Íslensk Nýfréttamennska Jóhannes Loftsson skrifar 21. september 2017 14:54 Aðalpersóna skáldsögunnar 1984 vann hjá Sannleiksráðuneytinu við að endurrita fréttir. Þar var sá háttur hafður á að við hverja endurritun var sagan lagfærð lítillega en gömlu fréttinni eytt. Með síendurteknum endurritunum gátu ráðandi öfl með þessum hætti hagrætt sögunni að þeim boðskap sem þeim hentaði best á hverjum tíma. Sambærilegur ritháttur lifir góðu lífi í íslenskri samfélagsumræðu. Í síharðnandi samkeppni um athyglina þurfa álitsgjafar oft nær fyrirvaralaust að vera reiðubúnir að gefa álit á málefnum líðandi stundar. En vegna takmarkaðra upplýsinga þá verða gjarnan þeir álitsgjafar mest áberandi, sem eru hvað ófeimnastir við að fylla í eyðurnar með alhæfingum byggða á eigin túlkunum. Þeim mun ýktari eða tilfinningameiri sem álitið er þeim mun meiri athygli fær sögumaðurinn. En stundum kemur þó í ljós síðar að sagan var röng. Fyrir stolta og metnaðarfulla sögumenn getur það verið erfið stund að viðurkenna mistökin, og þá sérstaklega ef að spuninn náði verulegu flugi. Fyrir vikið er oft ekkert dregið af og lyginni gefið framhaldslíf í skotgröfum fólks sem lítur aðeins við upplýsingum sem gagnast eigin áróðri. Nú er komið í ljós að Dómsmálaráðherra var fyrsti dómsmálaráðherra Íslandssögunnar til að afgreiða ekki uppreist æru og hafði sjálf frumkvæði að því að reglunum yrði breytt. Ef hennar hefði ekki notið við þá mundi þessi vélræna afgreiðsla líkast til hafa haldið áfram um ófyrirséðan tíma, með tilhlíðandi sársauka fyrir brotaþola. Ekkert er heldur óeðlilegt að nafnleynd sé viðhaldið við umfjöllun um viðkvæm mál, sérstaklega ef vafi er á því hvort um trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Ákvörðunin um hvort slíkt upplýsist er betur farin í höndum úrskurðarnefndar upplýsingamála en sem geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna. Forsætisráðherrann er í forsæti fyrir ríkisstjórnina og ber ábyrgð á henni. Það hljóta flestir því að sjá að það er eðlilegt að fagráðherra upplýsi hann um erfið mál. Sambærilegt fyrirkomulag er í öllum fyrirtækjum, þar sem undirmenn upplýsa yfirmenn sýna um óvenjulega hluti sem koma upp og geta skipt fyrirtækið máli. Formlega séð var forsætisráðherra einnig mun tengdari þessu máli en dómsmálaráðherra, því ákvörðunin um uppreist æru var tekin í tíð fyrri ríkisstjórnar og hafði forsætisráðherra þá aðgengi að þessum upplýsingum bæði sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórnin og staðgengill innanríkisráðherra þegar svo bar við. Nú þegar framundan eru kosningar þá er við hæfi að fólk í öllum flokkum spyrji sig að því hvers konar stjórnarfar og stjórnmálamenn það vilji hafa í næstu ríkisstjórn. Viljum við óheft áróðursræði þar sem stjórnmálamenn geta eftir hentugleika, veitt fjölmiðlum óheftan aðgang að upplýsingum um þegnana án þess að fyrir liggi hvort um trúnaðarupplýsingar sé að ræða? Viljum við sundrað framkvæmdavald þar sem að fagráðherrar mega ekki einu sinni ræða við forsætisráðherra um erfið mál? Eða viljum við kerfisræði þar sem þekkingarlitlir ráðherrar þora ekki að taka á málum og enda sem viljalaust verkfæri í höndum embættismannakerfisins, sem alltaf ver sig og vex. Væri ekki betra að landinu sé stýrt af fagmennsku, þar sem varfærni er gætt í meðferð trúnaðarupplýsinga og að til ábyrgðarstarfa veljist sjálfstæðir einstaklingar geti staðið í lappirnar þegar þess er þörf.Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Aðalpersóna skáldsögunnar 1984 vann hjá Sannleiksráðuneytinu við að endurrita fréttir. Þar var sá háttur hafður á að við hverja endurritun var sagan lagfærð lítillega en gömlu fréttinni eytt. Með síendurteknum endurritunum gátu ráðandi öfl með þessum hætti hagrætt sögunni að þeim boðskap sem þeim hentaði best á hverjum tíma. Sambærilegur ritháttur lifir góðu lífi í íslenskri samfélagsumræðu. Í síharðnandi samkeppni um athyglina þurfa álitsgjafar oft nær fyrirvaralaust að vera reiðubúnir að gefa álit á málefnum líðandi stundar. En vegna takmarkaðra upplýsinga þá verða gjarnan þeir álitsgjafar mest áberandi, sem eru hvað ófeimnastir við að fylla í eyðurnar með alhæfingum byggða á eigin túlkunum. Þeim mun ýktari eða tilfinningameiri sem álitið er þeim mun meiri athygli fær sögumaðurinn. En stundum kemur þó í ljós síðar að sagan var röng. Fyrir stolta og metnaðarfulla sögumenn getur það verið erfið stund að viðurkenna mistökin, og þá sérstaklega ef að spuninn náði verulegu flugi. Fyrir vikið er oft ekkert dregið af og lyginni gefið framhaldslíf í skotgröfum fólks sem lítur aðeins við upplýsingum sem gagnast eigin áróðri. Nú er komið í ljós að Dómsmálaráðherra var fyrsti dómsmálaráðherra Íslandssögunnar til að afgreiða ekki uppreist æru og hafði sjálf frumkvæði að því að reglunum yrði breytt. Ef hennar hefði ekki notið við þá mundi þessi vélræna afgreiðsla líkast til hafa haldið áfram um ófyrirséðan tíma, með tilhlíðandi sársauka fyrir brotaþola. Ekkert er heldur óeðlilegt að nafnleynd sé viðhaldið við umfjöllun um viðkvæm mál, sérstaklega ef vafi er á því hvort um trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Ákvörðunin um hvort slíkt upplýsist er betur farin í höndum úrskurðarnefndar upplýsingamála en sem geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna. Forsætisráðherrann er í forsæti fyrir ríkisstjórnina og ber ábyrgð á henni. Það hljóta flestir því að sjá að það er eðlilegt að fagráðherra upplýsi hann um erfið mál. Sambærilegt fyrirkomulag er í öllum fyrirtækjum, þar sem undirmenn upplýsa yfirmenn sýna um óvenjulega hluti sem koma upp og geta skipt fyrirtækið máli. Formlega séð var forsætisráðherra einnig mun tengdari þessu máli en dómsmálaráðherra, því ákvörðunin um uppreist æru var tekin í tíð fyrri ríkisstjórnar og hafði forsætisráðherra þá aðgengi að þessum upplýsingum bæði sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórnin og staðgengill innanríkisráðherra þegar svo bar við. Nú þegar framundan eru kosningar þá er við hæfi að fólk í öllum flokkum spyrji sig að því hvers konar stjórnarfar og stjórnmálamenn það vilji hafa í næstu ríkisstjórn. Viljum við óheft áróðursræði þar sem stjórnmálamenn geta eftir hentugleika, veitt fjölmiðlum óheftan aðgang að upplýsingum um þegnana án þess að fyrir liggi hvort um trúnaðarupplýsingar sé að ræða? Viljum við sundrað framkvæmdavald þar sem að fagráðherrar mega ekki einu sinni ræða við forsætisráðherra um erfið mál? Eða viljum við kerfisræði þar sem þekkingarlitlir ráðherrar þora ekki að taka á málum og enda sem viljalaust verkfæri í höndum embættismannakerfisins, sem alltaf ver sig og vex. Væri ekki betra að landinu sé stýrt af fagmennsku, þar sem varfærni er gætt í meðferð trúnaðarupplýsinga og að til ábyrgðarstarfa veljist sjálfstæðir einstaklingar geti staðið í lappirnar þegar þess er þörf.Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun