Síðustu tætlur af sjálfsvirðingu BF Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 13:23 Össur Skarphéðinsson er í miklu stuði og býður uppá gagnmerkar og snarpar stjórnmálaskýringar á Facebookvegg sínum. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður, segir að Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hafi óvænt fundið „síðustu tætlurnar af sjálfsvirðingu Bjartrar framtíðar.“ Össur hefur marga fjöruna sopið á hinum pólitíska vettvangi og fáir þekkja hina pólitísku refskák betur. Sviðið virðist reyndar ein rjúkandi rúst sem stendur. Össur, sem er sérlegur áhugamaður um Framsóknarflokkinn, sér ekki betur en að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður þess flokks, sé andstuttur að bjóða sig Sjálfstæðisflokknum.Andstuttur Sigurður Ingi „Um leið virðist Framsókn hafa tapað sínum. Eða hvernig á að skilja þau orð Framsóknar að flokkurinn gangi ekki inn í núverandi ríkisstjórn „án skilyrða“? - Þetta er erfitt að skilja öðru vísi en formaður Framsóknar sé andstuttur að bjóða Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn upp á hrossakaup til að blása lífsanda í líkið meðan það er enn á börunum. Skyldi Sigmundur Davíð vera sömu skoðunar?“ Reyndar kann þessi snarpa stjórnmálaskýring Össurar að vera eitthvað málum blandin, því Sigurður Ingi segir reyndar, í samtali við Heimi Má Pétursson, að Framsóknarflokkurinn sé ekki tilbúinn að stíga inn í þriggja flokka ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar.Sigríður Andersen mikill örlagavaldur Stefán Bogi Sveinsson, frammámaður í Framsóknarflokknum, bendir Össuri á þetta en Össur lætur ekki slá sig svo auðveldlega út af laginu. „Birgitta drottning pírata - og mín - skildi þetta hárréttum skilningi í hádegisfréttunum, Stefán minn Bogi. Hitt er rétt að ég er öðrum fremri í pólitískri tóvinnu, og tátla stundum hrosshárið til hliðar.“ Össur er í stuði og bætti nú við nýrri færslu nú rétt í þessu, þar sem hann segir að Sigríður Andersen hafi í raun brotið niður ríkisstjórnina: „Sigríður Andersen er örlagavaldur í íslenskum stjórnmálum og tókst það sem gervallri stjórnarandstöðu síðustu ára mistókst. Hún knésetti Sjálfstæðisflokkinn, felldi Bjarna og braut niður ríkisstjórnina.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismaður, segir að Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hafi óvænt fundið „síðustu tætlurnar af sjálfsvirðingu Bjartrar framtíðar.“ Össur hefur marga fjöruna sopið á hinum pólitíska vettvangi og fáir þekkja hina pólitísku refskák betur. Sviðið virðist reyndar ein rjúkandi rúst sem stendur. Össur, sem er sérlegur áhugamaður um Framsóknarflokkinn, sér ekki betur en að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður þess flokks, sé andstuttur að bjóða sig Sjálfstæðisflokknum.Andstuttur Sigurður Ingi „Um leið virðist Framsókn hafa tapað sínum. Eða hvernig á að skilja þau orð Framsóknar að flokkurinn gangi ekki inn í núverandi ríkisstjórn „án skilyrða“? - Þetta er erfitt að skilja öðru vísi en formaður Framsóknar sé andstuttur að bjóða Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn upp á hrossakaup til að blása lífsanda í líkið meðan það er enn á börunum. Skyldi Sigmundur Davíð vera sömu skoðunar?“ Reyndar kann þessi snarpa stjórnmálaskýring Össurar að vera eitthvað málum blandin, því Sigurður Ingi segir reyndar, í samtali við Heimi Má Pétursson, að Framsóknarflokkurinn sé ekki tilbúinn að stíga inn í þriggja flokka ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar.Sigríður Andersen mikill örlagavaldur Stefán Bogi Sveinsson, frammámaður í Framsóknarflokknum, bendir Össuri á þetta en Össur lætur ekki slá sig svo auðveldlega út af laginu. „Birgitta drottning pírata - og mín - skildi þetta hárréttum skilningi í hádegisfréttunum, Stefán minn Bogi. Hitt er rétt að ég er öðrum fremri í pólitískri tóvinnu, og tátla stundum hrosshárið til hliðar.“ Össur er í stuði og bætti nú við nýrri færslu nú rétt í þessu, þar sem hann segir að Sigríður Andersen hafi í raun brotið niður ríkisstjórnina: „Sigríður Andersen er örlagavaldur í íslenskum stjórnmálum og tókst það sem gervallri stjórnarandstöðu síðustu ára mistókst. Hún knésetti Sjálfstæðisflokkinn, felldi Bjarna og braut niður ríkisstjórnina.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira