„Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2017 10:29 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Stefán Stjórn VR krefst þess í komandi kjaraviðræðum að persónuafsláttur einstaklinga verði hækkaður í takt við launaþróun frá árinu 1990. Lægstu laun hér á landi séu skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta sé eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag að því er fram kemur í grein Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á vefsíðu félagsins. „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag. Og þetta er ástæða þess að stjórn VR krefst þess í komandi kjaraviðræðum að persónuafsláttur verði hækkaður í takt við launaþróun frá árinu 1990. Skattbyrði lægstu launa hefur hækkað meira en annarra tekjuhópa á undanförnum árum. Það má að stærstum hluta skýra með því að persónuafsláttur hefur ekki haldið í við þróun launa. Félagsmenn VR á lægstu laununum greiddu ekki skatt af launum sínum fyrir árið 1998 en frá þeim tíma hefur skattbyrði alls launafólks aukist - þeirra lægstlaunuðu þó mest. Skattbyrði lágmarkslauna hjá VR er nú um 16% sem er svipað og skattbyrði meðallauna VR félaga var árið 1990. Á myndinni má sjá þróun lágmarkslauna í samanburði við skattleysismörk, en dregið hefur sundur með þeim nánast ár frá ári frá aldamótum,“ segir í greininni. Þá er það rakið hvað persónuafslátturinn ætti að vera í dag ef hann hefði haldið í við verðbólgu og ef hann hefði verið bundinn við launavísitölu frá árinu 1990. „Persónuafsláttur er jöfnunartæki, hann er krónutala sem þýðir að sá sem er með lægstu launin heldur eftir hlutfallslega meiru af sínum tekjum að teknu tilliti til skatta en sá sem hefur hærri laun. Jöfnunaráhrif hans minnka augljóslega ef hann heldur ekki í við þróun launa. Persónuafsláttur er í dag tæplega 53 þúsund krónur á mánuði. Hann væri 67 þúsund krónur hefði hann haldið í við verðbólgu og 112 þúsund krónur ef hann hefði verið bundinn launavísitölu frá árinu 1990. Lægstu laun eru 280 þúsund krónur á mánuði í dag og að af þeim eru greiddir skattar, 46 þúsund krónur.“Grein Ragnars má lesa í heild sinni hér. Kjaramál Tengdar fréttir Vill leysa upp Framtakssjóð Íslands: „Yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að leysa hefði upp Framtakssjóðs Íslands árið 2014. 30. ágúst 2017 11:30 Boðsferðirnar áttu að sökkva með hruninu „Þetta er ólíðandi og við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta,“ segir formaður VR. 5. september 2017 06:00 Kjarasamningum VR líklega sagt upp Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni. 30. ágúst 2017 20:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Stjórn VR krefst þess í komandi kjaraviðræðum að persónuafsláttur einstaklinga verði hækkaður í takt við launaþróun frá árinu 1990. Lægstu laun hér á landi séu skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta sé eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag að því er fram kemur í grein Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á vefsíðu félagsins. „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag. Og þetta er ástæða þess að stjórn VR krefst þess í komandi kjaraviðræðum að persónuafsláttur verði hækkaður í takt við launaþróun frá árinu 1990. Skattbyrði lægstu launa hefur hækkað meira en annarra tekjuhópa á undanförnum árum. Það má að stærstum hluta skýra með því að persónuafsláttur hefur ekki haldið í við þróun launa. Félagsmenn VR á lægstu laununum greiddu ekki skatt af launum sínum fyrir árið 1998 en frá þeim tíma hefur skattbyrði alls launafólks aukist - þeirra lægstlaunuðu þó mest. Skattbyrði lágmarkslauna hjá VR er nú um 16% sem er svipað og skattbyrði meðallauna VR félaga var árið 1990. Á myndinni má sjá þróun lágmarkslauna í samanburði við skattleysismörk, en dregið hefur sundur með þeim nánast ár frá ári frá aldamótum,“ segir í greininni. Þá er það rakið hvað persónuafslátturinn ætti að vera í dag ef hann hefði haldið í við verðbólgu og ef hann hefði verið bundinn við launavísitölu frá árinu 1990. „Persónuafsláttur er jöfnunartæki, hann er krónutala sem þýðir að sá sem er með lægstu launin heldur eftir hlutfallslega meiru af sínum tekjum að teknu tilliti til skatta en sá sem hefur hærri laun. Jöfnunaráhrif hans minnka augljóslega ef hann heldur ekki í við þróun launa. Persónuafsláttur er í dag tæplega 53 þúsund krónur á mánuði. Hann væri 67 þúsund krónur hefði hann haldið í við verðbólgu og 112 þúsund krónur ef hann hefði verið bundinn launavísitölu frá árinu 1990. Lægstu laun eru 280 þúsund krónur á mánuði í dag og að af þeim eru greiddir skattar, 46 þúsund krónur.“Grein Ragnars má lesa í heild sinni hér.
Kjaramál Tengdar fréttir Vill leysa upp Framtakssjóð Íslands: „Yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að leysa hefði upp Framtakssjóðs Íslands árið 2014. 30. ágúst 2017 11:30 Boðsferðirnar áttu að sökkva með hruninu „Þetta er ólíðandi og við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta,“ segir formaður VR. 5. september 2017 06:00 Kjarasamningum VR líklega sagt upp Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni. 30. ágúst 2017 20:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Vill leysa upp Framtakssjóð Íslands: „Yfirbygging sjóðsins er með þvílíkum ólíkindum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að leysa hefði upp Framtakssjóðs Íslands árið 2014. 30. ágúst 2017 11:30
Boðsferðirnar áttu að sökkva með hruninu „Þetta er ólíðandi og við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta,“ segir formaður VR. 5. september 2017 06:00
Kjarasamningum VR líklega sagt upp Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni. 30. ágúst 2017 20:00