Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. september 2017 07:00 Af ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudaginn. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta er hreinn og klár trúnaðarbrestur, milli þingflokks Bjartrar framtíðar annars vegar og forsætis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. „Eins og allir vita hafa þessi lög um uppreist æru verið í deiglunni undanfarið og engan skal undra. Þau eru algjörlega úrelt og það er mikill vilji innan okkar raða að breyta þeim. En svo núna, þegar ljóst er að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins leyndu þessum upplýsingum frá okkur, samráðherrum þeirra og ríkisstjórninni, í tvo mánuði, þá er ljóst að upp er kominn alvarlegur trúnaðarbrestur,“ segir Björt og vísar þar til þess að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hafi verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra, líkt og Vísir greindi frá í gær.Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Aðspurð segist Björt ekki ætla að tjá sig um hvort ráðherrunum tveimur sé sætt í embætti. „En okkur, ráðherrum Bjartrar framtíðar, þykir okkur ekki sætt í þeirra ríkisstjórn. Það er komið í ljós að dómsmálaráðherra ákveður að deila upplýsingum með forsætisráðherra, sem ég get ekki séð að sé lögum samkvæmt – hún verður að svara fyrir það, af hverju hún gerði það og af hverju, á sama tíma, ráðuneytið hennar vildi ekki láta álíka gögn af hendi til annarra þótt eftir þeim væri óskað. Hún þarf að svara því hvort þessi vitneskja hennar um föður forsætisráðherrans hafi haft áhrif á þá ákvörðun hennar að vilja ekki láta gögnin af hendi. Hún hefur að minnsta kosti ekki treyst okkur í Bjartri framtíð fyrir því og þess vegna er ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara. Þess vegna ákváðum við að slíta samstarfinu.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson né Sigríði Á. Andersen við gerð fréttarinnar.
„Þetta er hreinn og klár trúnaðarbrestur, milli þingflokks Bjartrar framtíðar annars vegar og forsætis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. „Eins og allir vita hafa þessi lög um uppreist æru verið í deiglunni undanfarið og engan skal undra. Þau eru algjörlega úrelt og það er mikill vilji innan okkar raða að breyta þeim. En svo núna, þegar ljóst er að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins leyndu þessum upplýsingum frá okkur, samráðherrum þeirra og ríkisstjórninni, í tvo mánuði, þá er ljóst að upp er kominn alvarlegur trúnaðarbrestur,“ segir Björt og vísar þar til þess að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hafi verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra, líkt og Vísir greindi frá í gær.Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Aðspurð segist Björt ekki ætla að tjá sig um hvort ráðherrunum tveimur sé sætt í embætti. „En okkur, ráðherrum Bjartrar framtíðar, þykir okkur ekki sætt í þeirra ríkisstjórn. Það er komið í ljós að dómsmálaráðherra ákveður að deila upplýsingum með forsætisráðherra, sem ég get ekki séð að sé lögum samkvæmt – hún verður að svara fyrir það, af hverju hún gerði það og af hverju, á sama tíma, ráðuneytið hennar vildi ekki láta álíka gögn af hendi til annarra þótt eftir þeim væri óskað. Hún þarf að svara því hvort þessi vitneskja hennar um föður forsætisráðherrans hafi haft áhrif á þá ákvörðun hennar að vilja ekki láta gögnin af hendi. Hún hefur að minnsta kosti ekki treyst okkur í Bjartri framtíð fyrir því og þess vegna er ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara. Þess vegna ákváðum við að slíta samstarfinu.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson né Sigríði Á. Andersen við gerð fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Leyndin fram á síðustu stundu fór fyrir brjóstið á Óttarri Proppé og öðrum meðlimum Bjartrar framtíðar. 15. september 2017 06:35 Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Leyndin fram á síðustu stundu fór fyrir brjóstið á Óttarri Proppé og öðrum meðlimum Bjartrar framtíðar. 15. september 2017 06:35
Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06