iPhone X mun þekkja andlit eiganda síns Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. september 2017 21:19 Phil Schiller markaðsstjóri Apple kynnti iPhone X á viðburðinum í dag. Getty images Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti nýjustu vörur sínar á sérstökum viðburði í dag. Auk þess að kynna iPhone 8 og iPhone 8+ kynnti Apple sérstaka afmælisútgáfu af símanum vinsæla sem fékk nafnið iPhone X. iPhone X mun þekkja andlit eiganda síns svo fólk getur látið símann skanna andlit sitt í stað þess að nota fingrafaraskanna eða lykilorð. Það er enginn heimahnappur á iPhone X en hann var fjarlægður til þess að skjárinn væri stærri en hann er 5,8 tommur. Skjárinn nær yfir alla framhlið símans og auglýsir Apple þennan síma með setningunni „Segðu halló við framtíðina.“ Phil Schiller markaðsstóri Apple kynnti þessa einstöku viðhafnarútgáfu af iPhone á viðburðinum í dag en ódýrasta útgáfan af símanum mun kosta í Bandaríkjunum 999 dali, sem eru 106.573 íslenskar krónur á gengi dagsins í dag. Síminn kemur í verslanir vestanhafs þann 3. nóvember en boðið verður upp á forpantanir.iPhone 8 verður með heimahnappi.Getty imagesHægt verður að hlaða iPhone X og iPhone 8 þráðlaust. Apple kynnti einnig þriðju kynslóðina af Apple úrunum en Tim Cook sagði það vinsælasta úrið í heiminum. Nýja úrið er vatnshelt og við hönnun þess var lögð enn meiri áhersla á heilsu og hreyfingu. Vörurnar voru kynntar í glænýrri byggingu Apple, Steve Jobs Theater, en viðburðurinn hófst á myndbandi þar sem rödd Steve Jobs var spiluð í bakgrunninum. „Við hugsum til hans á hverjum degi,“ sagði Cook í sínu erindi á viðburðinum í dag. Tengdar fréttir Í beinni: Apple kynnir iPhone X Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjar vörur frá bandaríska tæknirisanum á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum Apple. 12. september 2017 17:15 Nafni nýja iPhone símans lekið Gæti nýjasta útgáfa iPhone heitið iPhone X? Kynning á nýjum símum tæknirisans verður í beinni á þriðjudaginn. 10. september 2017 14:30 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti nýjustu vörur sínar á sérstökum viðburði í dag. Auk þess að kynna iPhone 8 og iPhone 8+ kynnti Apple sérstaka afmælisútgáfu af símanum vinsæla sem fékk nafnið iPhone X. iPhone X mun þekkja andlit eiganda síns svo fólk getur látið símann skanna andlit sitt í stað þess að nota fingrafaraskanna eða lykilorð. Það er enginn heimahnappur á iPhone X en hann var fjarlægður til þess að skjárinn væri stærri en hann er 5,8 tommur. Skjárinn nær yfir alla framhlið símans og auglýsir Apple þennan síma með setningunni „Segðu halló við framtíðina.“ Phil Schiller markaðsstóri Apple kynnti þessa einstöku viðhafnarútgáfu af iPhone á viðburðinum í dag en ódýrasta útgáfan af símanum mun kosta í Bandaríkjunum 999 dali, sem eru 106.573 íslenskar krónur á gengi dagsins í dag. Síminn kemur í verslanir vestanhafs þann 3. nóvember en boðið verður upp á forpantanir.iPhone 8 verður með heimahnappi.Getty imagesHægt verður að hlaða iPhone X og iPhone 8 þráðlaust. Apple kynnti einnig þriðju kynslóðina af Apple úrunum en Tim Cook sagði það vinsælasta úrið í heiminum. Nýja úrið er vatnshelt og við hönnun þess var lögð enn meiri áhersla á heilsu og hreyfingu. Vörurnar voru kynntar í glænýrri byggingu Apple, Steve Jobs Theater, en viðburðurinn hófst á myndbandi þar sem rödd Steve Jobs var spiluð í bakgrunninum. „Við hugsum til hans á hverjum degi,“ sagði Cook í sínu erindi á viðburðinum í dag.
Tengdar fréttir Í beinni: Apple kynnir iPhone X Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjar vörur frá bandaríska tæknirisanum á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum Apple. 12. september 2017 17:15 Nafni nýja iPhone símans lekið Gæti nýjasta útgáfa iPhone heitið iPhone X? Kynning á nýjum símum tæknirisans verður í beinni á þriðjudaginn. 10. september 2017 14:30 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Í beinni: Apple kynnir iPhone X Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna nýjar vörur frá bandaríska tæknirisanum á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum Apple. 12. september 2017 17:15
Nafni nýja iPhone símans lekið Gæti nýjasta útgáfa iPhone heitið iPhone X? Kynning á nýjum símum tæknirisans verður í beinni á þriðjudaginn. 10. september 2017 14:30