Sigmundur viss um að aðrir vilji samstarf Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. september 2017 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er viss um að formenn annarra flokka verði tilbúnir í stjórnarmyndunarviðræður við sig. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forvígismaður hins nýja Miðflokks, segist engar áhyggjur hafa af því að formenn annarra flokka muni ekki vilja mynda ríkisstjórn með flokknum eftir kosningar. „Ég er vanur að fara inn í stjórnarmyndunarviðræður sem umdeildur maður. Ég var umdeildur 2009 og menn farnir að reyna að setja mig út á kant en þeim mun umdeildari var ég 2013 þegar allt var á öðrum endanum í pólitíkinni og menn töluðu um að ég væri alveg sér á parti og erfitt væri að mynda ríkisstjórn með mér,“ svarar Sigmundur. „En raunin varð auðvitað sú eftir kosningar að þá komu menn í röðum til þess að útskýra hvers vegna þeir vildu vera með mér í ríkisstjórn. Þannig gengur þetta nú yfirleitt fyrir sig. En menn verða yfirleitt mjög praktískir strax eftir kosningar.“ Sigmundur hyggst beita sér sérstaklega fyrir lýðræðisumbótum og umbótum á fjármálakerfinu. Aðspurður hvort hann telji sig njóta nægilegs trausts til að bæta fjármálakerfið segist hann fyrir löngu búinn að gera hreint fyrir sínum dyrum og betur en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður. „Ég er búinn að sanna það og þetta Wintrismál hefur sannað að ég hef alltaf haft heildarhagsmuni almennings að leiðarljósi og jafnvel verið tilbúinn að fórna hagsmunum eigin fjölskyldu og annarra til þess að tryggja almannahagsmuni á Íslandi í þessum stóru málum. Svoleiðis að ég held það sé engin ástæða til annars en ætla að stór hluti fólks muni vilja sjá mig vinna áfram að þessum helstu málum,“ segir hann. „Ég hafði nú ekki gert ráð fyrir að fara úr Norðausturkjördæmi þar sem fólk hefur reynst mér einstaklega vel,“ segir Sigmundur um eigið framboð. „Hins vegar eru margir að hvetja mig til að koma hingað suður á höfuðborgarsvæðið.“ Framsóknarmenn í Reykjavík funduðu í gærkvöld. Í Samfylkingunni er margir nýir frambjóðendur sem gefa sig fram. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 „Ég verð alltaf umdeildur“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðtogi Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir róttækar aðgerðir á ýmsum sviðum samfélagsins og muni hafa aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hafi haft eftir að hann lét af formennsku. 28. september 2017 20:11 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forvígismaður hins nýja Miðflokks, segist engar áhyggjur hafa af því að formenn annarra flokka muni ekki vilja mynda ríkisstjórn með flokknum eftir kosningar. „Ég er vanur að fara inn í stjórnarmyndunarviðræður sem umdeildur maður. Ég var umdeildur 2009 og menn farnir að reyna að setja mig út á kant en þeim mun umdeildari var ég 2013 þegar allt var á öðrum endanum í pólitíkinni og menn töluðu um að ég væri alveg sér á parti og erfitt væri að mynda ríkisstjórn með mér,“ svarar Sigmundur. „En raunin varð auðvitað sú eftir kosningar að þá komu menn í röðum til þess að útskýra hvers vegna þeir vildu vera með mér í ríkisstjórn. Þannig gengur þetta nú yfirleitt fyrir sig. En menn verða yfirleitt mjög praktískir strax eftir kosningar.“ Sigmundur hyggst beita sér sérstaklega fyrir lýðræðisumbótum og umbótum á fjármálakerfinu. Aðspurður hvort hann telji sig njóta nægilegs trausts til að bæta fjármálakerfið segist hann fyrir löngu búinn að gera hreint fyrir sínum dyrum og betur en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður. „Ég er búinn að sanna það og þetta Wintrismál hefur sannað að ég hef alltaf haft heildarhagsmuni almennings að leiðarljósi og jafnvel verið tilbúinn að fórna hagsmunum eigin fjölskyldu og annarra til þess að tryggja almannahagsmuni á Íslandi í þessum stóru málum. Svoleiðis að ég held það sé engin ástæða til annars en ætla að stór hluti fólks muni vilja sjá mig vinna áfram að þessum helstu málum,“ segir hann. „Ég hafði nú ekki gert ráð fyrir að fara úr Norðausturkjördæmi þar sem fólk hefur reynst mér einstaklega vel,“ segir Sigmundur um eigið framboð. „Hins vegar eru margir að hvetja mig til að koma hingað suður á höfuðborgarsvæðið.“ Framsóknarmenn í Reykjavík funduðu í gærkvöld. Í Samfylkingunni er margir nýir frambjóðendur sem gefa sig fram.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 „Ég verð alltaf umdeildur“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðtogi Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir róttækar aðgerðir á ýmsum sviðum samfélagsins og muni hafa aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hafi haft eftir að hann lét af formennsku. 28. september 2017 20:11 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
„Ég verð alltaf umdeildur“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðtogi Miðflokksins segir flokkinn standa fyrir róttækar aðgerðir á ýmsum sviðum samfélagsins og muni hafa aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hafi haft eftir að hann lét af formennsku. 28. september 2017 20:11
Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent