Glæpnum stolið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 23. september 2017 06:00 Kosningabaráttan þarf að snúast um ósiði í stjórnsýslu sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli skipti eftir skipti á undangengnum árum. Ef ekki tekst að kryfja glappaskotin, læra af þeim og um leið finna leiðir til að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig - eða útskýra þau þannig að efasemdum sé eytt, munum við aftur sjá ríkisstjórnir neyðast til að hlaupa frá hálfkláruðum verkum. Draumar um festu í stjórnmálum og langlífar, samstíga ríkisstjórnir rætast varla meðan helstu leikendur sjá enga sök hjá sjálfum sér. Ráðast þarf til atlögu við ósiðina. Veruleikinn hefur breyst. Betur upplýst þjóð krefst skýrra svara. Undanbrögð, pukur, hálfsannleikur eða hreinn tilbúningur verða ráðamönnum frekar að fótakefli, en sjálfur verknaðurinn sem hrindir skriðunni af stað. Glappaskot í ráðuneytum á ábyrgð ráðherra verða ekki umflúin. Slíkt gerist á stórum vinnustöðum. Stjórnmálamenn munu hlaupa á sig hér eftir sem hingað til. Ættingjar þeirra munu tengjast gerningum, sem setja þá í óþægilega stöðu. Svarið er oftast að bregðast við tímanlega og gera hreint fyrir sínum dyrum. Pólitík er ekki lögfræði eins og margar áberandi persónur í atburðum líðandi stundar virðast telja. Pólitík er enn síður lögmennska. Lögmenn þurfa stundum að verja erfiðan málstað í réttarsal með öllum tiltækum ráðum. Slík vinnubrögð geta hreinlega verið bjánaleg í pólitísku ati. Pólitík snýst um hvernig auðlindirnar verða nýttar í allra þágu, hvernig við náum því besta útúr fólki og fyrirtækjum, hvernig við viljum gæta þeirra sem minna mega sín og hvernig við tryggjum heilsufar, læknisþjónustu, heilbrigt réttarfar og góða og fjölbreytta menntun sem mætir kröfum tímans. Hún snýst um leikreglur og hvar við viljum staðsetja okkur í þessari veröld. Pukur og makk eitra andrúmsloftið, valda kollsteypum, trufla leikreglurnar og framgang góðra mála. Í nálægum löndum segja ráðherrar af sér ef þurfa þykir, oft fyrir litlar sakir, án þess að öllu sé hleypt í bál og brand með þingrofi, kosningum og stjórnarskiptum. Stjórnmálamenn sýna auðmýkt en tefla ekki hag heildarinnar í tvísýnu af ótta við að missa sjálfir andlitið um stund. Margir setjast aftur á ráherrastól, tvíefldir. Okkur sárvantar slikar hefðir. Að því leyti erum við frumstæð þjóð. Hér þráast fólk við eins og í því felist ævarandi niðurlæging og skömm, að horfast í augu við yfirsjónir sínar. Leynimakk í stjórnsýslu er fréttaefni. Fjölmiðlum ber að segja frá því þegar ráðamenn hrekjast úr einu víginu í annað og reyna að afvegaleiða umræðuna með ónákvæmni, hálfsannleik eða ósannindum í málum sem fara úr böndunum. Fólk vill slíkar fréttir og á rétt á þeim. Einu sinni voru utanferðir ráðamanna eilíft fréttaefni. Með réttu eða röngu var hneykslast á meintu bruðli og flottræfilshætti. Vörnin gat verið snúin. Einn ráðherrann brá á það ráð að senda út fréttatilkynningar um allar vinnuferðir sínar. Hann stal glæpnum með því að aflétta leyndarhjúpnum. Fréttum af ráðherraferðum fækkaði. Sumum vandræðamálum sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli síðustu misserin hefði sennilega mátt afstýra með því að greina frá málsatvikum á frumstigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningabaráttan þarf að snúast um ósiði í stjórnsýslu sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli skipti eftir skipti á undangengnum árum. Ef ekki tekst að kryfja glappaskotin, læra af þeim og um leið finna leiðir til að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig - eða útskýra þau þannig að efasemdum sé eytt, munum við aftur sjá ríkisstjórnir neyðast til að hlaupa frá hálfkláruðum verkum. Draumar um festu í stjórnmálum og langlífar, samstíga ríkisstjórnir rætast varla meðan helstu leikendur sjá enga sök hjá sjálfum sér. Ráðast þarf til atlögu við ósiðina. Veruleikinn hefur breyst. Betur upplýst þjóð krefst skýrra svara. Undanbrögð, pukur, hálfsannleikur eða hreinn tilbúningur verða ráðamönnum frekar að fótakefli, en sjálfur verknaðurinn sem hrindir skriðunni af stað. Glappaskot í ráðuneytum á ábyrgð ráðherra verða ekki umflúin. Slíkt gerist á stórum vinnustöðum. Stjórnmálamenn munu hlaupa á sig hér eftir sem hingað til. Ættingjar þeirra munu tengjast gerningum, sem setja þá í óþægilega stöðu. Svarið er oftast að bregðast við tímanlega og gera hreint fyrir sínum dyrum. Pólitík er ekki lögfræði eins og margar áberandi persónur í atburðum líðandi stundar virðast telja. Pólitík er enn síður lögmennska. Lögmenn þurfa stundum að verja erfiðan málstað í réttarsal með öllum tiltækum ráðum. Slík vinnubrögð geta hreinlega verið bjánaleg í pólitísku ati. Pólitík snýst um hvernig auðlindirnar verða nýttar í allra þágu, hvernig við náum því besta útúr fólki og fyrirtækjum, hvernig við viljum gæta þeirra sem minna mega sín og hvernig við tryggjum heilsufar, læknisþjónustu, heilbrigt réttarfar og góða og fjölbreytta menntun sem mætir kröfum tímans. Hún snýst um leikreglur og hvar við viljum staðsetja okkur í þessari veröld. Pukur og makk eitra andrúmsloftið, valda kollsteypum, trufla leikreglurnar og framgang góðra mála. Í nálægum löndum segja ráðherrar af sér ef þurfa þykir, oft fyrir litlar sakir, án þess að öllu sé hleypt í bál og brand með þingrofi, kosningum og stjórnarskiptum. Stjórnmálamenn sýna auðmýkt en tefla ekki hag heildarinnar í tvísýnu af ótta við að missa sjálfir andlitið um stund. Margir setjast aftur á ráherrastól, tvíefldir. Okkur sárvantar slikar hefðir. Að því leyti erum við frumstæð þjóð. Hér þráast fólk við eins og í því felist ævarandi niðurlæging og skömm, að horfast í augu við yfirsjónir sínar. Leynimakk í stjórnsýslu er fréttaefni. Fjölmiðlum ber að segja frá því þegar ráðamenn hrekjast úr einu víginu í annað og reyna að afvegaleiða umræðuna með ónákvæmni, hálfsannleik eða ósannindum í málum sem fara úr böndunum. Fólk vill slíkar fréttir og á rétt á þeim. Einu sinni voru utanferðir ráðamanna eilíft fréttaefni. Með réttu eða röngu var hneykslast á meintu bruðli og flottræfilshætti. Vörnin gat verið snúin. Einn ráðherrann brá á það ráð að senda út fréttatilkynningar um allar vinnuferðir sínar. Hann stal glæpnum með því að aflétta leyndarhjúpnum. Fréttum af ráðherraferðum fækkaði. Sumum vandræðamálum sem hafa orðið ráðherrum og ríkisstjórnum að falli síðustu misserin hefði sennilega mátt afstýra með því að greina frá málsatvikum á frumstigi.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar