Inga Sæland er klár í slaginn Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 10:18 Bjarni horfir á forsætisráðuneytið renna sér úr greipum og nú er horft til arftaka. Inga Sæland hlýtur að teljast með þeim sem koma til álita sem forsætisráðherra eftir næstu kosningar. „Þetta er ótrúleg staða sem komin er upp. Ég fylgist spennt með gangi mála. Eins og við öll. Öll þjóðin stendur á öndinni, ekki bara Inga. En, við getum ekki gert neitt annað en spáð í spilin. En, við höfum engar forsendur til að sjá nákvæmlega hvað verður. En hugurinn segir mér að kosið verði fyrr en seinna. Og erum klár í þann slag,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Flokkur fólksins á ekki fulltrúa á Alþingi, en samkvæmt síðustu skoðanakönnunum myndi Inga og hennar fólk fljúga inn. Það gæti orðið fyrr en seinna. Staðan eftir síðustu alþingiskosningar var flókin, eins og sýndi sig í því hversu erfitt reyndist að skrúfa saman nýja stjórn. Sú staða er orðin að einni bendu eftir að Björt framtíð sagði sig frá stjórnarsamstarfi og í yfirlýsingu Viðreisnar í nótt er hvatt til þess að boðað verði til kosninga.Skorast ekki undan ábyrgð Þessi flókna staða, þar sem samstarf milli þeirra flokka sem á þingi eru virðist ómögulegt, þýðir einfaldlega það að Inga og Flokkur fólksins gæti hæglega verið í oddastöðu eftir næstu alþingiskosningar. Ingu nánast bregður við þegar blaðamaður Vísis spyr hana hreint út hvort hún sé tilbúin að leiða næstu ríkisstjórn. Er henni þó sjaldnast orða vant. Segir að það sé fráleitt að slá slíku upp. „Fáránlegt að segja þetta. Galið. En, Inga skorast aldrei undan neinu sem henni er treyst til að gera. Ég mun takast á við hvaða verkefni sem óskað er af mér,“ segir hún og ekki á henni að heyra að henni vaxi í augum að taka að sér að forsætisráðuneytið.Inga fer í landsmálin „Nú er spurningin hvað verður. Eðli máls samkvæmt býst maður við að Bjarni biðjist lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina. En við sjáum hvað setur. Þetta eru óvissutímar. Maður veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. En Flokkur fólksins er tilbúinn að takast á við allar áskoranir. Og eðlilegast að halda kosningar sem allra fyrst.“ Inga, sem hefur verið önnum kafin við að undirbúa komandi sveitarstjórnarkosningar, segir að nú þurfi að forgangsraða. „Ég mun þá ekki fara fram í borginni, ætlaði að millilenda þar, ef til alþingiskosninga kemur, þá leiði ég flokkinn á þeim vettvangi.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
„Þetta er ótrúleg staða sem komin er upp. Ég fylgist spennt með gangi mála. Eins og við öll. Öll þjóðin stendur á öndinni, ekki bara Inga. En, við getum ekki gert neitt annað en spáð í spilin. En, við höfum engar forsendur til að sjá nákvæmlega hvað verður. En hugurinn segir mér að kosið verði fyrr en seinna. Og erum klár í þann slag,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Flokkur fólksins á ekki fulltrúa á Alþingi, en samkvæmt síðustu skoðanakönnunum myndi Inga og hennar fólk fljúga inn. Það gæti orðið fyrr en seinna. Staðan eftir síðustu alþingiskosningar var flókin, eins og sýndi sig í því hversu erfitt reyndist að skrúfa saman nýja stjórn. Sú staða er orðin að einni bendu eftir að Björt framtíð sagði sig frá stjórnarsamstarfi og í yfirlýsingu Viðreisnar í nótt er hvatt til þess að boðað verði til kosninga.Skorast ekki undan ábyrgð Þessi flókna staða, þar sem samstarf milli þeirra flokka sem á þingi eru virðist ómögulegt, þýðir einfaldlega það að Inga og Flokkur fólksins gæti hæglega verið í oddastöðu eftir næstu alþingiskosningar. Ingu nánast bregður við þegar blaðamaður Vísis spyr hana hreint út hvort hún sé tilbúin að leiða næstu ríkisstjórn. Er henni þó sjaldnast orða vant. Segir að það sé fráleitt að slá slíku upp. „Fáránlegt að segja þetta. Galið. En, Inga skorast aldrei undan neinu sem henni er treyst til að gera. Ég mun takast á við hvaða verkefni sem óskað er af mér,“ segir hún og ekki á henni að heyra að henni vaxi í augum að taka að sér að forsætisráðuneytið.Inga fer í landsmálin „Nú er spurningin hvað verður. Eðli máls samkvæmt býst maður við að Bjarni biðjist lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina. En við sjáum hvað setur. Þetta eru óvissutímar. Maður veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. En Flokkur fólksins er tilbúinn að takast á við allar áskoranir. Og eðlilegast að halda kosningar sem allra fyrst.“ Inga, sem hefur verið önnum kafin við að undirbúa komandi sveitarstjórnarkosningar, segir að nú þurfi að forgangsraða. „Ég mun þá ekki fara fram í borginni, ætlaði að millilenda þar, ef til alþingiskosninga kemur, þá leiði ég flokkinn á þeim vettvangi.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?