Útlendingastofnun segir að lagabreytingar geti aukið hættuna á smygli á börnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2017 14:15 Útlendingastofnun fer með málefni hælisleitenda. Vísir/Stefán Það er mat Útlendingastofnunar að allar breytingar á útlendingalögum sem benda til þess að börn eða fjölskyldur með börn geti fengið betri málsmeðferð eða niðurstöðu varðandi umsókn um alþjóðlega vend geti aukið hættuna á mansali eða smygli á börnum. Hins vegar taki þær breytingar sem gerðar voru á lögunum á Alþingi í nótt til skýrt afmarkaðs hóps barna sem staddur er á landinu og það lágmarki því líkurnar á því að hættan á mansali aukist. Þetta kemur fram í skriflegu svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Vísis. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins bentu á það á Alþingi í gær að það væri mat þeirra að breytingar í þá veru sem gerðar voru á útlendingalögunum geti aukið líkurnar á mansali eða smygli á börnum. Skiluðu fulltrúar flokksins í allsherjar-og menntamálanefnd minnihlutaáliti varðandi þetta við meðferð frumvarpsins á þingi í gær. Rímar sjónarmið þeirra ágætlega við mat Útlendingastofnunar en Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, sagði í samtali við Vísi í morgun að hún hefði ekki áhyggjur af því að mansal myndi aukast, jafnvel þótt gerðar yrðu víðtækari lagabreytingar sem tækju almennt til allra barna sem myndu sækja hér um alþjóðlega vernd. Eitt staðfest tilvik hefur komið upp hér á landi þar sem barn var á ferð með sér ótengdum einstaklingi, að því er segir í svari Útlendingastofnunar. „Málið var sent lögreglu, eins og alltaf er gert ef grunur um mansal vaknar hjá Útlendingastofnun, sem fór með málið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld,“ segir í svarinu. Í dag hafa stjórnvöld hér til meðferðar mál um 80 barna sem sótt hafa um hæli hér á landi. Útlendingastofnun segir ekki hægt að svara því að svo stöddu á hversu mörg börn lagabreytingin mun hafa bein áhrif, það er að segja hversu mörg mál mun taka lengri tíma en 9 mánuði að afgreiða í Dyflinnarmeðferð eða 15 mánuði í efnismeðferð. Flóttamenn Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að mansal aukist með breytingum á útlendingalögum Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir erfitt að segja til um það hversu mörg börn muni fá alþjóðlega vernd hér í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um útlendinga í nótt. 27. september 2017 11:45 Samþykktu breytingar á útlendingalögum Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn því. 27. september 2017 06:27 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Það er mat Útlendingastofnunar að allar breytingar á útlendingalögum sem benda til þess að börn eða fjölskyldur með börn geti fengið betri málsmeðferð eða niðurstöðu varðandi umsókn um alþjóðlega vend geti aukið hættuna á mansali eða smygli á börnum. Hins vegar taki þær breytingar sem gerðar voru á lögunum á Alþingi í nótt til skýrt afmarkaðs hóps barna sem staddur er á landinu og það lágmarki því líkurnar á því að hættan á mansali aukist. Þetta kemur fram í skriflegu svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Vísis. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins bentu á það á Alþingi í gær að það væri mat þeirra að breytingar í þá veru sem gerðar voru á útlendingalögunum geti aukið líkurnar á mansali eða smygli á börnum. Skiluðu fulltrúar flokksins í allsherjar-og menntamálanefnd minnihlutaáliti varðandi þetta við meðferð frumvarpsins á þingi í gær. Rímar sjónarmið þeirra ágætlega við mat Útlendingastofnunar en Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, sagði í samtali við Vísi í morgun að hún hefði ekki áhyggjur af því að mansal myndi aukast, jafnvel þótt gerðar yrðu víðtækari lagabreytingar sem tækju almennt til allra barna sem myndu sækja hér um alþjóðlega vernd. Eitt staðfest tilvik hefur komið upp hér á landi þar sem barn var á ferð með sér ótengdum einstaklingi, að því er segir í svari Útlendingastofnunar. „Málið var sent lögreglu, eins og alltaf er gert ef grunur um mansal vaknar hjá Útlendingastofnun, sem fór með málið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld,“ segir í svarinu. Í dag hafa stjórnvöld hér til meðferðar mál um 80 barna sem sótt hafa um hæli hér á landi. Útlendingastofnun segir ekki hægt að svara því að svo stöddu á hversu mörg börn lagabreytingin mun hafa bein áhrif, það er að segja hversu mörg mál mun taka lengri tíma en 9 mánuði að afgreiða í Dyflinnarmeðferð eða 15 mánuði í efnismeðferð.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að mansal aukist með breytingum á útlendingalögum Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir erfitt að segja til um það hversu mörg börn muni fá alþjóðlega vernd hér í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um útlendinga í nótt. 27. september 2017 11:45 Samþykktu breytingar á útlendingalögum Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn því. 27. september 2017 06:27 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af því að mansal aukist með breytingum á útlendingalögum Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir erfitt að segja til um það hversu mörg börn muni fá alþjóðlega vernd hér í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um útlendinga í nótt. 27. september 2017 11:45
Samþykktu breytingar á útlendingalögum Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn því. 27. september 2017 06:27