„Ég er ekki bara kynferðisbrotaþoli heldur líka gerandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2017 10:50 Halldór Auðar Svansson er eini borgarfulltrúi Pírata í borgarstjórn. Vísir/Stefán „Ég er ekki bara kynferðisbrotaþoli heldur líka gerandi,“ skrifar Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, á Facebook-síðu sína þar sem hann segist ætla að sýna hvernig ábyrgð er öxluð. Hann segir það ekki sitt að meta hvort hún hefur með þessu verið öxluð að fullu, það muni koma í ljós hvað hann þurfi að gera frekar. Í stöðuuppfærslunni segist hann hafa ýjað að þessu í viðtali um sína reynslu en ekki sagt það nógu hreint út, að hann hafi valdið þjáningum sjálfur.Í viðtali við Pressuna sem birtist árið 2015 greindi Halldór Auðar frá því að hann hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi á barnsaldri og það hafi setið fast í honum og brenglað þá tilfinning sem hann hafði fyrir því hvar mörk liggja í samskiptum við annað fólk og hvað sé eðlilegt í þeim efnum, þá sérstaklega í tengslum við hitt kynið. Í færslunni sem hann birtir á Facebook segir hann að mögulega sé enn þá fólk sem sé í sárum og það sé á hans ábyrgð. „Ég er tilbúinn að gera allt sem ég get gert til að binda enda á þær þjáningar. Ég myndi leita til þess sjálfur en ég er ekki með nöfn þeirra. Það má hins vegar leita til mín, þekki það mig og treysti það sér til þess. Það má líka auðvitað stíga fram. Það má alltaf stíga fram,“ skrifar Halldór. Hann segist örugglega ekki muna allt sem hann hefur gert. „Áfengi er hræðilegur þjáningarvaldur og það eyðir mörkunum milli fólks. Ég hefði átt að hætta að drekka fyrir löngu síðan. Mín var ábyrgðin að átta mig á áhrifunum sem það hafði á mig og aðra og gera eitthvað í því,“ skrifar Halldór og bendir á að lokum að þessum áhrifum veri ekki stjórnað með aðgangsstýringu að áfengi, heldur með því að draga fólk til ábyrgðar á drykkjunni. Uppfært 14:10 Í kjölfar umræðu á athugasemdakerfi Halldórs hefur hann nú skrifað og birt aðra færslu um málið þar sem hann útskýrir nánar hvað hann á við. „Yfirlýsing mín fyrr í dag um að ég líti á mig ekki bara sem kynferðisbrotaþola heldur líka geranda hefur vakið ýmis viðbrögð - eðlilega. Ég var ekki mjög skýr með hvað ég átti við og ég harma að það hafi valdið hugarangri og skilið eftir spurningar.“ Halldór segir að þetta snúist um sjálfskoðun vegna áhrifa umræðu sem tengist uppreistri æru. „Brot skilgreini ég einfaldlega sem að vanvirða mörk. Í mínu tilfelli gekk ég meðan ég drakk í nokkur skipti (sem ég man eftir, gætu verið fleiri) of langt gagnvart konum og ruddist inn á þeirra líkamlega svæði. Telst líklega ekki til alvarlegra brota í tilliti laganna en mér finnst það samt alvarlegt á sinn hátt. Mér finnst líka mikilvægt að halda því til haga að það er alltaf þolandinn sem skilgreinir alvarleikann út frá sinni upplifun og það er það samtal sem ég vildi opna á.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Misstu öll tengsl við raunveruleikann Tvíburabræðurnir Halldór, kapteinn Pírata í Reykjavík, og Kári Auðar Svanssynir, hafa báðir glímt við geðræna kvilla. Kári greindist með geðklofa fyrir tólf árum en Halldór reykti gras og endaði í geðrofi árið 2010. Hann jafnaði sig um leið og hann hætti neyslu þess. 14. júní 2014 10:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
„Ég er ekki bara kynferðisbrotaþoli heldur líka gerandi,“ skrifar Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, á Facebook-síðu sína þar sem hann segist ætla að sýna hvernig ábyrgð er öxluð. Hann segir það ekki sitt að meta hvort hún hefur með þessu verið öxluð að fullu, það muni koma í ljós hvað hann þurfi að gera frekar. Í stöðuuppfærslunni segist hann hafa ýjað að þessu í viðtali um sína reynslu en ekki sagt það nógu hreint út, að hann hafi valdið þjáningum sjálfur.Í viðtali við Pressuna sem birtist árið 2015 greindi Halldór Auðar frá því að hann hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi á barnsaldri og það hafi setið fast í honum og brenglað þá tilfinning sem hann hafði fyrir því hvar mörk liggja í samskiptum við annað fólk og hvað sé eðlilegt í þeim efnum, þá sérstaklega í tengslum við hitt kynið. Í færslunni sem hann birtir á Facebook segir hann að mögulega sé enn þá fólk sem sé í sárum og það sé á hans ábyrgð. „Ég er tilbúinn að gera allt sem ég get gert til að binda enda á þær þjáningar. Ég myndi leita til þess sjálfur en ég er ekki með nöfn þeirra. Það má hins vegar leita til mín, þekki það mig og treysti það sér til þess. Það má líka auðvitað stíga fram. Það má alltaf stíga fram,“ skrifar Halldór. Hann segist örugglega ekki muna allt sem hann hefur gert. „Áfengi er hræðilegur þjáningarvaldur og það eyðir mörkunum milli fólks. Ég hefði átt að hætta að drekka fyrir löngu síðan. Mín var ábyrgðin að átta mig á áhrifunum sem það hafði á mig og aðra og gera eitthvað í því,“ skrifar Halldór og bendir á að lokum að þessum áhrifum veri ekki stjórnað með aðgangsstýringu að áfengi, heldur með því að draga fólk til ábyrgðar á drykkjunni. Uppfært 14:10 Í kjölfar umræðu á athugasemdakerfi Halldórs hefur hann nú skrifað og birt aðra færslu um málið þar sem hann útskýrir nánar hvað hann á við. „Yfirlýsing mín fyrr í dag um að ég líti á mig ekki bara sem kynferðisbrotaþola heldur líka geranda hefur vakið ýmis viðbrögð - eðlilega. Ég var ekki mjög skýr með hvað ég átti við og ég harma að það hafi valdið hugarangri og skilið eftir spurningar.“ Halldór segir að þetta snúist um sjálfskoðun vegna áhrifa umræðu sem tengist uppreistri æru. „Brot skilgreini ég einfaldlega sem að vanvirða mörk. Í mínu tilfelli gekk ég meðan ég drakk í nokkur skipti (sem ég man eftir, gætu verið fleiri) of langt gagnvart konum og ruddist inn á þeirra líkamlega svæði. Telst líklega ekki til alvarlegra brota í tilliti laganna en mér finnst það samt alvarlegt á sinn hátt. Mér finnst líka mikilvægt að halda því til haga að það er alltaf þolandinn sem skilgreinir alvarleikann út frá sinni upplifun og það er það samtal sem ég vildi opna á.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Misstu öll tengsl við raunveruleikann Tvíburabræðurnir Halldór, kapteinn Pírata í Reykjavík, og Kári Auðar Svanssynir, hafa báðir glímt við geðræna kvilla. Kári greindist með geðklofa fyrir tólf árum en Halldór reykti gras og endaði í geðrofi árið 2010. Hann jafnaði sig um leið og hann hætti neyslu þess. 14. júní 2014 10:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Misstu öll tengsl við raunveruleikann Tvíburabræðurnir Halldór, kapteinn Pírata í Reykjavík, og Kári Auðar Svanssynir, hafa báðir glímt við geðræna kvilla. Kári greindist með geðklofa fyrir tólf árum en Halldór reykti gras og endaði í geðrofi árið 2010. Hann jafnaði sig um leið og hann hætti neyslu þess. 14. júní 2014 10:00