Netflix fjarlægði barnaþátt eftir ábendingar um bakgrunnsböll Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2017 08:54 Býflugan Maya á sér ungan aðdáendahóp. netflix Netflix hefur fjarlægt teiknimyndaþátt eftir að hafa fengið fjölmargar ábendingar um ósiðlega tréristu. Áhyggjufullir áhorfendur bentu streymisveituna á að í einu atriði þáttarinns Maya the bee mætti sjá hvernig búið var að rista útlínur getnaðarlims í trjábol í bakgrunninum. Móðir ungs barns var ein þeirra sem varð ballarins vör og lýsti hún áhyggjum sínum á Facebook.Böllinn mátti sjá inni í bolnum.Netflix„Passiði vel upp á hvað börnin ykkar horfa á. Ég veit að ég er ekki að missa vitið og ég veit að eitthvað þessu líkt á ekki heima í barnaefni,“ skrifaði Chey Robinson og bætti við: „Mér býður algjörlega við þessu, það er ekki nokkur ástæða fyrir því að börnin mín ættu að sjá eitthvað þessu líkt.“ Netflix hefur ekki enn tjáð sig um málið en hefur þó fjarlægt umræddan þátt, þann þrítugasta og fimmta í fyrstu þáttaröð Maya the bee. Hún er ekki aðgengileg á íslensku útgáfu streymisveitunnar. Maya the bee hóf göngu sína árið 2012 og eru þættirnir 78 talsins. Þeir eru framleiddir af fyrirtækinu Studio 100 sem hefur ekki heldur útskýrt hvernig fyrrnefndur limur rataði í bolinn. Hér að neðan má sjá Chey Robinson benda á tréristuna sem fór fyrir brjóstið á henni. Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Netflix hefur fjarlægt teiknimyndaþátt eftir að hafa fengið fjölmargar ábendingar um ósiðlega tréristu. Áhyggjufullir áhorfendur bentu streymisveituna á að í einu atriði þáttarinns Maya the bee mætti sjá hvernig búið var að rista útlínur getnaðarlims í trjábol í bakgrunninum. Móðir ungs barns var ein þeirra sem varð ballarins vör og lýsti hún áhyggjum sínum á Facebook.Böllinn mátti sjá inni í bolnum.Netflix„Passiði vel upp á hvað börnin ykkar horfa á. Ég veit að ég er ekki að missa vitið og ég veit að eitthvað þessu líkt á ekki heima í barnaefni,“ skrifaði Chey Robinson og bætti við: „Mér býður algjörlega við þessu, það er ekki nokkur ástæða fyrir því að börnin mín ættu að sjá eitthvað þessu líkt.“ Netflix hefur ekki enn tjáð sig um málið en hefur þó fjarlægt umræddan þátt, þann þrítugasta og fimmta í fyrstu þáttaröð Maya the bee. Hún er ekki aðgengileg á íslensku útgáfu streymisveitunnar. Maya the bee hóf göngu sína árið 2012 og eru þættirnir 78 talsins. Þeir eru framleiddir af fyrirtækinu Studio 100 sem hefur ekki heldur útskýrt hvernig fyrrnefndur limur rataði í bolinn. Hér að neðan má sjá Chey Robinson benda á tréristuna sem fór fyrir brjóstið á henni.
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira