Fegurstu hugmyndir geta orðið ógnvekjandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2017 11:30 Helgi Hjaltalín gerir tilraun til að skilja og læra meira um þessa veröld í gegnum miðla myndlistarinnar. Í tilefni Ljósanætur hefur Listasafn Reykjanesbæjar opnað sýninguna Horfur – Prospects í listasal Duushúsa. Þar gerir Helgi Hjaltalín Eyjólfsson myndlistarmaður tilraun til að útskýra fyrir sér ástand heimsins, læra meira um þá veröld sem við byggjum og meta hverjar horfurnar séu. „Ég er svolítið að skoða hvernig við skiptum okkur upp í hópa sem aftur skapar árekstra og ofbeldi. Skipting í þjóðríki er mannanna verk og það eru búnar til hugmyndir kringum þau sem í besta falli eru ýkjusögur,“ segir Helgi. Í sýningarskrá er texti eftir Helga Þorgils Friðjónsson myndlistarmann. Þar segir meðal annars: „Þrátt fyrir fegurðina og drifkraftinn og framtíðarsýnina, jafn undarlegt og það virðist, er líka undirliggjandi ógn. Frelsi, jafnrétti og bræðralag getur verið steypt í mót sérhópa. Þarna einhvers staðar er gegnumgangandi þráður í verkum Helga.“ Helgi Hjaltalín hefur verið virkur í sýningarhaldi síðan á námsárunum. Þessi sýning hans stendur til 5. nóvember. Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í tilefni Ljósanætur hefur Listasafn Reykjanesbæjar opnað sýninguna Horfur – Prospects í listasal Duushúsa. Þar gerir Helgi Hjaltalín Eyjólfsson myndlistarmaður tilraun til að útskýra fyrir sér ástand heimsins, læra meira um þá veröld sem við byggjum og meta hverjar horfurnar séu. „Ég er svolítið að skoða hvernig við skiptum okkur upp í hópa sem aftur skapar árekstra og ofbeldi. Skipting í þjóðríki er mannanna verk og það eru búnar til hugmyndir kringum þau sem í besta falli eru ýkjusögur,“ segir Helgi. Í sýningarskrá er texti eftir Helga Þorgils Friðjónsson myndlistarmann. Þar segir meðal annars: „Þrátt fyrir fegurðina og drifkraftinn og framtíðarsýnina, jafn undarlegt og það virðist, er líka undirliggjandi ógn. Frelsi, jafnrétti og bræðralag getur verið steypt í mót sérhópa. Þarna einhvers staðar er gegnumgangandi þráður í verkum Helga.“ Helgi Hjaltalín hefur verið virkur í sýningarhaldi síðan á námsárunum. Þessi sýning hans stendur til 5. nóvember.
Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira