Willum: Unnum ekki nógu marga fótboltaleiki til að enda ofar Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2017 19:15 Lið KR í Pepsi-deild karla í fótbolta þarf að víkja fyrir Framsóknarflokknum. Willum Þór Þórsson, þjálfari liðsins, ætlar í framboð fyrir flokkinn í næstu Alþingiskosningum og lætur því af störfum sem þjálfari KR. Willum tók við liði KR-inga síðasta sumar en hann rétti þar skútuna af og endaði í þriðja sæti. KR er nú þegar búið að missa af Evrópusæti á þessu tímabili en það er sem stendur í fjórða sæti þegar ein umferð er eftir. „Það verður eitthvað undan að láta í þessu. Þetta var erfið ákvörðun en nú er ég búinn að taka hana og þá hendi ég mér í slaginn í Pólitíkinni. Pólitíkin togaði ekki meira en boltinn. Þetta er bara ákvörðun sem maður tekur með fjölskyldunni,“ segir Willum Þór. Willum viðurkennir að hann sé ekki sáttur með uppskeru sumarsins en liðið vann ekki bikar og verður ekki í Evrópukeppni á næsta ári en það gerðist síðast fyrir áratug. „Ég er ekkert sáttur. Niðurstaðan er samt einfaldlega þannig að við unnum ekki nógu marga fótboltaleiki til að enda ofar. Metnaðurinn í Vesturbænum er þannig að þetta mun bara efla okkur til frekari dáða í framhaldinu,“ sagði Willum. „Ég er sáttur með margt en það er ýmislegt sem þarf að vinna vel í. Það var svolítil deyfð yfir þessu. Það voru fáir áhorfendur og deyfð yfir mörgum leikjum. Ég held að það hafi haft mikil áhrif, ekki bara á gengi okkar KR-inga heldur bara fótboltann fyir höfuð. Mér finnst fótboltinn samt alltaf að verða betri og því langar mér að sjá áhugann aukast í takt við það,“ sagði Willum Þór Þórsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór vill leiða framsóknarmenn í SV-kjördæmi Fyrrverandi þingmaður flokksins greindi samherjum sínum frá ákvörðun sinni í morgun. 27. september 2017 11:46 Willum hættir með KR og stefnir á að komast aftur á Alþingi Willum Þór Þórsson býður sig fram í 1. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkinn. Willum hættir því sem þjálfari KR í Pepsi-deild karla eftir tímabilið. 27. september 2017 12:42 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Lið KR í Pepsi-deild karla í fótbolta þarf að víkja fyrir Framsóknarflokknum. Willum Þór Þórsson, þjálfari liðsins, ætlar í framboð fyrir flokkinn í næstu Alþingiskosningum og lætur því af störfum sem þjálfari KR. Willum tók við liði KR-inga síðasta sumar en hann rétti þar skútuna af og endaði í þriðja sæti. KR er nú þegar búið að missa af Evrópusæti á þessu tímabili en það er sem stendur í fjórða sæti þegar ein umferð er eftir. „Það verður eitthvað undan að láta í þessu. Þetta var erfið ákvörðun en nú er ég búinn að taka hana og þá hendi ég mér í slaginn í Pólitíkinni. Pólitíkin togaði ekki meira en boltinn. Þetta er bara ákvörðun sem maður tekur með fjölskyldunni,“ segir Willum Þór. Willum viðurkennir að hann sé ekki sáttur með uppskeru sumarsins en liðið vann ekki bikar og verður ekki í Evrópukeppni á næsta ári en það gerðist síðast fyrir áratug. „Ég er ekkert sáttur. Niðurstaðan er samt einfaldlega þannig að við unnum ekki nógu marga fótboltaleiki til að enda ofar. Metnaðurinn í Vesturbænum er þannig að þetta mun bara efla okkur til frekari dáða í framhaldinu,“ sagði Willum. „Ég er sáttur með margt en það er ýmislegt sem þarf að vinna vel í. Það var svolítil deyfð yfir þessu. Það voru fáir áhorfendur og deyfð yfir mörgum leikjum. Ég held að það hafi haft mikil áhrif, ekki bara á gengi okkar KR-inga heldur bara fótboltann fyir höfuð. Mér finnst fótboltinn samt alltaf að verða betri og því langar mér að sjá áhugann aukast í takt við það,“ sagði Willum Þór Þórsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum Þór vill leiða framsóknarmenn í SV-kjördæmi Fyrrverandi þingmaður flokksins greindi samherjum sínum frá ákvörðun sinni í morgun. 27. september 2017 11:46 Willum hættir með KR og stefnir á að komast aftur á Alþingi Willum Þór Þórsson býður sig fram í 1. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkinn. Willum hættir því sem þjálfari KR í Pepsi-deild karla eftir tímabilið. 27. september 2017 12:42 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Willum Þór vill leiða framsóknarmenn í SV-kjördæmi Fyrrverandi þingmaður flokksins greindi samherjum sínum frá ákvörðun sinni í morgun. 27. september 2017 11:46
Willum hættir með KR og stefnir á að komast aftur á Alþingi Willum Þór Þórsson býður sig fram í 1. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Framsóknarflokkinn. Willum hættir því sem þjálfari KR í Pepsi-deild karla eftir tímabilið. 27. september 2017 12:42