Leiðrétta forsætisráðherra og segja enga niðurstöðu liggja fyrir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. september 2017 22:23 Bjarni Benediktsson segist hafa sínar upplýsingar frá Sjálfstæðismönnum í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. vísir/vilhelm „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekki lokið sinni umfjöllun um lög og framkvæmd uppreistar æru, það er bara þannig,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Hún segir að nefndin sé einungis búin að skoða mál Roberts Downey og að enn sé ekki komin niðurstaða í það mál.Á blaðamannafundi í Valhöll síðdegis í dag sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra: „Niðurstaða stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, eftir ítarlega athugun á málunum, var sú að það væri í sjálfu sér ekkert athugavert við það hvernig lög voru framkvæmd. Nefndin var ekki að taka til skoðunar þessi atriði sem ég var hérna að nefna áðan um það hvort menn hefðu fært lög til samræmis við nútímaviðhorf í samfélaginu en framkvæmdin sem slík stóðst skoðun Alþingis.“Svandís sagði á Facebooksíðu sinni að Bjarni hefði farið með rangt mál á blaðamannafundinum í dag.Vísir/ErnirSvandís Svavarsdóttir segir að þetta sé ekki sannleikanum samkvæmt: „Það er einfaldlega þannig að málið er enn þá til umfjöllunar í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Næsti fundur nefndarinnar er opinn fundur með Sigríði Á. Andersen þar sem við ætlum að fara yfir niðurstöðu úrskurðarnefndar upplýsingamála og þar ætlum við að krefja ráðherrann svara við því af hverju því beri ekki saman sem hún segir og úrskurðarnefndin.“ Í sama streng tekur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem segir að engin niðurstaða sé komin í málið. „Ég hjó strax eftir þessu,“ segir Lilja um málflutning Bjarna Benediktssonar og segir auk þess að þetta hafi komið sér á óvart.Lilja Alfreðsdóttir segir að málflutningur Bjarna hafi komið henni á óvart.Í samtali við Vísi segist Bjarni Benediktsson hafa fengið upplýsingar um málið frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Spurður út í það hvers vegna hann hafi sagt að niðurstaða lægi fyrir í málinu svarar Bjarni: „Ég hef það frá mínu fólki í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd að það hafi ekki komið fram neinar athugasemdir við það hvernig lögin hafa verið framkvæmd. Ég hef litið á það sem niðurstöðu.“ Bjarni segir auk þess: „Það kann vel að vera rétt hjá þér að það sé ekki komin einhver formleg niðurstaða en það er hins vegar rétt hjá mér að það er ekkert komið fram í meðferð þessa máls sem bendir til þess að það hafi eitthvað misjafnt farið fram í stjórnsýslunni í landinu.” Spurður að því hvers vegna hann hafi notast við orðið „málunum“ í fleirtölu þegar nefndin hafi einungis verið að fjalla um mál Roberts Downey svarar Bjarni: „Það eru fjölmörg atriði. Ég er að vísa til allra þeirra atriða sem eru tekin til skoðunar.“ Svandís Svavarsdóttir segir að rannsókn á máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar sé ekki hafin.Hvenær má vænta niðurstöðu nefndarinnar? „Næsti fundur nefndarinnar, miðað við óbreytt ástand, ætti að vera á þriðjudaginn kemur og ég geri ráð fyrir að sá fundur verði haldinn, miðað við nýjustu fréttir, undir nýrri forystu.” Svandís segir að lokum að það sé mikilvægt að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd axli sína ábyrgð á því að skila niðurstöðu sem sé ásættanleg fyrir málið sjálft, fyrir þolendur brotanna og samfélagið í heild. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundurinn í Valhöll klukkan 16:30 Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum. 15. september 2017 15:44 Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
„Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekki lokið sinni umfjöllun um lög og framkvæmd uppreistar æru, það er bara þannig,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Hún segir að nefndin sé einungis búin að skoða mál Roberts Downey og að enn sé ekki komin niðurstaða í það mál.Á blaðamannafundi í Valhöll síðdegis í dag sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra: „Niðurstaða stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, eftir ítarlega athugun á málunum, var sú að það væri í sjálfu sér ekkert athugavert við það hvernig lög voru framkvæmd. Nefndin var ekki að taka til skoðunar þessi atriði sem ég var hérna að nefna áðan um það hvort menn hefðu fært lög til samræmis við nútímaviðhorf í samfélaginu en framkvæmdin sem slík stóðst skoðun Alþingis.“Svandís sagði á Facebooksíðu sinni að Bjarni hefði farið með rangt mál á blaðamannafundinum í dag.Vísir/ErnirSvandís Svavarsdóttir segir að þetta sé ekki sannleikanum samkvæmt: „Það er einfaldlega þannig að málið er enn þá til umfjöllunar í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Næsti fundur nefndarinnar er opinn fundur með Sigríði Á. Andersen þar sem við ætlum að fara yfir niðurstöðu úrskurðarnefndar upplýsingamála og þar ætlum við að krefja ráðherrann svara við því af hverju því beri ekki saman sem hún segir og úrskurðarnefndin.“ Í sama streng tekur Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem segir að engin niðurstaða sé komin í málið. „Ég hjó strax eftir þessu,“ segir Lilja um málflutning Bjarna Benediktssonar og segir auk þess að þetta hafi komið sér á óvart.Lilja Alfreðsdóttir segir að málflutningur Bjarna hafi komið henni á óvart.Í samtali við Vísi segist Bjarni Benediktsson hafa fengið upplýsingar um málið frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Spurður út í það hvers vegna hann hafi sagt að niðurstaða lægi fyrir í málinu svarar Bjarni: „Ég hef það frá mínu fólki í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd að það hafi ekki komið fram neinar athugasemdir við það hvernig lögin hafa verið framkvæmd. Ég hef litið á það sem niðurstöðu.“ Bjarni segir auk þess: „Það kann vel að vera rétt hjá þér að það sé ekki komin einhver formleg niðurstaða en það er hins vegar rétt hjá mér að það er ekkert komið fram í meðferð þessa máls sem bendir til þess að það hafi eitthvað misjafnt farið fram í stjórnsýslunni í landinu.” Spurður að því hvers vegna hann hafi notast við orðið „málunum“ í fleirtölu þegar nefndin hafi einungis verið að fjalla um mál Roberts Downey svarar Bjarni: „Það eru fjölmörg atriði. Ég er að vísa til allra þeirra atriða sem eru tekin til skoðunar.“ Svandís Svavarsdóttir segir að rannsókn á máli Hjalta Sigurjóns Haukssonar sé ekki hafin.Hvenær má vænta niðurstöðu nefndarinnar? „Næsti fundur nefndarinnar, miðað við óbreytt ástand, ætti að vera á þriðjudaginn kemur og ég geri ráð fyrir að sá fundur verði haldinn, miðað við nýjustu fréttir, undir nýrri forystu.” Svandís segir að lokum að það sé mikilvægt að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd axli sína ábyrgð á því að skila niðurstöðu sem sé ásættanleg fyrir málið sjálft, fyrir þolendur brotanna og samfélagið í heild.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundurinn í Valhöll klukkan 16:30 Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum. 15. september 2017 15:44 Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundurinn í Valhöll klukkan 16:30 Fastlega má gera ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, taki til máls á fundinum. 15. september 2017 15:44
Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent