Auka við hjálparstarf í Karíbahafi eftir að hafa sætt gagnrýni fyrir að gera ekki nóg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2017 23:40 Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, ræðir við litla stúlku á eyjunni Sankti Martin í Karíbahafi. vísir/getty Leiðtogar Evrópuríkjanna sem ráða yfir fjölda eyja í Karíbahafi sem urðu illa úti í fellibylnum Irmu eru nú á leið til eyjanna eða eru þegar komnir. Þeir heita að auka við hjálparstarf á eyjunum en það loforð kemur í kjölfarið á gagnrýni sem þeir hafa sætt fyrir að bregðast seint og illa við náttúruhamförunum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kom á svæðið í dag og heimsækir frönsku eyjarnar í Karíbahafi en á eyjunum Sankti Barts og Sankti Martin týndu alls tíu manns lífi í fellibylnum. Macron sagði að verulega yrði bætt í hjálparstarf og björgunaraðgerðir. Fellibylurinn Irma væri fordæmalaus og þá hefði annar fellibylur, Jose, sem kom strax í kjölfarið, hamlað hjálparstarfi. Macron hét því að sveigja reglur og verkferla ef þess þyrfti til þess að byggja eyjarnar upp á ný. Bresk yfirvöld hafa jafnframt verið gagnrýnd vegna viðbragða sinna við Irmu en alls létust níu manns á breskum yfirráðasvæðum í Karíbahafinu. Von er á Boris Johnson, utanríkisráðherra, á svæðið síðar í vikunni. Þá hefur hollenski konungurinn, Willem Alexander, heimsótt hollensk yfirráðasvæði í dag. „Ég hef séð afleiðingar stríðsátaka og náttúruhamfara áður en ég hef aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Það er sama hvert litið er, eyðileggingin blasir alls staðar við,“ sagði hollenski konungurinn við blaðamenn í dag. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Milljónir flúðu áður en Irma skall á Fjórða stigs fellibylur skall á Flórída í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa farið yfir Karíbahaf. Íbúi í Tampa segir við Fréttablaðið að fólk sitji fast því ekki sé hægt að fá bensín í ríkinu. 11. september 2017 06:00 Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta. 7. september 2017 12:49 Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Leiðtogar Evrópuríkjanna sem ráða yfir fjölda eyja í Karíbahafi sem urðu illa úti í fellibylnum Irmu eru nú á leið til eyjanna eða eru þegar komnir. Þeir heita að auka við hjálparstarf á eyjunum en það loforð kemur í kjölfarið á gagnrýni sem þeir hafa sætt fyrir að bregðast seint og illa við náttúruhamförunum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kom á svæðið í dag og heimsækir frönsku eyjarnar í Karíbahafi en á eyjunum Sankti Barts og Sankti Martin týndu alls tíu manns lífi í fellibylnum. Macron sagði að verulega yrði bætt í hjálparstarf og björgunaraðgerðir. Fellibylurinn Irma væri fordæmalaus og þá hefði annar fellibylur, Jose, sem kom strax í kjölfarið, hamlað hjálparstarfi. Macron hét því að sveigja reglur og verkferla ef þess þyrfti til þess að byggja eyjarnar upp á ný. Bresk yfirvöld hafa jafnframt verið gagnrýnd vegna viðbragða sinna við Irmu en alls létust níu manns á breskum yfirráðasvæðum í Karíbahafinu. Von er á Boris Johnson, utanríkisráðherra, á svæðið síðar í vikunni. Þá hefur hollenski konungurinn, Willem Alexander, heimsótt hollensk yfirráðasvæði í dag. „Ég hef séð afleiðingar stríðsátaka og náttúruhamfara áður en ég hef aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Það er sama hvert litið er, eyðileggingin blasir alls staðar við,“ sagði hollenski konungurinn við blaðamenn í dag.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Milljónir flúðu áður en Irma skall á Fjórða stigs fellibylur skall á Flórída í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa farið yfir Karíbahaf. Íbúi í Tampa segir við Fréttablaðið að fólk sitji fast því ekki sé hægt að fá bensín í ríkinu. 11. september 2017 06:00 Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta. 7. september 2017 12:49 Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Milljónir flúðu áður en Irma skall á Fjórða stigs fellibylur skall á Flórída í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa farið yfir Karíbahaf. Íbúi í Tampa segir við Fréttablaðið að fólk sitji fast því ekki sé hægt að fá bensín í ríkinu. 11. september 2017 06:00
Þessar eyjur hafa orðið á vegi fellibylsins Irmu Fellibylurinn hefur valið mikilli eyðileggingu og þegar kostað tíu mannslíf hið minnsta. 7. september 2017 12:49
Hvíta húsið tekur orsakir loftslagsbreytinga ekki alvarlega Ráðamenn vestanhafs þráskallast enn við að trúa vísindamönnum sem vara þá við að hnattræn hlýnun geti gefið fellibyljum aukinn kraft. 12. september 2017 17:00