Viðreisn vill forsætisráðherra og dómsmálaráðherra burt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 17:52 Viðreisn telur að Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, sé ekki sætt í ríkisstjórn. vísir/ernir Ráðgjafaráð Viðreisnar ályktaði í dag um að hvorki Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, né Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, væri sætt á ráðherrastólum á meðan upplýst er að fullu um þann trúnaðarbrest sem orðinn er. Þá verði Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, að víkja sæti. „Vinnubrögð ráðherra Sjálfstæðisflokksins í málinu hafa ekki staðist þær kröfur sem Viðreisn gerir um vandaða starfshætti og gegnsæi. Upplýsa þarf að fullu um þá atburðarás sem leiddi til þess trúnaðarbrests sem orðinn er. Þá telur Viðreisn einsýnt að núverandi forsætisráðherra og dómsmálaráðherra geti ekki setið áfram á ráðherrastólum á meðan á rannsókn málsins stendur auk þess sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði að víkja sæti,“ segir í ályktun ráðgjafaráðsins sem samþykkti jafnframt að rjúfa þing og kjósa að nýju.Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.vísir/ernirÞorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, segir að ráðgjafaráðið hafa rætt að það væri algjörlega nauðsynlegt að það yrði upplýst að fullu „um þetta grafalvarlega mál,“ eins og hann orðaði það. „Það þarf að upplýsa um alla málsmeðhöndlun þar sem dæmdir kynferðisbrotamenn hafa fengið uppreist æru og alla þá upplýsingagjöf sem stjórnvöld hafa staðið að varðandi málið síðan áður en gengið yrði til kosninga. Það yrði gert eins fljótt og auðið er með því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi kalla eftir öllum nauðsynlegum upplýsingum um málið. Þá væri það alveg ljóst í okkar huga, hvernig svo sem stjórnarmynstur yrði fram að kosningum að við þær kringumstæður væri hvorki forsætisráðherra né dómsmálaráðherra sætt á meðan á slíkri rannsókn stæði,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir nálægð þeirra við málið of mikil og það sé algjörlega nauðsynlegt að upplýsa það að fullu. Aðspurður segir hann algjöran einhug hafa verið í ráðgjafaráðinu um ályktun þess. Þorsteinn segir að Viðreisn lítist ágætlega á að hafa kosningar í nóvember og að það ætti að gefa þinginu nægan tíma til að skoða málið ofan í kjölinn. Þá segir hann að flokkarnir þurfi núna að koma sér saman um það hvernig staðið verður að stjórn landsins fram að kosningum. „Þar erum við að sjálfsögðu reiðubúin til að axla okkar ábyrgð en við segjum líka skýrt að það verði að ljúka rannsókn þessa máls.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Blasti við að boða til kosninga Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. 15. september 2017 17:27 Björt varð leið að sjá algjöran skort á auðmýkt hjá Bjarna Orðin sem beindust að okkur varðandi rótleysi, þau tala fyrr sig sjálf, segir umhverfisráðherra. 15. september 2017 17:21 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Ráðgjafaráð Viðreisnar ályktaði í dag um að hvorki Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, né Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, væri sætt á ráðherrastólum á meðan upplýst er að fullu um þann trúnaðarbrest sem orðinn er. Þá verði Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, að víkja sæti. „Vinnubrögð ráðherra Sjálfstæðisflokksins í málinu hafa ekki staðist þær kröfur sem Viðreisn gerir um vandaða starfshætti og gegnsæi. Upplýsa þarf að fullu um þá atburðarás sem leiddi til þess trúnaðarbrests sem orðinn er. Þá telur Viðreisn einsýnt að núverandi forsætisráðherra og dómsmálaráðherra geti ekki setið áfram á ráðherrastólum á meðan á rannsókn málsins stendur auk þess sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði að víkja sæti,“ segir í ályktun ráðgjafaráðsins sem samþykkti jafnframt að rjúfa þing og kjósa að nýju.Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.vísir/ernirÞorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, segir að ráðgjafaráðið hafa rætt að það væri algjörlega nauðsynlegt að það yrði upplýst að fullu „um þetta grafalvarlega mál,“ eins og hann orðaði það. „Það þarf að upplýsa um alla málsmeðhöndlun þar sem dæmdir kynferðisbrotamenn hafa fengið uppreist æru og alla þá upplýsingagjöf sem stjórnvöld hafa staðið að varðandi málið síðan áður en gengið yrði til kosninga. Það yrði gert eins fljótt og auðið er með því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd myndi kalla eftir öllum nauðsynlegum upplýsingum um málið. Þá væri það alveg ljóst í okkar huga, hvernig svo sem stjórnarmynstur yrði fram að kosningum að við þær kringumstæður væri hvorki forsætisráðherra né dómsmálaráðherra sætt á meðan á slíkri rannsókn stæði,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir nálægð þeirra við málið of mikil og það sé algjörlega nauðsynlegt að upplýsa það að fullu. Aðspurður segir hann algjöran einhug hafa verið í ráðgjafaráðinu um ályktun þess. Þorsteinn segir að Viðreisn lítist ágætlega á að hafa kosningar í nóvember og að það ætti að gefa þinginu nægan tíma til að skoða málið ofan í kjölinn. Þá segir hann að flokkarnir þurfi núna að koma sér saman um það hvernig staðið verður að stjórn landsins fram að kosningum. „Þar erum við að sjálfsögðu reiðubúin til að axla okkar ábyrgð en við segjum líka skýrt að það verði að ljúka rannsókn þessa máls.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Blasti við að boða til kosninga Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. 15. september 2017 17:27 Björt varð leið að sjá algjöran skort á auðmýkt hjá Bjarna Orðin sem beindust að okkur varðandi rótleysi, þau tala fyrr sig sjálf, segir umhverfisráðherra. 15. september 2017 17:21 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Blasti við að boða til kosninga Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. 15. september 2017 17:27
Björt varð leið að sjá algjöran skort á auðmýkt hjá Bjarna Orðin sem beindust að okkur varðandi rótleysi, þau tala fyrr sig sjálf, segir umhverfisráðherra. 15. september 2017 17:21