Ungir jafnaðarmenn mótmæltu á þingpöllunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2017 22:29 Ungir jafnaðarmenn héldu á borða með skilaboðunum "Virðið barnasáttmálann.“ Hér er Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, í pontu á Alþingi í kvöld. vísir/ernir Ungir jafnaðarmenn mótmæltu á pöllum Alþingis þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Þeir héldu á borða með skilaboðunum „Virðið barnasáttmálann.“ Í tilkynningu sem þeir sendu frá sér í kvöld vísa Ungir jafnaðarmenn í mál þeirra Haniye og Mary en þær eru ungar stúlkur á flótta sem vísa á úr landi. Foreldrar þeirra hafa sótt um hæli hér á landi en umsóknunum verið synjað af stjórnvöldum. „Mál stúlknanna tveggja eru langt frá því að vera einsdæmi. Þau draga hins vegar fram á mjög skýran hátt hversu ómannúðleg stefna stjórnvalda í málefnum hælisleitenda er. Stjórnvöld hafa margbrotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna við afgreiðslu hælisumsókna og Umboðsmaður barna hefur lýst áhyggjum af því að staða barna sem leita hér alþjóðlegrar verndar sé veik,“ segir í tilkynningu Ungra jafnaðarmanna sem benda jafnframt á að aldrei í sögunni hafi fleiri börn verið á flótta en einmitt nú. „Það er með öllu óásættanlegt að íslensk stjórnvöld beri fyrir sig valkvæða heimild í Dyflinnarreglugerðinni og vísi börnum, sem hingað leita skjóls og verndar, aftur út í óvissu og öryggisleysi. Það er siðferðisleg skylda okkar að taka utan um börn á flótta og veita þeim skjól.“ Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15 Lögfræðingur feðginanna segir auðvelt að brjóta gegn réttindum barna Claudie Ashonie Wilson lögmaður Abrahims og Haniye Maleki telur að það hefði verið brot á jafnræðisreglu ef Útlendingastofnun hefði ekki samþykkt beiðni Ríkislögreglustjóra í dag. 12. september 2017 23:45 Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn mótmæltu á pöllum Alþingis þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Þeir héldu á borða með skilaboðunum „Virðið barnasáttmálann.“ Í tilkynningu sem þeir sendu frá sér í kvöld vísa Ungir jafnaðarmenn í mál þeirra Haniye og Mary en þær eru ungar stúlkur á flótta sem vísa á úr landi. Foreldrar þeirra hafa sótt um hæli hér á landi en umsóknunum verið synjað af stjórnvöldum. „Mál stúlknanna tveggja eru langt frá því að vera einsdæmi. Þau draga hins vegar fram á mjög skýran hátt hversu ómannúðleg stefna stjórnvalda í málefnum hælisleitenda er. Stjórnvöld hafa margbrotið gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna við afgreiðslu hælisumsókna og Umboðsmaður barna hefur lýst áhyggjum af því að staða barna sem leita hér alþjóðlegrar verndar sé veik,“ segir í tilkynningu Ungra jafnaðarmanna sem benda jafnframt á að aldrei í sögunni hafi fleiri börn verið á flótta en einmitt nú. „Það er með öllu óásættanlegt að íslensk stjórnvöld beri fyrir sig valkvæða heimild í Dyflinnarreglugerðinni og vísi börnum, sem hingað leita skjóls og verndar, aftur út í óvissu og öryggisleysi. Það er siðferðisleg skylda okkar að taka utan um börn á flótta og veita þeim skjól.“
Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15 Lögfræðingur feðginanna segir auðvelt að brjóta gegn réttindum barna Claudie Ashonie Wilson lögmaður Abrahims og Haniye Maleki telur að það hefði verið brot á jafnræðisreglu ef Útlendingastofnun hefði ekki samþykkt beiðni Ríkislögreglustjóra í dag. 12. september 2017 23:45 Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15
Lögfræðingur feðginanna segir auðvelt að brjóta gegn réttindum barna Claudie Ashonie Wilson lögmaður Abrahims og Haniye Maleki telur að það hefði verið brot á jafnræðisreglu ef Útlendingastofnun hefði ekki samþykkt beiðni Ríkislögreglustjóra í dag. 12. september 2017 23:45
Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00