Fulltrúi VG lýsir einnig vantrausti á formennsku Brynjars Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 21:42 Svandís Svavarsdóttir segir nefndina ekki geta lokið málum sem varða uppreist æru undir formennsku Brynjars Níelssonar. Vísir/Eyþór Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir að nefndin geti ekki lokið málum sem varða uppreist æru undir formennsku Brynjars Níelssonar. Greint hefur verið frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ætli að fá heimild til að rjúfa þing á morgun. Gengið verði til kosninga 28. október. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Svandís að hægt verði að halda þingfundum áfram fram að kosningum og nefndarstarfi sömuleiðis. Nefnir hún að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi í nógu að snúast varðandi uppreist æru. „Í ljósi nýjustu vendinga og stjórnarslita verður að halda þeirri umfjöllun áfram og ljúka með fullnægjandi hætti. Ljóst er að það getur ekki verið undir forystu Brynjars Níelssonar,“ skrifar Svandís.Viðreisn krafðist rannsóknar á embættisfærslum ráðherraBrynjar hefur verið gagnrýndur fyrir hvernig hann stýrði umfjöllun nefndarinnar um uppreist æru í sumar. Fulltrúar meirihlutans kynntu sér ekki gögn sem voru lögð fyrir nefndina sem vörðuðu uppreist æru Roberts Downey, dæmds barnaníðings. Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra Viðreisnar, lýsti vantrausti á formennsku Brynjars í samtali við Vísi í kvöld. Ráðgjafaráð Viðreisnar hafði þá samþykkt ályktun um að nefndin myndi rannsaka embættisfærslur forsætisráðherra og Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sem leiddu til stjórnarslita. Brynjar hafnaði gagnrýninni í samtali við Vísi og sagði ályktun Viðreisnar vanhugsaða. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, segir að nefndin geti ekki lokið málum sem varða uppreist æru undir formennsku Brynjars Níelssonar. Greint hefur verið frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ætli að fá heimild til að rjúfa þing á morgun. Gengið verði til kosninga 28. október. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Svandís að hægt verði að halda þingfundum áfram fram að kosningum og nefndarstarfi sömuleiðis. Nefnir hún að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi í nógu að snúast varðandi uppreist æru. „Í ljósi nýjustu vendinga og stjórnarslita verður að halda þeirri umfjöllun áfram og ljúka með fullnægjandi hætti. Ljóst er að það getur ekki verið undir forystu Brynjars Níelssonar,“ skrifar Svandís.Viðreisn krafðist rannsóknar á embættisfærslum ráðherraBrynjar hefur verið gagnrýndur fyrir hvernig hann stýrði umfjöllun nefndarinnar um uppreist æru í sumar. Fulltrúar meirihlutans kynntu sér ekki gögn sem voru lögð fyrir nefndina sem vörðuðu uppreist æru Roberts Downey, dæmds barnaníðings. Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra Viðreisnar, lýsti vantrausti á formennsku Brynjars í samtali við Vísi í kvöld. Ráðgjafaráð Viðreisnar hafði þá samþykkt ályktun um að nefndin myndi rannsaka embættisfærslur forsætisráðherra og Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sem leiddu til stjórnarslita. Brynjar hafnaði gagnrýninni í samtali við Vísi og sagði ályktun Viðreisnar vanhugsaða.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09
Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Engin þörf er á því að embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru verði rannsakaðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þrátt fyrir ályktun Viðreisnar þess efnis, að sögn Brynjars Níelssonar. 17. september 2017 20:22