Irma stefnir upp vesturströndina: „Við héldum að við værum örugg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2017 12:00 Íbúar í Tampa hafa streymt í neyðarskýli. Vísir/afp Fellibylurinn Irma nálgast Flórída-skaga óðfluga og er nú farinn að lemja á eyjum undan suðurodda skagans. Irma stefnir á vesturstönd skagans og kom það embættismönnum þar í opna skjöldu. Gert hafði verið ráð fyrir að Irma myndi spæna upp miðjan skagann en í nótt tók fellibylurinn stefnuna að vesturströnd skagans. Reiknað er þvi með að fjölmennar stórborgir á borð við Miami muni því ekki finna fyrir Irmu af fullum þunga.Sjá einnig:Bein útsending - Irma skellur á FlórídaÞað mun þó milljónaborgin Tampa gera og embættismenn í nærliggjandi sýslum höfðu ekki búist við að fá Irmu beint í fangið, eins og nú er útlit fyrir. „Við héldum að við værum örugg,“ sagði talskona Collier-sýslu á vesturströnd Flórída, í samtali við New York Times.Model forecast wind gusts are consistent w/Category 4 hurricane up entire Florida peninsula ... NWS forecasts have been nearly same.#Irma pic.twitter.com/JI0mroXcGR— Ryan Maue (@RyanMaue) September 9, 2017 Þegar því var spáð á fimmtudaginn að Irma gæti mögulega spænt upp vesturströndina reyndu yfirvöld á vesturströndinni að bregðast fljótt við og voru skýli og neyðaráætlanir útbúnar í flýti.Seint í gærkvöldi voru öll skýli full. Gert er ráð fyrir rúmlega 45 m/s vindhviðum og allt að 50 sentímetra rigningu á næstu dögum. Þá eru stórir hlutar Flórída við sjávarmál og óttast er að sjór muni ná langt inn á land. Sjávarmál gæti í raun hækkað um allt að fimm metra.Yfirvöld í Flórída hafa gefið það út að of seint sé að flýja Irmu. Íbúum í Collier-sýslu sem búa í tveggja hæða húsum eða meira og höfðu ekki flúið, var sagt að færa sig á efri hæðirnar. Útlit er fyrir að tjón af völdum Irmu verði gríðarlegt en reiknað er með að Irma muni skella á skaganum síðdegis í dag eða í kvöld. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30 Eindregið varað við því að skjóta á Irmu Lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída hefur gefið út viðvörun þess efnis að skotvopn muni ekki hefta för Irmu. Stórhættulegt sé að skjóta á fellibylinn. 10. september 2017 09:27 Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Kraftur Irmu hefur valdið því að sjórinn hefur sogast frá ströndum Bahama-eyja. Veðurfræðingur Washington Post segir þetta vera sjaldbæft veðurfyrirbæri. 10. september 2017 10:15 Á flótta undan storminum Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. 9. september 2017 19:47 Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Fellibylurinn Irma nálgast Flórída-skaga óðfluga og er nú farinn að lemja á eyjum undan suðurodda skagans. Irma stefnir á vesturstönd skagans og kom það embættismönnum þar í opna skjöldu. Gert hafði verið ráð fyrir að Irma myndi spæna upp miðjan skagann en í nótt tók fellibylurinn stefnuna að vesturströnd skagans. Reiknað er þvi með að fjölmennar stórborgir á borð við Miami muni því ekki finna fyrir Irmu af fullum þunga.Sjá einnig:Bein útsending - Irma skellur á FlórídaÞað mun þó milljónaborgin Tampa gera og embættismenn í nærliggjandi sýslum höfðu ekki búist við að fá Irmu beint í fangið, eins og nú er útlit fyrir. „Við héldum að við værum örugg,“ sagði talskona Collier-sýslu á vesturströnd Flórída, í samtali við New York Times.Model forecast wind gusts are consistent w/Category 4 hurricane up entire Florida peninsula ... NWS forecasts have been nearly same.#Irma pic.twitter.com/JI0mroXcGR— Ryan Maue (@RyanMaue) September 9, 2017 Þegar því var spáð á fimmtudaginn að Irma gæti mögulega spænt upp vesturströndina reyndu yfirvöld á vesturströndinni að bregðast fljótt við og voru skýli og neyðaráætlanir útbúnar í flýti.Seint í gærkvöldi voru öll skýli full. Gert er ráð fyrir rúmlega 45 m/s vindhviðum og allt að 50 sentímetra rigningu á næstu dögum. Þá eru stórir hlutar Flórída við sjávarmál og óttast er að sjór muni ná langt inn á land. Sjávarmál gæti í raun hækkað um allt að fimm metra.Yfirvöld í Flórída hafa gefið það út að of seint sé að flýja Irmu. Íbúum í Collier-sýslu sem búa í tveggja hæða húsum eða meira og höfðu ekki flúið, var sagt að færa sig á efri hæðirnar. Útlit er fyrir að tjón af völdum Irmu verði gríðarlegt en reiknað er með að Irma muni skella á skaganum síðdegis í dag eða í kvöld.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30 Eindregið varað við því að skjóta á Irmu Lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída hefur gefið út viðvörun þess efnis að skotvopn muni ekki hefta för Irmu. Stórhættulegt sé að skjóta á fellibylinn. 10. september 2017 09:27 Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Kraftur Irmu hefur valdið því að sjórinn hefur sogast frá ströndum Bahama-eyja. Veðurfræðingur Washington Post segir þetta vera sjaldbæft veðurfyrirbæri. 10. september 2017 10:15 Á flótta undan storminum Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. 9. september 2017 19:47 Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30
Eindregið varað við því að skjóta á Irmu Lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída hefur gefið út viðvörun þess efnis að skotvopn muni ekki hefta för Irmu. Stórhættulegt sé að skjóta á fellibylinn. 10. september 2017 09:27
Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Kraftur Irmu hefur valdið því að sjórinn hefur sogast frá ströndum Bahama-eyja. Veðurfræðingur Washington Post segir þetta vera sjaldbæft veðurfyrirbæri. 10. september 2017 10:15
Á flótta undan storminum Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. 9. september 2017 19:47
Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22