Herða eftirlit með lyfseðilsskyldum lyfjum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2017 20:00 Lyfjastofnun hyggst herða eftirlit með ávísunum lyfseðilsskyldra lyfja vegna aukinnar misnotkunar á þeim. Forstjóri Lyfjastofnunar segir dauðsföllum af völdum lyfjaeitrunar hafa fjölgað undanfarin misseri og að núverandi eftirlit nægi ekki. Lyfjamisnotkun hefur aukist mjög hér á landi, þrátt fyrir að dregið hafi úr henni á öðrum Norðurlöndum. Heilbrigðisyfirvöld hafa reynt að grípa inn í og aukið eftirlit – meðal annars með því að setja á fót sérstakan lyfjagagnagrunn sem á að koma í veg fyrir svokallað læknaráp. Lyfjastofnun hefur nú boðað aðgerðir vegna málsins, en um er að ræða takmörkun á heimild til ávísunar eftirritunarskyldra lyfja sem á að taka gildi fyrsta nóvember næstkomandi. Almennt verður horft til þrjátíu daga magns en í þeim tilvikum þar sem skammtar lyfs eru breytilegir verður tekin ákvörðun á forsendum hvers lyfs fyrir sig. Verkefninu verður skipt upp í áfanga og nær í fyrstu til ávanabindandi lyfja á borð við concerta, fentanýl, morfín, oxýkódon og tramadol. „Það hefur verið umræða um fjölgun dauðsfalla vegna lyfjaeitrana og það eru ákveðin lyf sem eru tilgreind þar, og eru meðal annars þau lyf sem við erum að horfa til,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvanndal, forstjóri Lyfjastofnunar. „Þetta mun hafa áhrif bæði á sjúklinga og lækna. Fólk fær minna afgreitt og þarf hugsanlega að fara oftar til lækna og læknar þurfa að ávísa, en við höfum óskað eftir athugasemdum og umsögnum um þessar aðgerðir, við erum ekki að fara í þetta bara einhliða,“ segir Rúna, en umsagnarfrestur er til 30. september næstkomandi. Rúna segir að eftirlit með lyfjaávísunum og lyfjanotkun sé almennt öflugt – en að það dugi þó ekki, enda sýni nýlegar tölur fram á aukningu á misnotkun lyfja hér á landi, á sama tíma og dregið hefur úr misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja í öðrum Norðurlöndum. Hún segir að þrátt fyrir að lyfjagagnagrunnurinn hafi gefið góða raun, þurfi að gera betur. „Við teljum að það dugi að einhverju leyti til, en við höfum umsjón með afgreiðslu lyfja og hvað má ávísa miklu. Þeir [landlæknisembættið] skoða ávísunarvenjur lækna og það er mjög mikilvægt að öll heilbrigðisyfirvöld sem koma að þessu taki höndum saman. Við höfum kynnt þetta fyrir landlækni, gerðum það í byrjun mánaðarins á sameiginlegum fundi. Þeir eru meðvitaðir um þessar aðgerðir og þeir eru með sínar aðgerðir og sitt eftirlit, en þetta verður allt að styðja hvert annað,“ segir hún. Rúna bendir sömuleiðis á að auka þurfi fræðslu, með lyfjanotkun og lyfjaskilum, og bendir á að hægt sé að skila gömlum lyfjum í apótek til eyðingar, líkt og sjá má á vefnum Lyfjaskil.is. Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Lyfjastofnun hyggst herða eftirlit með ávísunum lyfseðilsskyldra lyfja vegna aukinnar misnotkunar á þeim. Forstjóri Lyfjastofnunar segir dauðsföllum af völdum lyfjaeitrunar hafa fjölgað undanfarin misseri og að núverandi eftirlit nægi ekki. Lyfjamisnotkun hefur aukist mjög hér á landi, þrátt fyrir að dregið hafi úr henni á öðrum Norðurlöndum. Heilbrigðisyfirvöld hafa reynt að grípa inn í og aukið eftirlit – meðal annars með því að setja á fót sérstakan lyfjagagnagrunn sem á að koma í veg fyrir svokallað læknaráp. Lyfjastofnun hefur nú boðað aðgerðir vegna málsins, en um er að ræða takmörkun á heimild til ávísunar eftirritunarskyldra lyfja sem á að taka gildi fyrsta nóvember næstkomandi. Almennt verður horft til þrjátíu daga magns en í þeim tilvikum þar sem skammtar lyfs eru breytilegir verður tekin ákvörðun á forsendum hvers lyfs fyrir sig. Verkefninu verður skipt upp í áfanga og nær í fyrstu til ávanabindandi lyfja á borð við concerta, fentanýl, morfín, oxýkódon og tramadol. „Það hefur verið umræða um fjölgun dauðsfalla vegna lyfjaeitrana og það eru ákveðin lyf sem eru tilgreind þar, og eru meðal annars þau lyf sem við erum að horfa til,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvanndal, forstjóri Lyfjastofnunar. „Þetta mun hafa áhrif bæði á sjúklinga og lækna. Fólk fær minna afgreitt og þarf hugsanlega að fara oftar til lækna og læknar þurfa að ávísa, en við höfum óskað eftir athugasemdum og umsögnum um þessar aðgerðir, við erum ekki að fara í þetta bara einhliða,“ segir Rúna, en umsagnarfrestur er til 30. september næstkomandi. Rúna segir að eftirlit með lyfjaávísunum og lyfjanotkun sé almennt öflugt – en að það dugi þó ekki, enda sýni nýlegar tölur fram á aukningu á misnotkun lyfja hér á landi, á sama tíma og dregið hefur úr misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja í öðrum Norðurlöndum. Hún segir að þrátt fyrir að lyfjagagnagrunnurinn hafi gefið góða raun, þurfi að gera betur. „Við teljum að það dugi að einhverju leyti til, en við höfum umsjón með afgreiðslu lyfja og hvað má ávísa miklu. Þeir [landlæknisembættið] skoða ávísunarvenjur lækna og það er mjög mikilvægt að öll heilbrigðisyfirvöld sem koma að þessu taki höndum saman. Við höfum kynnt þetta fyrir landlækni, gerðum það í byrjun mánaðarins á sameiginlegum fundi. Þeir eru meðvitaðir um þessar aðgerðir og þeir eru með sínar aðgerðir og sitt eftirlit, en þetta verður allt að styðja hvert annað,“ segir hún. Rúna bendir sömuleiðis á að auka þurfi fræðslu, með lyfjanotkun og lyfjaskilum, og bendir á að hægt sé að skila gömlum lyfjum í apótek til eyðingar, líkt og sjá má á vefnum Lyfjaskil.is.
Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira