Sviptingar á framboðslistum flokks í lífróðri Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. september 2017 06:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, rær nú lífróður með Samfylkinguna. Vísir/Vilhelm Samfylkingin berst nú fyrir lífi sínu en ljóst er að róður flokksins þyngist verulega nái hann ekki vopnum sínum í komandi kosningum. „Við misstum alltof margt Samfylkingarfólk til annarra flokka í síðustu kosningum. Ég vil að þau komi aftur heim og við munum breyta því sem þarf til þess að svo verði,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Útlit er fyrir að framboðslistar Samfylkingarinnar taki algerum stakkaskiptum frá síðustu kosningum. Helga Vala Helgadóttir lögmaður hefur afgerandi stuðning til forystu í Reykjavík samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þá er talið öruggt að Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður, muni leiða lista við hlið Helgu Völu í Reykjavík.Kristinn H Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.Framboðslistar fyrir Reykjavík munu liggja fyrir að loknu kjördæmisþingi á morgun. Í Kraganum er ekkert augljóst oddvitaefni en Árni Páll Árnason og Margrét Gauja Magnúsdóttir gefa ekki kost á sér. Nafn Margrétar Tryggvadóttur er oft nefnt en hún skipaði 5. sæti á listanum fyrir síðustu kosningar og var færð niður um tvö sæti vegna formreglna prófkjörsins. Uppstillingarnefnd raðar á lista í kjördæminu og verða listar kynntir og samþykktir á kjördæmisþingi 3. október í næstu viku. Athygli vakti í vikunni að Katrín Júlíusdóttir sagði sig úr uppstillingarnefndinni í kjölfar gagnrýni á setu hennar þar vegna starfs hennar sem framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Þá gæti tíðinda verið að vænta úr Norðvesturkjördæmi en kosið verður í efstu fjögur sæti á framboðslista flokksins á kjördæmisþingi á sunnudaginn. Samkvæmt heimildum blaðsins stóð til að uppstillingarnefnd raðaði svo til óbreyttum lista en vegna mótmæla á flokksráðsfundi í síðustu viku var fallið frá því og ákveðið að kjördæmisþing kysi í forystusæti listans. Auk Guðjóns Brjánssonar, þingmanns kjördæmisins, hefur Sigurður Orri Kristjánsson lýst yfir framboði. Fleiri eru nefndir fyrir vestan. „Ég er genginn í flokkinn og hef sagt að ég sé reiðubúinn að starfa í honum og gefa kost á mér til trúnaðarstarfa,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður. Hann vildi þó ekki tjá sig um framboð á kjördæmisþinginu, en tekið verður við framboðum á fundinum sjálfum áður en kosning í efstu sætin fer fram. Sigursteinn Másson gefur kost á sér í 2. sætið í Norðvesturkjördæmi. Vísir/GVAÞrír um 2. sæti á lista VG í KraganumKosið verður um efstu sætin á lista VG í Kraganum en stillt verður upp á lista flokksins í öðrum kjördæmum. Ástæðan er mótframboð Sigursteins Mássonar og Ingvars Arnarssonar gegn Ólafi Þór Gunnarsssyni í 2. sætið. Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur hins vegar sterka stöðu í 1. sæti. Flokkurinn kýs varaformann 7. október. Óli Halldórsson, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, og Edward H. Huijbens, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri, hafa gefið kost á sér í embættið. Báðir eru þeir í Norðausturkjördæmi þar sem Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir eru fyrir á fleti og því óljóst hvort nýr varaformaður leiði lista fyrir flokkinn.Páll Valur BjörnssonMargir vilja Pál ValMargir flokkar bera nú víurnar í Pál Val Björnsson, fyrrverandi þingmann, sem sagði sig úr Bjartri framtíð fyrir nokkru. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Píratar, VG og Samfylkingin rennt hýru auga til hans. Páll valur segist vel geta hugsað sér að sitja annað kjörtímabil á Alþingi og segir mikið hafa verið skorað á hann. Bæði fólk sem starfar með börnum og stjórnmálamenn. „Ég er félagshyggju- og jafnaðarmaður í hjarta mínu og myndi hugsa málið alvarlega ef óskað yrði eftir mér í framlínuna aftur.“ Lilja Alfreðsdóttir.Framsókn fyllir skörðinFramsóknarmenn eru í óðaönn að fylla skörð þingmanna sem horfið hafa á braut, ýmist sest í helgan stein eða flogið á vit annarra framboða. „Ég get ekki nefnt nein nöfn að svo stöddu,“ segir Ágúst Bjarni Garðarsson, miðlægur kosningastjóri flokksins, en lætur í það skína að stórra tíðinda megi vænta af frambjóðendum í Reykjavík á næstu dögum. Lilja Alfreðsdóttir er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður en oddvitasætið norðanmegin er laust. „Ég er fullviss um að ný nöfn hér í Reykjavík eiga eftir að koma mörgum á óvart þegar þau verða kynnt á næstu dögum,“ segir Ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Samfylkingin berst nú fyrir lífi sínu en ljóst er að róður flokksins þyngist verulega nái hann ekki vopnum sínum í komandi kosningum. „Við misstum alltof margt Samfylkingarfólk til annarra flokka í síðustu kosningum. Ég vil að þau komi aftur heim og við munum breyta því sem þarf til þess að svo verði,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Útlit er fyrir að framboðslistar Samfylkingarinnar taki algerum stakkaskiptum frá síðustu kosningum. Helga Vala Helgadóttir lögmaður hefur afgerandi stuðning til forystu í Reykjavík samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þá er talið öruggt að Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður, muni leiða lista við hlið Helgu Völu í Reykjavík.Kristinn H Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.Framboðslistar fyrir Reykjavík munu liggja fyrir að loknu kjördæmisþingi á morgun. Í Kraganum er ekkert augljóst oddvitaefni en Árni Páll Árnason og Margrét Gauja Magnúsdóttir gefa ekki kost á sér. Nafn Margrétar Tryggvadóttur er oft nefnt en hún skipaði 5. sæti á listanum fyrir síðustu kosningar og var færð niður um tvö sæti vegna formreglna prófkjörsins. Uppstillingarnefnd raðar á lista í kjördæminu og verða listar kynntir og samþykktir á kjördæmisþingi 3. október í næstu viku. Athygli vakti í vikunni að Katrín Júlíusdóttir sagði sig úr uppstillingarnefndinni í kjölfar gagnrýni á setu hennar þar vegna starfs hennar sem framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Þá gæti tíðinda verið að vænta úr Norðvesturkjördæmi en kosið verður í efstu fjögur sæti á framboðslista flokksins á kjördæmisþingi á sunnudaginn. Samkvæmt heimildum blaðsins stóð til að uppstillingarnefnd raðaði svo til óbreyttum lista en vegna mótmæla á flokksráðsfundi í síðustu viku var fallið frá því og ákveðið að kjördæmisþing kysi í forystusæti listans. Auk Guðjóns Brjánssonar, þingmanns kjördæmisins, hefur Sigurður Orri Kristjánsson lýst yfir framboði. Fleiri eru nefndir fyrir vestan. „Ég er genginn í flokkinn og hef sagt að ég sé reiðubúinn að starfa í honum og gefa kost á mér til trúnaðarstarfa,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður. Hann vildi þó ekki tjá sig um framboð á kjördæmisþinginu, en tekið verður við framboðum á fundinum sjálfum áður en kosning í efstu sætin fer fram. Sigursteinn Másson gefur kost á sér í 2. sætið í Norðvesturkjördæmi. Vísir/GVAÞrír um 2. sæti á lista VG í KraganumKosið verður um efstu sætin á lista VG í Kraganum en stillt verður upp á lista flokksins í öðrum kjördæmum. Ástæðan er mótframboð Sigursteins Mássonar og Ingvars Arnarssonar gegn Ólafi Þór Gunnarsssyni í 2. sætið. Rósa Björk Brynjólfsdóttir hefur hins vegar sterka stöðu í 1. sæti. Flokkurinn kýs varaformann 7. október. Óli Halldórsson, bæjarfulltrúi í Norðurþingi, og Edward H. Huijbens, sérfræðingur við Háskólann á Akureyri, hafa gefið kost á sér í embættið. Báðir eru þeir í Norðausturkjördæmi þar sem Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir eru fyrir á fleti og því óljóst hvort nýr varaformaður leiði lista fyrir flokkinn.Páll Valur BjörnssonMargir vilja Pál ValMargir flokkar bera nú víurnar í Pál Val Björnsson, fyrrverandi þingmann, sem sagði sig úr Bjartri framtíð fyrir nokkru. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Píratar, VG og Samfylkingin rennt hýru auga til hans. Páll valur segist vel geta hugsað sér að sitja annað kjörtímabil á Alþingi og segir mikið hafa verið skorað á hann. Bæði fólk sem starfar með börnum og stjórnmálamenn. „Ég er félagshyggju- og jafnaðarmaður í hjarta mínu og myndi hugsa málið alvarlega ef óskað yrði eftir mér í framlínuna aftur.“ Lilja Alfreðsdóttir.Framsókn fyllir skörðinFramsóknarmenn eru í óðaönn að fylla skörð þingmanna sem horfið hafa á braut, ýmist sest í helgan stein eða flogið á vit annarra framboða. „Ég get ekki nefnt nein nöfn að svo stöddu,“ segir Ágúst Bjarni Garðarsson, miðlægur kosningastjóri flokksins, en lætur í það skína að stórra tíðinda megi vænta af frambjóðendum í Reykjavík á næstu dögum. Lilja Alfreðsdóttir er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður en oddvitasætið norðanmegin er laust. „Ég er fullviss um að ný nöfn hér í Reykjavík eiga eftir að koma mörgum á óvart þegar þau verða kynnt á næstu dögum,“ segir Ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?