Segir handahófskennd vinnubrögð Sigríðar siðferðilega ámælisverð Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2017 14:47 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. vísir/Vilhelm „Samkvæmt fréttaflutningi er dómsmálaráðherra tæplega samkvæm sjálfri sér,“ segir Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, um ákvörðun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Mánuði fyrr hafði ráðuneyti Sigríðar tilkynnt að það mæti það svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila. „Hún virðist brjóta þá meginreglu sem hún segist starfa eftir,“ segir Henry Alexander. „Slík ósamkvæmni er oft siðferðilega gagnrýnisverð. Hún taldi sig hins vegar vera að gera það rétta í stöðunni og við brjótum oft reglur þegar okkur finnst meiri siðferðilegir hagsmunir í húfi. Ég hef hins vegar ekki heyrt hvaða hagsmunir voru þarna í húfi aðrir en stjórnmálalegs eðlis,“ segir Henry Alexander.Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun.Vísir/ErnirHann veltir því upp hvort Sigríði hafi metið það svo að samráðherra hennar hafi átt rétt á að fá þessar upplýsingar, annað hvort á persónulegum forsendum eða sem nokkurs konar verkstjóri ríkisstjórnar. „Hver svo sem hugsunin var er niðurstaðan sú að þetta kemur fyrir sem handahófskennd vinnubrögð sem svo er ekki fylgt eftir með nægilega ábyrgum hætti þar sem tekið er tillit til eðli málsins." Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17 „Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
„Samkvæmt fréttaflutningi er dómsmálaráðherra tæplega samkvæm sjálfri sér,“ segir Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun, um ákvörðun Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra að segja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila á umsókn dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru.Mánuði fyrr hafði ráðuneyti Sigríðar tilkynnt að það mæti það svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila. „Hún virðist brjóta þá meginreglu sem hún segist starfa eftir,“ segir Henry Alexander. „Slík ósamkvæmni er oft siðferðilega gagnrýnisverð. Hún taldi sig hins vegar vera að gera það rétta í stöðunni og við brjótum oft reglur þegar okkur finnst meiri siðferðilegir hagsmunir í húfi. Ég hef hins vegar ekki heyrt hvaða hagsmunir voru þarna í húfi aðrir en stjórnmálalegs eðlis,“ segir Henry Alexander.Henry Alexander Henrysson, sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun.Vísir/ErnirHann veltir því upp hvort Sigríði hafi metið það svo að samráðherra hennar hafi átt rétt á að fá þessar upplýsingar, annað hvort á persónulegum forsendum eða sem nokkurs konar verkstjóri ríkisstjórnar. „Hver svo sem hugsunin var er niðurstaðan sú að þetta kemur fyrir sem handahófskennd vinnubrögð sem svo er ekki fylgt eftir með nægilega ábyrgum hætti þar sem tekið er tillit til eðli málsins." Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests. Í framhaldinu lýsti Viðreisn því yfir að loknum fundi sínum að réttast væri að boða til kosninga í ljósi stöðunnar sem væri komin upp. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísar til snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17 „Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55
Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Stjórnsýslufræðingi finnst líklegast í stöðunni að forsætisráðherra biðjist lausnar. 15. september 2017 10:17
„Menn hafa veitt honum þung högg en hann hefur aldrei riðað til falls“ Segir oft hafa verið sótt hart að formanni Sjálfstæðisflokksins en hafi staðið allar atlögur af sér. 15. september 2017 12:44