Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2017 14:32 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Vísir/AFP „Við munum eiga þann eina kost að gereyða Norður-Kóreu. Eldflaugamaðurinn (e. Rocketman) er í sjálfsmorðshugleiðingum fyrir sig og ríkisstjórn sína.“ Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í fyrstu ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag þar sem hann veittist harkalega að stjórnvöldum Norður-Kóreu, Íran og Venesúela. Í ræðu sinni sagði Trump að einstök ríki sem jafnvel væru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna styddu við hryðjuverkasamtök og ógnuðu heiminum með gereyðingarvopnum. Þar vísaði hann til Íran og Norður-Kóreu. Tiltölulega snemma í ræðu sinni sagði Trump að nærri því 700 milljörðum dala yrði varið í hernaðarmál á næstu árum. „Her okkar verður sterkari en hann hefur nokkurn tímann verið.“President Trump says if forced to defend itself or its allies, the United States will "totally destroy" North Korea https://t.co/m9GcTNUO6J pic.twitter.com/R600QL2YXK— Bloomberg (@business) September 19, 2017 Hann sagði að í stað þess að nýta auðlindir sínar til að bæta líf þegna sinna hefði ríkisstjórn Íran þess í stað varið þeim í að styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum um heiminn og í að koma upp kjarnorkuvopnum. Trump sagði kjarnorkusamkomulag Bandaríkjanna og annarra við Íran vera versta samning sem Bandaríkin hefðu nokkurn tímann komið að og gaf í skyn að hann myndi slíta samkomulaginu. Þá sagði hann samkomulagið vera skömmustulegt fyrir Bandaríkin. Trump sagði enga ríkisstjórn hafa sýnt heiminum og eigin þegnum minni virðingu en hin óforskammaða ríkisstjórn Norður-Kóreu. Nefndi hann dauða ungs bandarísks manns sem fór í dá í fangelsi þar í landi. Hann nefndi einnig dauða Kim Jong-nam, bróður Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu. Hann var myrtur með VX-taugaeitri, sem skilgreint er sem gereyðingarvopn, á flugvelli í Kuala Lumpur. Forsetinn nefndi einnig að þrettán ára stúlku hefði verið rænt í Japan og hún flutt til Norður-Kóreu. Þar hefði hún verið neydd til að þjálfa njósnara Norður-Kóreu í að tala japönsku.Trump to the UN on Iran: "The Iranian government masks a corrupt dictatorship behind the false guise of democracy" https://t.co/w77yjbPOx9 pic.twitter.com/SjSjmUrmKP— CNN Breaking News (@cnnbrk) September 19, 2017 Þá sagði Trump að það væri óásættanlegt að önnur ríki stæðu í viðskiptum við Norður-Kóreu og kallaði eftir því að ríkið yrði alfarið einangrað.Vill stjórnarskipti í Venesúela Trump fjallaði einnig um Venesúela og sagði að þörf væri á stjórnarskiptum þar. Ríkisstjórn Nicolas Maduro hefði lagt þetta ríka land í rúst og nú væri ríkisstjórnin að berjast gegn eigin þegnum. „Við viljum hjálpa þeim að ná lýðræði sínu aftur,“ sagði Trump.Ræða Trump í heild sinni. Donald Trump Morðið á Kim Jong-nam Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
„Við munum eiga þann eina kost að gereyða Norður-Kóreu. Eldflaugamaðurinn (e. Rocketman) er í sjálfsmorðshugleiðingum fyrir sig og ríkisstjórn sína.“ Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í fyrstu ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag þar sem hann veittist harkalega að stjórnvöldum Norður-Kóreu, Íran og Venesúela. Í ræðu sinni sagði Trump að einstök ríki sem jafnvel væru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna styddu við hryðjuverkasamtök og ógnuðu heiminum með gereyðingarvopnum. Þar vísaði hann til Íran og Norður-Kóreu. Tiltölulega snemma í ræðu sinni sagði Trump að nærri því 700 milljörðum dala yrði varið í hernaðarmál á næstu árum. „Her okkar verður sterkari en hann hefur nokkurn tímann verið.“President Trump says if forced to defend itself or its allies, the United States will "totally destroy" North Korea https://t.co/m9GcTNUO6J pic.twitter.com/R600QL2YXK— Bloomberg (@business) September 19, 2017 Hann sagði að í stað þess að nýta auðlindir sínar til að bæta líf þegna sinna hefði ríkisstjórn Íran þess í stað varið þeim í að styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum um heiminn og í að koma upp kjarnorkuvopnum. Trump sagði kjarnorkusamkomulag Bandaríkjanna og annarra við Íran vera versta samning sem Bandaríkin hefðu nokkurn tímann komið að og gaf í skyn að hann myndi slíta samkomulaginu. Þá sagði hann samkomulagið vera skömmustulegt fyrir Bandaríkin. Trump sagði enga ríkisstjórn hafa sýnt heiminum og eigin þegnum minni virðingu en hin óforskammaða ríkisstjórn Norður-Kóreu. Nefndi hann dauða ungs bandarísks manns sem fór í dá í fangelsi þar í landi. Hann nefndi einnig dauða Kim Jong-nam, bróður Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu. Hann var myrtur með VX-taugaeitri, sem skilgreint er sem gereyðingarvopn, á flugvelli í Kuala Lumpur. Forsetinn nefndi einnig að þrettán ára stúlku hefði verið rænt í Japan og hún flutt til Norður-Kóreu. Þar hefði hún verið neydd til að þjálfa njósnara Norður-Kóreu í að tala japönsku.Trump to the UN on Iran: "The Iranian government masks a corrupt dictatorship behind the false guise of democracy" https://t.co/w77yjbPOx9 pic.twitter.com/SjSjmUrmKP— CNN Breaking News (@cnnbrk) September 19, 2017 Þá sagði Trump að það væri óásættanlegt að önnur ríki stæðu í viðskiptum við Norður-Kóreu og kallaði eftir því að ríkið yrði alfarið einangrað.Vill stjórnarskipti í Venesúela Trump fjallaði einnig um Venesúela og sagði að þörf væri á stjórnarskiptum þar. Ríkisstjórn Nicolas Maduro hefði lagt þetta ríka land í rúst og nú væri ríkisstjórnin að berjast gegn eigin þegnum. „Við viljum hjálpa þeim að ná lýðræði sínu aftur,“ sagði Trump.Ræða Trump í heild sinni.
Donald Trump Morðið á Kim Jong-nam Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira