Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2017 12:15 Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr við meðmælendalista flokksins á samfélagsmiðlum í morgun. Skömmu síðar eyddi hún færslunni og segist dauðsjá eftir henni. Jón gekk í Samfylkinguna í gær. Í færslu á Instagram og Facebook í morgun birti Guðlaug mynd sem sýnir undirskrift Jóns og heimilisfang á meðmælendalista fyrir Bjarta framtíð. Þar stingur hún upp á að bjóða stuðningsyfirlýsinguna upp til að styrkja kosningasjóð flokksins. „Væri pínu poetic að greiðslur Samfó til Jóns gætu skapað plús í kladda okkar,“ skrifaði Guðlaug. Skömmu síðar eyddi Guðlaug færslunni en ekki áður en skjáskot höfðu náðst af henni. „Það var illa gert af mér og ég dauðsé eftir því. Ég var ekki almennilega vöknuð. Ég verð eiginlega bara að segja það. Ég bið hann innilega afsökunar og alla aðra sem brá við þetta,“ segir Guðlaug í samtali við Vísi. Hún segir að hennar fólk hafi hnippt í sig strax og sagt henni að svona gerði maður ekki. „Ég geri mér alveg grein fyrir því,“ segir hún.Færslunni eyddi Guðlaug.Skjáskot/FacebookÓskar Jóni og Samfylkingunni alls góðs Jón ávarpaði fund Samfylkingarinnar í gær. Í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi sagðist hann ekki útiloka endurkomu í pólitík síðar meir undir merkjum Samfylkingarinnar. Hann verður þó ekki á framboðslista að þessu sinni. Í ummælum við upphaflegu færsluna staðfesti Guðlaug að hún hefði tekið þátt í að ræða við Jón fyrir hönd Bjartrar framtíðar um síðustu helgi, eftir því sem hún sagðist muna. „Hann lýsti eindregnum stuðningi við BF og sjálfan sig reiðubúinn til að liðsinna okkur á hvern þann hátt sem honum væri fært. Ég var snögg að nappa hjá honum undirskrift á meðmælendalista með BF, sem ég ætti kannski frekar að ramma inn en skila til kjörstjórnar. Á aðeins eftir að skilja hvernig uppistandið á fundi Samfó rímar við hjartanleg stuðningsloforð, en við skiljum auðvitað ekki alltaf alla brandara Jóns alveg strax. Namaste,“ skrifaði Guðlaug. Í samtali við Vísi segir Guðlaug að Jón hafi mætt á stjórnarfund hjá Bjartri framtíð eftir stjórnarslitin. Hún viti ekki hvers vegna honum snerist hugur og ákvað frekar að ganga til liðs við Samfylkinguna. „Ég er mikill aðdáandi Jóns. Hann hefur gert mjög margt gott. Ég hlakka til að sjá hans innlegg í pólitíkina núna. Ég óska Samfylkingunni og honum alls góðs. Ég veit að hann er einlægur í því sem hann er að gera og langar að hafa góð áhrif. Við erum öll í því til að breyta samfélaginu og hafa góð áhrif og breyta pólitík. Hann er einn af þeim sem er í því. Við getum vonandi gert það saman,“ segir Guðlaug.Veit ekki um neinar greiðslur til JónsBjört Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra úr röðum Bjartrar framtíðar, sagði við Vísi í gær að flokkurinn hafi ekki getað borgað Jóni. Sett hún skipti hans yfir í Samfylkinguna í samhengi við að hann hefði verið að leita sér að vinnu. Í færslunni sem Guðlaug eyddi talaði hún einnig um greiðslur Samfylkingarinnar til Jóns. Þrátt fyrir það segist Guðlaug nú ekki hafa neina hugmynd um hvort að Jón fái borgað fyrir þátttöku sína í starfi Samfylkingarinnar. „Ég veit ekkert um það. Ég hef ekki hugmynd um neinar greiðslur,“ segir Guðlaug. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15 Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr við meðmælendalista flokksins á samfélagsmiðlum í morgun. Skömmu síðar eyddi hún færslunni og segist dauðsjá eftir henni. Jón gekk í Samfylkinguna í gær. Í færslu á Instagram og Facebook í morgun birti Guðlaug mynd sem sýnir undirskrift Jóns og heimilisfang á meðmælendalista fyrir Bjarta framtíð. Þar stingur hún upp á að bjóða stuðningsyfirlýsinguna upp til að styrkja kosningasjóð flokksins. „Væri pínu poetic að greiðslur Samfó til Jóns gætu skapað plús í kladda okkar,“ skrifaði Guðlaug. Skömmu síðar eyddi Guðlaug færslunni en ekki áður en skjáskot höfðu náðst af henni. „Það var illa gert af mér og ég dauðsé eftir því. Ég var ekki almennilega vöknuð. Ég verð eiginlega bara að segja það. Ég bið hann innilega afsökunar og alla aðra sem brá við þetta,“ segir Guðlaug í samtali við Vísi. Hún segir að hennar fólk hafi hnippt í sig strax og sagt henni að svona gerði maður ekki. „Ég geri mér alveg grein fyrir því,“ segir hún.Færslunni eyddi Guðlaug.Skjáskot/FacebookÓskar Jóni og Samfylkingunni alls góðs Jón ávarpaði fund Samfylkingarinnar í gær. Í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi sagðist hann ekki útiloka endurkomu í pólitík síðar meir undir merkjum Samfylkingarinnar. Hann verður þó ekki á framboðslista að þessu sinni. Í ummælum við upphaflegu færsluna staðfesti Guðlaug að hún hefði tekið þátt í að ræða við Jón fyrir hönd Bjartrar framtíðar um síðustu helgi, eftir því sem hún sagðist muna. „Hann lýsti eindregnum stuðningi við BF og sjálfan sig reiðubúinn til að liðsinna okkur á hvern þann hátt sem honum væri fært. Ég var snögg að nappa hjá honum undirskrift á meðmælendalista með BF, sem ég ætti kannski frekar að ramma inn en skila til kjörstjórnar. Á aðeins eftir að skilja hvernig uppistandið á fundi Samfó rímar við hjartanleg stuðningsloforð, en við skiljum auðvitað ekki alltaf alla brandara Jóns alveg strax. Namaste,“ skrifaði Guðlaug. Í samtali við Vísi segir Guðlaug að Jón hafi mætt á stjórnarfund hjá Bjartri framtíð eftir stjórnarslitin. Hún viti ekki hvers vegna honum snerist hugur og ákvað frekar að ganga til liðs við Samfylkinguna. „Ég er mikill aðdáandi Jóns. Hann hefur gert mjög margt gott. Ég hlakka til að sjá hans innlegg í pólitíkina núna. Ég óska Samfylkingunni og honum alls góðs. Ég veit að hann er einlægur í því sem hann er að gera og langar að hafa góð áhrif. Við erum öll í því til að breyta samfélaginu og hafa góð áhrif og breyta pólitík. Hann er einn af þeim sem er í því. Við getum vonandi gert það saman,“ segir Guðlaug.Veit ekki um neinar greiðslur til JónsBjört Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra úr röðum Bjartrar framtíðar, sagði við Vísi í gær að flokkurinn hafi ekki getað borgað Jóni. Sett hún skipti hans yfir í Samfylkinguna í samhengi við að hann hefði verið að leita sér að vinnu. Í færslunni sem Guðlaug eyddi talaði hún einnig um greiðslur Samfylkingarinnar til Jóns. Þrátt fyrir það segist Guðlaug nú ekki hafa neina hugmynd um hvort að Jón fái borgað fyrir þátttöku sína í starfi Samfylkingarinnar. „Ég veit ekkert um það. Ég hef ekki hugmynd um neinar greiðslur,“ segir Guðlaug.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15 Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15
Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25