Allt í járnum á kjördegi í Noregi Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2017 10:59 Erna Solberg forsætisráðherra greiddi atkvæði í Bergen í morgun. Vísir/AFP Norðmenn flykkjast nú á kjörstaði til að greiða atkvæði í þingkosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til að mjótt sé á munum milli fylkinga hægri- og vinstriflokka. Kjörstaðir loka klukkan 21 að staðartíma, eða 19 að íslenskum tíma, en þeir voru einnig opnir í gær víða um land. Útgönguspár verða birtar um leið og kjörstaðir loka en vera kann að endanleg úrslit kunni að dragast þar sem mjótt verði á munum. Flokksformenn munu mætast í sjónvarpssal í beinni útsendingu á miðnætti líkt og hefð er fyrir á kjördag í Noregi. Ný skoðanakönnun sýnir að Erna Solberg, forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins, njóti meiri stuðnings en Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, til að gegna forsætisráðherraembættinu. Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn hafa starfað saman í ríkisstjórn síðustu fjögur árin með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins og Venstre. Fimm smáflokkar berjast nú fyrir því að tryggja sér nægilega mikið fylgi til að ná mönnum á þing og er ljóst að fylgi þeirra muni hafa mikil áhrif á stjórnarmyndun. Þess er beðið með nokkurri eftirvæntingu hvort að Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokksins, muni mögulega opna á að starfa með Verkamannaflokknum en hann hefur verið gagnrýninn á stefnu Framfaraflokksins í innflytjendamálum. Solberg heimsótti síðasta heimilið í kosningabaráttunni í Fana í Bergen í gærkvöldi, en áætlað er að samflokksmenn forsætisráðherrans hafi bankað upp á á um 800 þúsund norskum heimilum í kosningabaráttunni. Solberg hefur sagst hafa meiri trú á persónulegum heimsóknum en sms-sendingum. Í kosningabaráttunni hefur mikið verið rætt um atvinnumál, framtíð olíuiðnaðarins og innflytjendamál. Könnun Ipsos, sem birt var í lok síðustu viku í Dagbladet, sýnir að 53 prósent aðspurðra telji að Solberg sé best til þess fallin að skipa embætti forsætisráðherra. 42 prósent sögðust telja Støre best til þess fallinn. Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Mjótt á mununum í Noregi Ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Framfaraflokksins undir forystu Ernu Solberg forsætisráðherra og með stuðningi Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins heldur samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem TV2 birti um helgina. 11. september 2017 10:00 Verkamannaflokkurinn mælist enn með mest fylgi í Noregi Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre mælist stærstur í aðdraganda norsku þingkosninganna, með 28,1 prósents fylgi. Þetta er niðurstaða könnunar sem TNS gerði fyrir TV2 og birtist í gær. Íhaldsflokkur forsætisráðherrans Ernu Solberg mælist með 23,4 prósenta stuðning. 8. september 2017 06:00 Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. 29. ágúst 2017 13:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Norðmenn flykkjast nú á kjörstaði til að greiða atkvæði í þingkosningum sem fram fara í dag. Skoðanakannanir benda til að mjótt sé á munum milli fylkinga hægri- og vinstriflokka. Kjörstaðir loka klukkan 21 að staðartíma, eða 19 að íslenskum tíma, en þeir voru einnig opnir í gær víða um land. Útgönguspár verða birtar um leið og kjörstaðir loka en vera kann að endanleg úrslit kunni að dragast þar sem mjótt verði á munum. Flokksformenn munu mætast í sjónvarpssal í beinni útsendingu á miðnætti líkt og hefð er fyrir á kjördag í Noregi. Ný skoðanakönnun sýnir að Erna Solberg, forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins, njóti meiri stuðnings en Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, til að gegna forsætisráðherraembættinu. Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn hafa starfað saman í ríkisstjórn síðustu fjögur árin með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins og Venstre. Fimm smáflokkar berjast nú fyrir því að tryggja sér nægilega mikið fylgi til að ná mönnum á þing og er ljóst að fylgi þeirra muni hafa mikil áhrif á stjórnarmyndun. Þess er beðið með nokkurri eftirvæntingu hvort að Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokksins, muni mögulega opna á að starfa með Verkamannaflokknum en hann hefur verið gagnrýninn á stefnu Framfaraflokksins í innflytjendamálum. Solberg heimsótti síðasta heimilið í kosningabaráttunni í Fana í Bergen í gærkvöldi, en áætlað er að samflokksmenn forsætisráðherrans hafi bankað upp á á um 800 þúsund norskum heimilum í kosningabaráttunni. Solberg hefur sagst hafa meiri trú á persónulegum heimsóknum en sms-sendingum. Í kosningabaráttunni hefur mikið verið rætt um atvinnumál, framtíð olíuiðnaðarins og innflytjendamál. Könnun Ipsos, sem birt var í lok síðustu viku í Dagbladet, sýnir að 53 prósent aðspurðra telji að Solberg sé best til þess fallin að skipa embætti forsætisráðherra. 42 prósent sögðust telja Støre best til þess fallinn.
Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Mjótt á mununum í Noregi Ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Framfaraflokksins undir forystu Ernu Solberg forsætisráðherra og með stuðningi Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins heldur samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem TV2 birti um helgina. 11. september 2017 10:00 Verkamannaflokkurinn mælist enn með mest fylgi í Noregi Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre mælist stærstur í aðdraganda norsku þingkosninganna, með 28,1 prósents fylgi. Þetta er niðurstaða könnunar sem TNS gerði fyrir TV2 og birtist í gær. Íhaldsflokkur forsætisráðherrans Ernu Solberg mælist með 23,4 prósenta stuðning. 8. september 2017 06:00 Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. 29. ágúst 2017 13:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Mjótt á mununum í Noregi Ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Framfaraflokksins undir forystu Ernu Solberg forsætisráðherra og með stuðningi Kristilegra demókrata og Frjálslynda flokksins heldur samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem TV2 birti um helgina. 11. september 2017 10:00
Verkamannaflokkurinn mælist enn með mest fylgi í Noregi Verkamannaflokkurinn undir forystu Jonas Gahr Støre mælist stærstur í aðdraganda norsku þingkosninganna, með 28,1 prósents fylgi. Þetta er niðurstaða könnunar sem TNS gerði fyrir TV2 og birtist í gær. Íhaldsflokkur forsætisráðherrans Ernu Solberg mælist með 23,4 prósenta stuðning. 8. september 2017 06:00
Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. 29. ágúst 2017 13:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna