Davíð segir beiðni Roberts Downey til sín hafa verið með nokkrum ólíkindum Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2017 12:59 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Vísir/Anton Brink Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, greinir frá því í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins að Robert Downey hefði í tvígang óskað eftir aðstoð hans. Reykjavíkurbréfið er nafnlaust en ekki fer á milli mála að það er Davíð sjálfur sem ritar. Hann segist hafa fengið tölvupóst frá Robert Downey einhvern tíma á árinu 2015. „Alkunna er að bréfritari er ekki í hópi helstu tölvusnillinga þjóðarinnar og reynir því að virða fáeinar grundvallarreglur sem sérfræðingar Árvakurs hafa náð að koma inn fyrir þykkskinnið. Ein er sú að vera seinn til að opna tölvupósta frá aðilum sem móttakandi þekkir lítið til,“ segir Davíð. Ritstjórinn segir þessa reglu viðhafða vegna þess að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefði orðið fyrir ónotum frá tölvuþrjótum og tæknihrekkjusvínum sem geta gert fjölmiðli mjög erfitt fyrir. Davíð segir Robert Downey hafa hringt engum bjöllum hjá honum árið 2015. Hann lét því póstinn frá Downey óopnaðan, eins og svo marga aðra. Ekki löngu síðar kom annar slíkur póstur sem fékk sömu meðferð að sögn Davíðs.„Alias Róbert Árni Hreiðarsson“ Hann komst að því alllöngu síðar að Robert Downey hefði verið þekktur undir öðru nafni sem Davíð kannaðist við og hafði útskrifast úr lagadeild um líkt leyti fyrir rúmum fjórum áratugum. „Voru því gömlu póstarnir opnaðir og þá kom í ljós að Robert Downey „alias Róbert Árni Hreiðarsson“ hafði í tölvupósti beðið bréfritara um að veita sér atbeina vegna umsóknar hans gagnvart yfirvöldum um endurheimt æru og réttinda í samræmi við reglur sem um slíkt gilda. Þessi beiðni var óneitanlega með nokkrum ólíkindum“ Davíð segir að á þeim tíma hefði honum ekki rámað í fréttir um að Róbert hefði verið ákærður, dæmdur og fangelsaður fyrir viðurstyggilega glæpi. „Hann hafði ekki vitað hvað Róbert hafði aðhafst áratugina á undan þeim kaflaskilum eða árin þar á eftir. Kannast raunar ekki við að hafa séð honum bregða fyrir á förnum vegi í áratug eða lengur. Hvaða mark hefði verið á umsögn um eða áliti á hegðun og framferði Roberts Downey frá manni sem hefði ekki getað fullyrt um það hvort sá maður væri lífs eða liðinn? Þessum seint opnu tölvupóstum var því aldrei svarað.“Bjarni greindi honum frá málinu á fimmtudag Í bréfinu greinir Davíð frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefði boðið honum til hádegisfundar síðastliðinn fimmtudag. Margt var rætt í þessum hádegismat en þegar leið að lokum máltíðarinnar nefndi Bjarni að faðir hans, Benedikt Sveinsson, myndi birta yfirlýsingu vegna umsagnar sem hann hafði gefið að beiðni Hjalta þess sem „slæðst“ hefur inn í umræðu um uppreist æru í framhaldi af máli Roberts Downey, líkt og Davíð orðar það. „Margir þekkja vel til þess að Benedikt Sveinsson er bóngóður og artarlegur maður, ekki síst gagnvart þeim sem höllum fæti standa og hefur jafnan hljótt um það þegar hann greiðir götu slíks fólks,“ skrifar Davíð. Uppreist æru Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, greinir frá því í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins að Robert Downey hefði í tvígang óskað eftir aðstoð hans. Reykjavíkurbréfið er nafnlaust en ekki fer á milli mála að það er Davíð sjálfur sem ritar. Hann segist hafa fengið tölvupóst frá Robert Downey einhvern tíma á árinu 2015. „Alkunna er að bréfritari er ekki í hópi helstu tölvusnillinga þjóðarinnar og reynir því að virða fáeinar grundvallarreglur sem sérfræðingar Árvakurs hafa náð að koma inn fyrir þykkskinnið. Ein er sú að vera seinn til að opna tölvupósta frá aðilum sem móttakandi þekkir lítið til,“ segir Davíð. Ritstjórinn segir þessa reglu viðhafða vegna þess að Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefði orðið fyrir ónotum frá tölvuþrjótum og tæknihrekkjusvínum sem geta gert fjölmiðli mjög erfitt fyrir. Davíð segir Robert Downey hafa hringt engum bjöllum hjá honum árið 2015. Hann lét því póstinn frá Downey óopnaðan, eins og svo marga aðra. Ekki löngu síðar kom annar slíkur póstur sem fékk sömu meðferð að sögn Davíðs.„Alias Róbert Árni Hreiðarsson“ Hann komst að því alllöngu síðar að Robert Downey hefði verið þekktur undir öðru nafni sem Davíð kannaðist við og hafði útskrifast úr lagadeild um líkt leyti fyrir rúmum fjórum áratugum. „Voru því gömlu póstarnir opnaðir og þá kom í ljós að Robert Downey „alias Róbert Árni Hreiðarsson“ hafði í tölvupósti beðið bréfritara um að veita sér atbeina vegna umsóknar hans gagnvart yfirvöldum um endurheimt æru og réttinda í samræmi við reglur sem um slíkt gilda. Þessi beiðni var óneitanlega með nokkrum ólíkindum“ Davíð segir að á þeim tíma hefði honum ekki rámað í fréttir um að Róbert hefði verið ákærður, dæmdur og fangelsaður fyrir viðurstyggilega glæpi. „Hann hafði ekki vitað hvað Róbert hafði aðhafst áratugina á undan þeim kaflaskilum eða árin þar á eftir. Kannast raunar ekki við að hafa séð honum bregða fyrir á förnum vegi í áratug eða lengur. Hvaða mark hefði verið á umsögn um eða áliti á hegðun og framferði Roberts Downey frá manni sem hefði ekki getað fullyrt um það hvort sá maður væri lífs eða liðinn? Þessum seint opnu tölvupóstum var því aldrei svarað.“Bjarni greindi honum frá málinu á fimmtudag Í bréfinu greinir Davíð frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefði boðið honum til hádegisfundar síðastliðinn fimmtudag. Margt var rætt í þessum hádegismat en þegar leið að lokum máltíðarinnar nefndi Bjarni að faðir hans, Benedikt Sveinsson, myndi birta yfirlýsingu vegna umsagnar sem hann hafði gefið að beiðni Hjalta þess sem „slæðst“ hefur inn í umræðu um uppreist æru í framhaldi af máli Roberts Downey, líkt og Davíð orðar það. „Margir þekkja vel til þess að Benedikt Sveinsson er bóngóður og artarlegur maður, ekki síst gagnvart þeim sem höllum fæti standa og hefur jafnan hljótt um það þegar hann greiðir götu slíks fólks,“ skrifar Davíð.
Uppreist æru Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira