Hugarheimur og sjálfsmynd þjóðarinnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2017 10:15 Birkir segist vera bæði spenntur og stressaður fyrir útgáfudeginum. Visir/Anton Brink Ég bara fékk hugmynd sem mér fannst fyndin, settist niður og skrifaði,“ segir Birkir Blær Ingólfsson handritshöfundur og fréttamaður um ritgerð sem gefin verður út sem bók í dag af Partusi. „Bókin fjallar um þjóðsöguna Sálin hans Jóns míns, um konuna sem gengur til himna og valtar yfir alla dýrlingana og Guð til að dúndra eiginmanni sínum fram hjá kerfinu inn í Paradís. Ég velti því fyrir mér hvort þetta hugarfar endurspeglist ekki stundum í íslensku þjóðinni sem er oft sannfærð um að hún eigi að fá sérmeðferð í hinu og þessu. Þegar ég byrjaði að skrifa hrönnuðust upp dæmi um þetta viðhorf víða í þjóðfélaginu svo ég gat ekki hætt og allt í einu var ég kominn með ritgerð.“ Partus gefur bókina út með viðhöfn sem hefst klukkan 14 í dag í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Allir eru velkomnir. Þar verður pallborð sem Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri og Birkir Blær sitja í og spjalla um efnið sem ritgerðin fjallar um. „Ég er spenntur og stressaður,“ segir Birkir Blær sem skrifaði efnið algerlega af eigin hvötum en ekki í tengslum við nám. „Það virðist vera í tísku, bæði á Íslandi og erlendis, að skrifa ritgerðir, óskáldaðan skáldskap, ég veit ekkert af hverju. Kannski er fólk að reyna að botna í raunveruleikanum sem allt í einu er orðinn svo hraður að maður nær ekki að melta neitt áður en það er fokið út í buskann,“ segir hann. Þetta er fyrsta efnið sem Partus gefur út í nýrri ritröð sem nefnist Fræ. Þar er stefnan að gefa út stuttar ritgerðir um eitt og annað. „Þetta eru fræði en aðeins afslappaðri en venjuleg akademísk fræði, þau eru oft svo „upp í nef rignandi“ að manni finnst maður ekkert botna í þeim,“ segir Birkir Blær. „Þetta er svona skemmtilegt og afslappað.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. september. Menning Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ég bara fékk hugmynd sem mér fannst fyndin, settist niður og skrifaði,“ segir Birkir Blær Ingólfsson handritshöfundur og fréttamaður um ritgerð sem gefin verður út sem bók í dag af Partusi. „Bókin fjallar um þjóðsöguna Sálin hans Jóns míns, um konuna sem gengur til himna og valtar yfir alla dýrlingana og Guð til að dúndra eiginmanni sínum fram hjá kerfinu inn í Paradís. Ég velti því fyrir mér hvort þetta hugarfar endurspeglist ekki stundum í íslensku þjóðinni sem er oft sannfærð um að hún eigi að fá sérmeðferð í hinu og þessu. Þegar ég byrjaði að skrifa hrönnuðust upp dæmi um þetta viðhorf víða í þjóðfélaginu svo ég gat ekki hætt og allt í einu var ég kominn með ritgerð.“ Partus gefur bókina út með viðhöfn sem hefst klukkan 14 í dag í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Allir eru velkomnir. Þar verður pallborð sem Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri og Birkir Blær sitja í og spjalla um efnið sem ritgerðin fjallar um. „Ég er spenntur og stressaður,“ segir Birkir Blær sem skrifaði efnið algerlega af eigin hvötum en ekki í tengslum við nám. „Það virðist vera í tísku, bæði á Íslandi og erlendis, að skrifa ritgerðir, óskáldaðan skáldskap, ég veit ekkert af hverju. Kannski er fólk að reyna að botna í raunveruleikanum sem allt í einu er orðinn svo hraður að maður nær ekki að melta neitt áður en það er fokið út í buskann,“ segir hann. Þetta er fyrsta efnið sem Partus gefur út í nýrri ritröð sem nefnist Fræ. Þar er stefnan að gefa út stuttar ritgerðir um eitt og annað. „Þetta eru fræði en aðeins afslappaðri en venjuleg akademísk fræði, þau eru oft svo „upp í nef rignandi“ að manni finnst maður ekkert botna í þeim,“ segir Birkir Blær. „Þetta er svona skemmtilegt og afslappað.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. september.
Menning Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira