Stofna styrktarsjóð fyrir fréttakonur í minningu Kim Wall Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2017 18:43 Líkið sem fannst í sjónum við Amager var af blaðakonunni Kim Wall. Vísir/EPA Aðstandendur sænsku fréttakonunnar Kim Wall hyggjast koma á fót styrktarsjóði í minningu hennar. Sjóðurinn mun styrkja störf fréttakvenna sem halda hugsjónum Wall á lofti. Wall hvarf eftir að hafa farið um borð í kafbát danska uppfinningamannsins Peter Madsen, í þeim tilgangi að skrifa um hann frétt. Sundurlimað lík hennar fannst nokkrum dögum síðar við strendur Amager í Kaupmannahöfn en Madsen er grunaður um að vera valdur að dauða Wall. Hann neitar enn sök. „Styrkurinn mun fjármagna störf fréttakonu sem beitir sér fyrir fréttaflutningi af minnihlutahópum og því sem Kim kallaði iðulega „undiröldur uppreisnarinnar“,“ segir í umfjöllun um styrkinn á minningarsíðu um Kim Wall. Þá segir einnig að styrktarsjóðurinn sé stofnaður til að heiðra arfleið Wall. „Kim vildi sjá fleiri konur úti í veröldinni, að ögra lífinu, og við viljum hjálpa til við að aðlaga heiminn að sýn hennar.“Sjá einnig: Einstakar myndir vinanna af Kim Wall Wall varð einingus þrítug en hún var fædd í Trelleborg á Skáni, syðst í Svíþjóð, og hafði meðal annars skrifað um borgarastyrjöldina á Sri Lanka, og frá hamfarasvæðum jarðskjálftans á Haítí árið 2010. Greinar hennar höfðu meðal annars birst í breska blaðinu Guardian, New York Times og Vice. Hún var með starfsstöðvar bæði í New York og Peking. Að styrktarsjóðnum standa, að því er segir á minningarsíðunni, fjölskylda og vinir Wall. Þar á meðal eru foreldrar hennar, Ingrid og Joachim, bróðir hennar Tom og vinkonur hennar Mansi Choksi og May Jeong. Þá er áhugasömum um styrki til sjóðsins bent á netfangið kimwallgrant@gmail.com en er að neðan má sjá Facebook-færslu vinkonunnar Mansi Choksi um sjóðinn og minningarsíðuna. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02 Madsen greindi lögreglu frá dauða Kim Wall mun fyrr en fram hefur komið Lögregla upplýsti um það mánudaginn 21. ágúst að Peter Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. 30. ágúst 2017 12:51 Madsen neitar enn að hafa myrt Kim Wall Þetta kom fram í yfirlýsingu dönsku lögreglunnar sem hún sendi frá sér fyrr í dag. 25. ágúst 2017 15:00 Engin leynihólf fundust um borð í kafbát Madsen Sérstakur skanni, sem vanalega er notaður til að kanna farm vörubíla, var notaður við leitina um borð í bátnum. 30. ágúst 2017 09:56 Leita að mögulegum leynihólfum í kafbátnum Lögreglu grunar að sænsku blaðakonunni Kim Wall hafi verið ráðinn bani um borð í bátnum. 29. ágúst 2017 13:26 Einstakar myndir vinanna af Kim Wall Sænska ríkissjónvarpið hefur tekið saman áður óbirt myndskeið þar sem sjá má sænsku blaðakonuna í vinnuferð sinni til Marshalleyja í Kyrrahafi. 1. september 2017 15:50 Ánægð með að líkið hafi fundist Danska lögreglan hefur staðfest að jarðneskar leifar sem fundust við Amager séu af líki blaðakonunnar Kim Wall. Grunaður ódæðismaður, Peter Madsen, segir konuna hafa lent í slysi og að niðurstöður DNA breyti engu um framburðinn. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Aðstandendur sænsku fréttakonunnar Kim Wall hyggjast koma á fót styrktarsjóði í minningu hennar. Sjóðurinn mun styrkja störf fréttakvenna sem halda hugsjónum Wall á lofti. Wall hvarf eftir að hafa farið um borð í kafbát danska uppfinningamannsins Peter Madsen, í þeim tilgangi að skrifa um hann frétt. Sundurlimað lík hennar fannst nokkrum dögum síðar við strendur Amager í Kaupmannahöfn en Madsen er grunaður um að vera valdur að dauða Wall. Hann neitar enn sök. „Styrkurinn mun fjármagna störf fréttakonu sem beitir sér fyrir fréttaflutningi af minnihlutahópum og því sem Kim kallaði iðulega „undiröldur uppreisnarinnar“,“ segir í umfjöllun um styrkinn á minningarsíðu um Kim Wall. Þá segir einnig að styrktarsjóðurinn sé stofnaður til að heiðra arfleið Wall. „Kim vildi sjá fleiri konur úti í veröldinni, að ögra lífinu, og við viljum hjálpa til við að aðlaga heiminn að sýn hennar.“Sjá einnig: Einstakar myndir vinanna af Kim Wall Wall varð einingus þrítug en hún var fædd í Trelleborg á Skáni, syðst í Svíþjóð, og hafði meðal annars skrifað um borgarastyrjöldina á Sri Lanka, og frá hamfarasvæðum jarðskjálftans á Haítí árið 2010. Greinar hennar höfðu meðal annars birst í breska blaðinu Guardian, New York Times og Vice. Hún var með starfsstöðvar bæði í New York og Peking. Að styrktarsjóðnum standa, að því er segir á minningarsíðunni, fjölskylda og vinir Wall. Þar á meðal eru foreldrar hennar, Ingrid og Joachim, bróðir hennar Tom og vinkonur hennar Mansi Choksi og May Jeong. Þá er áhugasömum um styrki til sjóðsins bent á netfangið kimwallgrant@gmail.com en er að neðan má sjá Facebook-færslu vinkonunnar Mansi Choksi um sjóðinn og minningarsíðuna.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02 Madsen greindi lögreglu frá dauða Kim Wall mun fyrr en fram hefur komið Lögregla upplýsti um það mánudaginn 21. ágúst að Peter Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. 30. ágúst 2017 12:51 Madsen neitar enn að hafa myrt Kim Wall Þetta kom fram í yfirlýsingu dönsku lögreglunnar sem hún sendi frá sér fyrr í dag. 25. ágúst 2017 15:00 Engin leynihólf fundust um borð í kafbát Madsen Sérstakur skanni, sem vanalega er notaður til að kanna farm vörubíla, var notaður við leitina um borð í bátnum. 30. ágúst 2017 09:56 Leita að mögulegum leynihólfum í kafbátnum Lögreglu grunar að sænsku blaðakonunni Kim Wall hafi verið ráðinn bani um borð í bátnum. 29. ágúst 2017 13:26 Einstakar myndir vinanna af Kim Wall Sænska ríkissjónvarpið hefur tekið saman áður óbirt myndskeið þar sem sjá má sænsku blaðakonuna í vinnuferð sinni til Marshalleyja í Kyrrahafi. 1. september 2017 15:50 Ánægð með að líkið hafi fundist Danska lögreglan hefur staðfest að jarðneskar leifar sem fundust við Amager séu af líki blaðakonunnar Kim Wall. Grunaður ódæðismaður, Peter Madsen, segir konuna hafa lent í slysi og að niðurstöður DNA breyti engu um framburðinn. 24. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02
Madsen greindi lögreglu frá dauða Kim Wall mun fyrr en fram hefur komið Lögregla upplýsti um það mánudaginn 21. ágúst að Peter Madsen hafi viðurkennt að hafa varpað líki Wall fyrir borð. 30. ágúst 2017 12:51
Madsen neitar enn að hafa myrt Kim Wall Þetta kom fram í yfirlýsingu dönsku lögreglunnar sem hún sendi frá sér fyrr í dag. 25. ágúst 2017 15:00
Engin leynihólf fundust um borð í kafbát Madsen Sérstakur skanni, sem vanalega er notaður til að kanna farm vörubíla, var notaður við leitina um borð í bátnum. 30. ágúst 2017 09:56
Leita að mögulegum leynihólfum í kafbátnum Lögreglu grunar að sænsku blaðakonunni Kim Wall hafi verið ráðinn bani um borð í bátnum. 29. ágúst 2017 13:26
Einstakar myndir vinanna af Kim Wall Sænska ríkissjónvarpið hefur tekið saman áður óbirt myndskeið þar sem sjá má sænsku blaðakonuna í vinnuferð sinni til Marshalleyja í Kyrrahafi. 1. september 2017 15:50
Ánægð með að líkið hafi fundist Danska lögreglan hefur staðfest að jarðneskar leifar sem fundust við Amager séu af líki blaðakonunnar Kim Wall. Grunaður ódæðismaður, Peter Madsen, segir konuna hafa lent í slysi og að niðurstöður DNA breyti engu um framburðinn. 24. ágúst 2017 06:00