Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir sig úr flokknum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2017 10:14 Þorsteinn Sæmundsson var þingmaður Framsóknar á árunum 2013-2016 Vísir/Anton Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokksins, hefur sagt sig úr flokknum. Hann segir „lítið sem ekkert verið gert til að græða sár eða auka samstöðu“. Þá hefur stjórn Framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ látið af öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, af sömu ástæðum. Úrsögn Þorsteins sem og stjórnar Framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ kemur í kjölfar fregna af stofnun nýs stjórnmálaafls Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar. Hann lýsti því í bréfi til Framsóknarmanna í gær, sem og í viðtali við Fréttablaðið nú í morgun, hvernig honum hafi aldrei tekist að ná sáttum við „flokkseigendafélagið í Framsókn“ og þau öfl sem vildu hann burt. Í tilkynningu frá Þorsteini, sem var þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi frá 2013-2016 er tekið undir þessi sjónarmið Sigmundar Davíðs. „Á síðasta flokksþingi varaði ég eindregið við því að steypa flokknum í formannskjör korteri fyrir kosningar. Á þau varnaðarorð var ekki hlustað og flokkurinn beið sinn versta ósigur í 100 ár. Á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur lítið sem ekkert verið gert til að græða sár eða auka samstöðu. Nú í aðdraganda kosninga hefur sá hópur sem nú stjórnar flokknum ákveðið að ganga milli bols og höfuðs á þeim „háværa minnihluta” sem varð undir á síðasta flokksþingi,“ segir Þorsteinn.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir nýja stjórnmálaafl sitt ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum.vísir/auðunnÞorsteinn segist hafa starfað fyrir flokkinn frá því um 1980 og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum. Tilkynnti hann úrsögnina sína úr flokknum í dag og segir hann að það sé eitthvað sem hann „taldi að aldrei myndi gerast“.Kvarnast úr flokknum eftir útspil Sigmundar Davíðs Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. Fyrr í dag tilkynnti Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Þá hefur Einar Birkir Kristjánsson, sem er í miðstjórn flokksins, einnig sagt sig úr flokknum. Í tilkynningu frá stjórnarmeðlimum Framsóknarfélags Mosfellsbæjar má greina sömu stef og í orðum Sigmundar Davíðs, sem og í yfirlýsingu Þorsteins. „Við kjósum að starfa ekki í flokki þar sem vinnubrögð síðastliðins árs ætla að vera viðvarandi. Okkar mat er að engar sáttaleiðir hafi verið gerðar eftir aðförina sem gerð var að fyrrverandi formanni flokksins á síðasta Flokksþingi og nú séu komin öfl til valda sem við eigum enga samleið með,“ segir í yfirlýsingu frá Jóni Péturssyni formanni, Halldóru Baldursdóttur varaformanni, Lindu Björk Stefánsdóttur, Friðberti Bragasyni og Einari Vigni Einarssyni sem eru stjórnarmenn. Hafa þau ákveðið að segja af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Í gær sendi Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, frá sér tilkynningu í þar sem hann sagði skilið við flokkinn og tók í meginatriðum undir yfirlýsingu Sigmundar Davíðs. Formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, Þorgrímur Sigmundsson, lýsti einnig yfir fullum stuðningi við það framboð sem Sigmundur hefur boðað og hvetur hann til allra góðra verka. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sveinn Hjörtur kveður líka Framsókn: Hunsa vilja fólks til að starfa saman Sveinn Hjörtur Guðfinnsson hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum en hann segir að skipulögð vinna ýmissa aðila í flokknum sé augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. 24. september 2017 18:39 Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokksins, hefur sagt sig úr flokknum. Hann segir „lítið sem ekkert verið gert til að græða sár eða auka samstöðu“. Þá hefur stjórn Framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ látið af öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, af sömu ástæðum. Úrsögn Þorsteins sem og stjórnar Framsóknarfélagsins í Mosfellsbæ kemur í kjölfar fregna af stofnun nýs stjórnmálaafls Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar. Hann lýsti því í bréfi til Framsóknarmanna í gær, sem og í viðtali við Fréttablaðið nú í morgun, hvernig honum hafi aldrei tekist að ná sáttum við „flokkseigendafélagið í Framsókn“ og þau öfl sem vildu hann burt. Í tilkynningu frá Þorsteini, sem var þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi frá 2013-2016 er tekið undir þessi sjónarmið Sigmundar Davíðs. „Á síðasta flokksþingi varaði ég eindregið við því að steypa flokknum í formannskjör korteri fyrir kosningar. Á þau varnaðarorð var ekki hlustað og flokkurinn beið sinn versta ósigur í 100 ár. Á þeim tíma sem liðinn er síðan hefur lítið sem ekkert verið gert til að græða sár eða auka samstöðu. Nú í aðdraganda kosninga hefur sá hópur sem nú stjórnar flokknum ákveðið að ganga milli bols og höfuðs á þeim „háværa minnihluta” sem varð undir á síðasta flokksþingi,“ segir Þorsteinn.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir nýja stjórnmálaafl sitt ætla að bjóða fram í öllum kjördæmum.vísir/auðunnÞorsteinn segist hafa starfað fyrir flokkinn frá því um 1980 og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum. Tilkynnti hann úrsögnina sína úr flokknum í dag og segir hann að það sé eitthvað sem hann „taldi að aldrei myndi gerast“.Kvarnast úr flokknum eftir útspil Sigmundar Davíðs Margir Framsóknarmenn virðast nú íhuga nú stöðu sína, hvort þeir fylgi Sigmundi í nýtt afl eða haldi tryggð við Framsóknarflokkinn. Fyrr í dag tilkynnti Ragnar Stefán Rögnvaldsson, formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Þá hefur Einar Birkir Kristjánsson, sem er í miðstjórn flokksins, einnig sagt sig úr flokknum. Í tilkynningu frá stjórnarmeðlimum Framsóknarfélags Mosfellsbæjar má greina sömu stef og í orðum Sigmundar Davíðs, sem og í yfirlýsingu Þorsteins. „Við kjósum að starfa ekki í flokki þar sem vinnubrögð síðastliðins árs ætla að vera viðvarandi. Okkar mat er að engar sáttaleiðir hafi verið gerðar eftir aðförina sem gerð var að fyrrverandi formanni flokksins á síðasta Flokksþingi og nú séu komin öfl til valda sem við eigum enga samleið með,“ segir í yfirlýsingu frá Jóni Péturssyni formanni, Halldóru Baldursdóttur varaformanni, Lindu Björk Stefánsdóttur, Friðberti Bragasyni og Einari Vigni Einarssyni sem eru stjórnarmenn. Hafa þau ákveðið að segja af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Í gær sendi Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, frá sér tilkynningu í þar sem hann sagði skilið við flokkinn og tók í meginatriðum undir yfirlýsingu Sigmundar Davíðs. Formaður Framsóknarfélags Þingeyinga, Þorgrímur Sigmundsson, lýsti einnig yfir fullum stuðningi við það framboð sem Sigmundur hefur boðað og hvetur hann til allra góðra verka.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sveinn Hjörtur kveður líka Framsókn: Hunsa vilja fólks til að starfa saman Sveinn Hjörtur Guðfinnsson hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum en hann segir að skipulögð vinna ýmissa aðila í flokknum sé augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. 24. september 2017 18:39 Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56
Sveinn Hjörtur kveður líka Framsókn: Hunsa vilja fólks til að starfa saman Sveinn Hjörtur Guðfinnsson hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum en hann segir að skipulögð vinna ýmissa aðila í flokknum sé augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. 24. september 2017 18:39
Fleiri trúnaðarmenn segja skilið við Framsókn Formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. 25. september 2017 06:37
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent