tveimur þeirra var hafnað. Ein kom frá Nýja-Sjálandi, ein frá Kanada og ein frá Ástralíu. Bandaríkjamönnum var hafnað um annars vegar 12,9 hektara jörð í Hvalfirði og sömuleiðis 50 prósent af 1.500 hektara jörð í Hornafirði. Bandarískt fyrirtæki fékk síðan að kaupa 25 prósent af 3,8 hekturum á Reykjanesi. Samkvæmt svari ráðuneytisins voru hinar umsóknirnar um íbúðakaup á höfuðborgarsvæðinu og ein um frístundahús í Borgarfirði. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sat í nefnd um endurskoðun laga um eignar- og afnotarétt fasteigna árið 2014 en vinna þeirrar nefndar lagði grunn að þeim viðmiðunarreglum sem ráðuneytið styðst við í dag. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Nágranni óttast kínverskan áhuga Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum. 29. ágúst 2017 08:19 Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. 28. ágúst 2017 11:45 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur veitt erlendum ríkisborgurum utan Evrópska efnahagssvæðisins undanþágu til jarða- eða fasteignakaupa í níu tilvikum á þessu ári. Ráðherra er heimilt að veita erlendum ríkisborgurum, sem ekki eru með lögheimili á Íslandi eða njóta réttar samkvæmt EES, EFTA eða Hoyvíkur-samningnum, sérstakt leyfi til jarðakaupa. Stórtæk jarðakaup erlendra ríkisborgara komust aftur í kastljós fjölmiðla á dögunum eftir að Fréttablaðið greindi frá því að kínverskir fjárfestar hefðu áhuga á að kaupa Neðri-Dal í Biskupstungum, 1.200 hektara jörð, með það fyrir augum að byggja þar upp ferðamannatengdan iðnað og nýta heitt vatn sem finnst á jörðinni. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu mörg sérstök leyfi dómsmálaráðherra hafi veitt erlendum ríkisborgurum til jarðakaupa á kjörtímabilinu segir að ráðuneytið hafi samþykkt undanþágur í níu tilvikum á þessu ári en tveimur umsóknum hafi verið hafnað. Átta þessara ellefu umsókna voru frá Bandaríkjunum, en tveimur þeirra var hafnað. Ein kom frá Nýja-Sjálandi, ein frá Kanada og ein frá Ástralíu. Bandaríkjamönnum var hafnað um annars vegar 12,9 hektara jörð í Hvalfirði og sömuleiðis 50 prósent af 1.500 hektara jörð í Hornafirði. Bandarískt fyrirtæki fékk síðan að kaupa 25 prósent af 3,8 hekturum á Reykjanesi. Samkvæmt svari ráðuneytisins voru hinar umsóknirnar um íbúðakaup á höfuðborgarsvæðinu og ein um frístundahús í Borgarfirði. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sat í nefnd um endurskoðun laga um eignar- og afnotarétt fasteigna árið 2014 en vinna þeirrar nefndar lagði grunn að þeim viðmiðunarreglum sem ráðuneytið styðst við í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Nágranni óttast kínverskan áhuga Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum. 29. ágúst 2017 08:19 Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. 28. ágúst 2017 11:45 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Nágranni óttast kínverskan áhuga Snæbjörn Sigurðsson, ábúandi í Efstadal, er alfarið á móti því að útlendingar, Kínverjar jafnt sem aðrir, fái að kaupa jörðina Neðri-Dal í Biskupstungum. 29. ágúst 2017 08:19
Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. 28. ágúst 2017 11:45