Bjarni fékk að vita það í lok júlí að faðir hans væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2017 18:48 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fékk að vita af því í lok júlí að faðir hans Benedikt Sveinsson hefði verið á meðal þeirra sem vottuðu fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan barnaníðing, þegar honum var veitt uppreist æru í september á síðasta ári. Þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar við Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún sagði að embættismenn ráðuneytisins hefðu greint henni frá því í lok júlí að faðir Bjarna væri á meðal umsagnaraðila Hjalta. Hún hefði talið rétt að láta forsætisráðherra vita af því. Aðspurð hvernig hann brást við sagði Sigríður: „Hann kom algjörlega af fjöllum. Auðvitað finnst okkur öllum þetta þungbært [...] en ég ætla ekki að fara að tjá mig fyrir hönd forsætisráðherra.“Segir Hjalta hafa mætt með bréfið tilbúið til undirritunarVísir greindi frá því í dag að Benedikt, faðir Bjarna, hefði verið á meðal umsagnaraðila Hjalta en hann fékk uppreist æru í fyrra eins og áður segir. Árið 2004 var Hjalti dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Benedikt vildi ekkert ræða málið þegar Vísir hafði samband við hann í morgun. Hann sagðist mögulega ætla að senda frá sér yfirlýsingu sem hann svo gerði á fimmta tímanum eftir að Vísir hafði greint frá því að hann væri á meðal umsagnaraðila. Í yfirlýsingunni segir hann að Hjalti hafi mætt með bréf til sín í fyrra, tilbúið til undirritunar, sem Benedikt skrifaði undir. „Hjalti Sigurjón Hauksson var um tíma tengdur kunningjafólki okkar hjóna frá skólaárum. Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjárhagsmála eða í tengslum við atvinnuleit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okkar,“ segir Benedikt. Samkvæmt heimildum Vísis gerir dómsmálaráðuneytið almennt engar athuganir á því hvort meðmælabréf, sem skilað er við umsókn um uppreist æru, hafi í raun og veru verið skrifuð af þeim sem skrifa undir bréfin. Auk Benedikts veittu þeir Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson Hjalta umsögn vegna umsóknar hans um uppreist æru. Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, fékk að vita af því í lok júlí að faðir hans Benedikt Sveinsson hefði verið á meðal þeirra sem vottuðu fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan barnaníðing, þegar honum var veitt uppreist æru í september á síðasta ári. Þetta kom fram í viðtali Heimis Más Péturssonar við Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún sagði að embættismenn ráðuneytisins hefðu greint henni frá því í lok júlí að faðir Bjarna væri á meðal umsagnaraðila Hjalta. Hún hefði talið rétt að láta forsætisráðherra vita af því. Aðspurð hvernig hann brást við sagði Sigríður: „Hann kom algjörlega af fjöllum. Auðvitað finnst okkur öllum þetta þungbært [...] en ég ætla ekki að fara að tjá mig fyrir hönd forsætisráðherra.“Segir Hjalta hafa mætt með bréfið tilbúið til undirritunarVísir greindi frá því í dag að Benedikt, faðir Bjarna, hefði verið á meðal umsagnaraðila Hjalta en hann fékk uppreist æru í fyrra eins og áður segir. Árið 2004 var Hjalti dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Benedikt vildi ekkert ræða málið þegar Vísir hafði samband við hann í morgun. Hann sagðist mögulega ætla að senda frá sér yfirlýsingu sem hann svo gerði á fimmta tímanum eftir að Vísir hafði greint frá því að hann væri á meðal umsagnaraðila. Í yfirlýsingunni segir hann að Hjalti hafi mætt með bréf til sín í fyrra, tilbúið til undirritunar, sem Benedikt skrifaði undir. „Hjalti Sigurjón Hauksson var um tíma tengdur kunningjafólki okkar hjóna frá skólaárum. Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjárhagsmála eða í tengslum við atvinnuleit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okkar,“ segir Benedikt. Samkvæmt heimildum Vísis gerir dómsmálaráðuneytið almennt engar athuganir á því hvort meðmælabréf, sem skilað er við umsókn um uppreist æru, hafi í raun og veru verið skrifuð af þeim sem skrifa undir bréfin. Auk Benedikts veittu þeir Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson Hjalta umsögn vegna umsóknar hans um uppreist æru.
Uppreist æru Tengdar fréttir Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45 Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34 Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira
Mæltu með Hjalta Sigurjóni eins og Benedikt Sveinsson Haraldur Þór Teitsson og Sveinn Eyjólfur Matthíasson, yfirmenn hjá hópbílafyrirtækjum, veittu Hjalta Sigurjóni Haukssyni, dæmdum kynferðisbrotamanni og bílstjóra, meðmæli um uppreist æru. 14. september 2017 17:45
Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni: Sér eftir því að hafa skrifað undir hjá Hjalta Benedikt Sveinsson segist ekki hafa verið að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. 14. september 2017 16:34
Faðir forsætisráðherra ábyrgðist Hjalta Sigurjón Benedikt Sveinsson skrifaði upp á umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. 14. september 2017 15:45