Bandaríkin á leið niður „dimman veg“ undir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2017 10:41 Biden var varafoseti og náinn vinur Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Vísir/AFP Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé að leiða landið niður „dimman veg“ einangrunar á alþjóðavísu. „Við höfum virkilega áhyggjur af því að við séum á leið niður afar dimman veg. Það er ekki hræðsluáróður. Við erum að fara niður afar dimman veg sem einangrar Bandaríkin á heimssviðinu og þarf af leiðandi setur það hagsmuni Bandaríkjanna og bandarísku þjóðina í hættu frekar en að styrkja hana,“ sagði Biden við verðlaunaafhendingu í Washington-borg á fimmtudag. Þrátt fyrir þessa svörtu sýn á stöðu Bandaríkjanna nefndi Biden Trump aðeins á nafn nokkrum sinnum í ræðu sinni. Lýsti hann forsetanum sem „kjaftaski“ sem hefði alið á verstu hvötum Bandaríkjanna til að komast í embætti. Hann ógnaði nú áratugagömlum bandalögum sem Bandaríkin hefðu myndað, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. „Skírskotun lýðskrums og þjóðernishyggju er sírenusöngur, leið fyrir kjaftaska að auka völd sín, setja sjálfan sig á stall, brjóta niður tækin sem eru hönnuð í stjórnarskrá okkar til takmarka misbeitingu valds og að heimurinn sé settur úr jafnvægi,“ sagði Biden.Vísbending um að Biden og Trump taki beinni afstöðu gegn TrumpLíkti hann uppnefnum Trump í garð Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og herskárrar orðræðu forsetans við þá sem var ríkjandi í aðdraganda heimsstyrjaldanna á 20. öld. Trump hefur ítrekað uppnefnt Kim „litla eldflaugarmanninn“. „Að skiptast á fúkyrðum. Að setja fram niðrandi viðurnefndi. Að hóta því að „gereyða“ landi þar sem 25 milljónir manna búa. Svona óstöðugar aðgerðir gera ástandið aðeins verra og eyðir möguleikanum á viðræðum og eykur hættuna á átökunum,“ sagði Biden. Varaforsetinn fyrrverandi og Barack Obama, fyrrverandi forseti, hafa fram að þessu verið tregir til að gagnrýna Trump með beinum hætti. Ræða Biden þykir benda til þess að sú stefna þeirra gæti verið að breytast. Orðrómar hafa verið um að Biden gæti jafnvel boðið sig fram í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020. Donald Trump Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé að leiða landið niður „dimman veg“ einangrunar á alþjóðavísu. „Við höfum virkilega áhyggjur af því að við séum á leið niður afar dimman veg. Það er ekki hræðsluáróður. Við erum að fara niður afar dimman veg sem einangrar Bandaríkin á heimssviðinu og þarf af leiðandi setur það hagsmuni Bandaríkjanna og bandarísku þjóðina í hættu frekar en að styrkja hana,“ sagði Biden við verðlaunaafhendingu í Washington-borg á fimmtudag. Þrátt fyrir þessa svörtu sýn á stöðu Bandaríkjanna nefndi Biden Trump aðeins á nafn nokkrum sinnum í ræðu sinni. Lýsti hann forsetanum sem „kjaftaski“ sem hefði alið á verstu hvötum Bandaríkjanna til að komast í embætti. Hann ógnaði nú áratugagömlum bandalögum sem Bandaríkin hefðu myndað, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. „Skírskotun lýðskrums og þjóðernishyggju er sírenusöngur, leið fyrir kjaftaska að auka völd sín, setja sjálfan sig á stall, brjóta niður tækin sem eru hönnuð í stjórnarskrá okkar til takmarka misbeitingu valds og að heimurinn sé settur úr jafnvægi,“ sagði Biden.Vísbending um að Biden og Trump taki beinni afstöðu gegn TrumpLíkti hann uppnefnum Trump í garð Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og herskárrar orðræðu forsetans við þá sem var ríkjandi í aðdraganda heimsstyrjaldanna á 20. öld. Trump hefur ítrekað uppnefnt Kim „litla eldflaugarmanninn“. „Að skiptast á fúkyrðum. Að setja fram niðrandi viðurnefndi. Að hóta því að „gereyða“ landi þar sem 25 milljónir manna búa. Svona óstöðugar aðgerðir gera ástandið aðeins verra og eyðir möguleikanum á viðræðum og eykur hættuna á átökunum,“ sagði Biden. Varaforsetinn fyrrverandi og Barack Obama, fyrrverandi forseti, hafa fram að þessu verið tregir til að gagnrýna Trump með beinum hætti. Ræða Biden þykir benda til þess að sú stefna þeirra gæti verið að breytast. Orðrómar hafa verið um að Biden gæti jafnvel boðið sig fram í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020.
Donald Trump Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira