Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Sveinn Arnarsson skrifar 12. september 2017 06:00 Talið er að Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hafi dregið sér fé frá frá byrjun. Mynd/Víkurfréttir Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, er talinn hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu.Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltúi United Silicon.vísir/stefánMagnús er einnig sakaður um að hafa haldið áfram svikum eftir að hann hætti í stjórn United Silicon og haft samband við Tenova eftir að hann var hættur afskiptum af rekstri kísilversins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á málið að hafa undið upp á sig við endurskipulagningu og ósk United Silicon um greiðslustöðvun. Í þeirri vinnu hafi komið upp úr kafinu að hugmyndir fyrirtækisins um skuldir við búnaðarframleiðandann Tenova á Ítalíu reyndust fjarri sannleikanum. Töldu forsvarsmenn United Silicon skuldina við fyrirtækið mun hærri en hún í raun var. Á þessum tímapunkti vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu í reikningshaldi fyrirtækisins. Einnig hefur Fréttablaðið það eftir heimildum að haganlega hafi verið að verkinu staðið. Reikningarnir hafi verið afar vel gerðir. Fjármagnið hafi ratað á bankareikninga fyrirtækja erlendis og nú sé verið að rekja þær slóðir. Reikningarnir séu margir og mikill metnaður lagður í hin meintu sviki. „Magnús er grunaður um að hafa svikið og dregið sér verulegar fjárhæðir í tengslum við samninga félagsins. Upphæðirnar virðast vera yfir hálfan milljarð íslenskra króna,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi og talsmaður United Silicon.Auðunn Helgason.„Samkvæmt þeim gögnum og athugunum sem fyrirtækið hefur farið í kemur ekkert annað fram en að aðeins einn maður hafi verið viðriðinn þetta og vitað af því hvernig í pottinn var búið,“ bætir Karen við. Auðun Helgason, fyrrverandi stjórnarmaður í United Silicon og starfandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins á þeim tíma sem framkvæmdir við verksmiðjuna hófust vorið 2014, kvaðst ekki hafa kynnt sér málið þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Ég hef ekki átt aðkomu að rekstrinum síðan ég gekk úr stjórn í lok janúar og er ekkert inni í málefnum United Silicon. Ég hef ekki heyrt í Magnúsi síðan í maí eða júní en það er mjög sorglegt ef málið er komið í þennan farveg, en ég get ekki tjáð mig um þetta,“ sagði Auðun. Ekki hefur náðst í Magnús Garðarsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins. Hann er staddur erlendis og hafa hvorki lögregluyfirvöld né forsvarsmenn fyrirtækisins náð tali af Magnúsi. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38 Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, er talinn hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu.Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltúi United Silicon.vísir/stefánMagnús er einnig sakaður um að hafa haldið áfram svikum eftir að hann hætti í stjórn United Silicon og haft samband við Tenova eftir að hann var hættur afskiptum af rekstri kísilversins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á málið að hafa undið upp á sig við endurskipulagningu og ósk United Silicon um greiðslustöðvun. Í þeirri vinnu hafi komið upp úr kafinu að hugmyndir fyrirtækisins um skuldir við búnaðarframleiðandann Tenova á Ítalíu reyndust fjarri sannleikanum. Töldu forsvarsmenn United Silicon skuldina við fyrirtækið mun hærri en hún í raun var. Á þessum tímapunkti vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu í reikningshaldi fyrirtækisins. Einnig hefur Fréttablaðið það eftir heimildum að haganlega hafi verið að verkinu staðið. Reikningarnir hafi verið afar vel gerðir. Fjármagnið hafi ratað á bankareikninga fyrirtækja erlendis og nú sé verið að rekja þær slóðir. Reikningarnir séu margir og mikill metnaður lagður í hin meintu sviki. „Magnús er grunaður um að hafa svikið og dregið sér verulegar fjárhæðir í tengslum við samninga félagsins. Upphæðirnar virðast vera yfir hálfan milljarð íslenskra króna,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi og talsmaður United Silicon.Auðunn Helgason.„Samkvæmt þeim gögnum og athugunum sem fyrirtækið hefur farið í kemur ekkert annað fram en að aðeins einn maður hafi verið viðriðinn þetta og vitað af því hvernig í pottinn var búið,“ bætir Karen við. Auðun Helgason, fyrrverandi stjórnarmaður í United Silicon og starfandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins á þeim tíma sem framkvæmdir við verksmiðjuna hófust vorið 2014, kvaðst ekki hafa kynnt sér málið þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Ég hef ekki átt aðkomu að rekstrinum síðan ég gekk úr stjórn í lok janúar og er ekkert inni í málefnum United Silicon. Ég hef ekki heyrt í Magnúsi síðan í maí eða júní en það er mjög sorglegt ef málið er komið í þennan farveg, en ég get ekki tjáð mig um þetta,“ sagði Auðun. Ekki hefur náðst í Magnús Garðarsson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins. Hann er staddur erlendis og hafa hvorki lögregluyfirvöld né forsvarsmenn fyrirtækisins náð tali af Magnúsi.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38 Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Grunur um refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon Stjórn United Silicon hefur sent kæru til héraðssaksóknara vegna gruns refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. 11. september 2017 14:38
Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45