Guðlaug Kristjánsdóttir nýr stjórnarformaður Bjartrar framtíðar Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 2. september 2017 18:12 Guðlaug Kristjánsdóttir er stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. mynd/Björt framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir hefur verið kjörin nýr stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. Ársfundur flokksins fór fram í dag. „Þetta er svolítið tilfinningaþrungið – merkilegt nokk – en það er gott að finna meðbyr,“ sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu Vísis. Tveir voru í framboði til stjórnarformanns en ásamt Guðlaugu gaf G. Valdemar Valdemarsson kost á sér. Hlaut Guðlaug 48 atkvæði en G. Valdemar 28. Guðlaug er oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði og forseti bæjarstjórnar. Hún starfar sem verkefnastjóri í hálfu starfi hjá námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ. Guðlaug gegndi formennsku Bandalags háskólamanna á árunum 2008 – 2014 og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir félagið. Aðspurð um helstu áherslumál sín í nýju hlutverki fullyrti Guðlaug að hún hefði í hyggju að hlúa að tengslum þingflokksins og sveitarstjórnarstigsins. „Ég bauð mig fram vegna þess að mér finnst mikilvægt í þessum flokki að stjórnarformaðurinn tengi vel saman sveitastjórnarstigið og þingið og það er mikið annríki á öllum stöðum. Við erum lítill flokkur með litla yfirbyggingu en erum með fólk í hlutverkum vítt og breitt, bæði í meirihlutum og í ríkisstjórn.“Frá ársfundi Bjartrar framtíðar í dag.mynd/vísirÞurfum að vera dugleg við að segja okkar sögu sjálf Í framboðsræðu minntist Guðlaug meðal annars á þjóðfélagsumræðuna og að hún teldi að bæta þyrfti viðbragðsflýtinn af hálfu flokksins, hvort sem áreitið kæmi að utan, innan eða úr grasrótinni. „Við þurfum að fara inn í umræðuna í samfélaginu þegar hún er, ekki bíða,“ sagði í ræðunni. Ræðu Guðlaugar má lesa í heild sinni hér. Aðspurð um hvort henni þætti ómaklega vegið að Bjartri framtíð í almennri umræðu svaraði Guðlaug að hún yrði oft vör við slíkt. „Ég segi [í framboðsræðunni] að það séu ýmsir sjálfskipaðir talsmenn fyrir okkur sem virðast nú ekki endilega hafa kynnt sér stefnuna áður en þeir tjá sig um hana. Það er svo sem ekkert við því að gera, við þurfum einfaldlega að vera dugleg við að segja okkar sögu sjálf.“ Fráfarandi stjórnarformaður Bjartrar framtíðar er Eva Einarsdóttir. Stj.mál Tengdar fréttir Björt framtíð mælist með 2,9 prósent fylgi Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 30,9 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR. 20. júní 2017 11:32 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir hefur verið kjörin nýr stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. Ársfundur flokksins fór fram í dag. „Þetta er svolítið tilfinningaþrungið – merkilegt nokk – en það er gott að finna meðbyr,“ sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu Vísis. Tveir voru í framboði til stjórnarformanns en ásamt Guðlaugu gaf G. Valdemar Valdemarsson kost á sér. Hlaut Guðlaug 48 atkvæði en G. Valdemar 28. Guðlaug er oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði og forseti bæjarstjórnar. Hún starfar sem verkefnastjóri í hálfu starfi hjá námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ. Guðlaug gegndi formennsku Bandalags háskólamanna á árunum 2008 – 2014 og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir félagið. Aðspurð um helstu áherslumál sín í nýju hlutverki fullyrti Guðlaug að hún hefði í hyggju að hlúa að tengslum þingflokksins og sveitarstjórnarstigsins. „Ég bauð mig fram vegna þess að mér finnst mikilvægt í þessum flokki að stjórnarformaðurinn tengi vel saman sveitastjórnarstigið og þingið og það er mikið annríki á öllum stöðum. Við erum lítill flokkur með litla yfirbyggingu en erum með fólk í hlutverkum vítt og breitt, bæði í meirihlutum og í ríkisstjórn.“Frá ársfundi Bjartrar framtíðar í dag.mynd/vísirÞurfum að vera dugleg við að segja okkar sögu sjálf Í framboðsræðu minntist Guðlaug meðal annars á þjóðfélagsumræðuna og að hún teldi að bæta þyrfti viðbragðsflýtinn af hálfu flokksins, hvort sem áreitið kæmi að utan, innan eða úr grasrótinni. „Við þurfum að fara inn í umræðuna í samfélaginu þegar hún er, ekki bíða,“ sagði í ræðunni. Ræðu Guðlaugar má lesa í heild sinni hér. Aðspurð um hvort henni þætti ómaklega vegið að Bjartri framtíð í almennri umræðu svaraði Guðlaug að hún yrði oft vör við slíkt. „Ég segi [í framboðsræðunni] að það séu ýmsir sjálfskipaðir talsmenn fyrir okkur sem virðast nú ekki endilega hafa kynnt sér stefnuna áður en þeir tjá sig um hana. Það er svo sem ekkert við því að gera, við þurfum einfaldlega að vera dugleg við að segja okkar sögu sjálf.“ Fráfarandi stjórnarformaður Bjartrar framtíðar er Eva Einarsdóttir.
Stj.mál Tengdar fréttir Björt framtíð mælist með 2,9 prósent fylgi Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 30,9 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR. 20. júní 2017 11:32 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Björt framtíð mælist með 2,9 prósent fylgi Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 30,9 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR. 20. júní 2017 11:32