Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2017 08:46 Stephen Paddock var 64 ára gamall. Lögreglan er engu nær um ástæður þess að hann hóf skothríð úr herbergi sínu á Mandalay-hótelinu í Las Vegas á sunnudagskvöld. Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. Þannig telur lögreglan að það hafi ekki verið áætlun hans að fremja sjálfsvíg, líkt og hann gerði, heldur að lifa árásina af og flýja af vettvangi. Þetta kom fram á blaðamannafundi Joseph Lombardo, lögreglustjóra Las Vegas, í nótt. Hann sagði að svo virtist sem Paddock hefði verið í áratugi að sanka að sér vopnum en bara á síðastliðnu ári keypti hann 33 skotvopn. Lögregluna grunar að hann hafi átt sér vitorðsmann sem hafi hjálpað honum að undirbúa skotárásina en hafa þó ekki neinar tilgátur um hver það gæti verið. Þá hafði Paddock leigt sér aðra hótelíbúð í Las Vegas með útsýni yfir aðra tónlistarhátíðina helgina áður en hann lét til skarar skríða. Lögregluyfirvöld telja að það sé ekki Marilou Danley, sambýliskona Paddock. Hún var erlendis þegar hann gerði árásina og sagði lögreglu að hún hefði ekki haft hugmynd um áætlanir hans. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að líf Paddock var sveipað leyndarhjúpi svo ákaflega lítið er vitað um manninn og ekkert um ástæður blóðbaðsins. Meira en 100 rannsóknarlögreglumenn hafa síðastliðna þrjá daga farið í gegnum líf Paddock og skoðað nánast hvert smáatriði, en án mikils árangurs. „Það sem við vitum er að Paddock var maður sem var áratugum saman að sanka að sér vopnum og skotfærum. Þá lifði hann lífi sem er sveipað leyndarhjúp. Við erum engu nær um það hvað það var sem leiddi til þess að hann gerði þessa árás,“ sagði Lombardo á blaðamannafundinum í gær. Skotárásin stóð í níu til ellefu mínútur að sögn Lombardo. Auk þeirra tuga sem Paddock myrti særði hann hátt í 500 manns. Byggt á fréttum Guardian og CNN. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á Á myndbandinu má sjá hve mikið óvissa var á svæðinu og einnig má sjá lögregluþjóna leita skjóls segar Stephen Paddock skaut í áttina að þeim. 4. október 2017 11:06 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. Þannig telur lögreglan að það hafi ekki verið áætlun hans að fremja sjálfsvíg, líkt og hann gerði, heldur að lifa árásina af og flýja af vettvangi. Þetta kom fram á blaðamannafundi Joseph Lombardo, lögreglustjóra Las Vegas, í nótt. Hann sagði að svo virtist sem Paddock hefði verið í áratugi að sanka að sér vopnum en bara á síðastliðnu ári keypti hann 33 skotvopn. Lögregluna grunar að hann hafi átt sér vitorðsmann sem hafi hjálpað honum að undirbúa skotárásina en hafa þó ekki neinar tilgátur um hver það gæti verið. Þá hafði Paddock leigt sér aðra hótelíbúð í Las Vegas með útsýni yfir aðra tónlistarhátíðina helgina áður en hann lét til skarar skríða. Lögregluyfirvöld telja að það sé ekki Marilou Danley, sambýliskona Paddock. Hún var erlendis þegar hann gerði árásina og sagði lögreglu að hún hefði ekki haft hugmynd um áætlanir hans. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að líf Paddock var sveipað leyndarhjúpi svo ákaflega lítið er vitað um manninn og ekkert um ástæður blóðbaðsins. Meira en 100 rannsóknarlögreglumenn hafa síðastliðna þrjá daga farið í gegnum líf Paddock og skoðað nánast hvert smáatriði, en án mikils árangurs. „Það sem við vitum er að Paddock var maður sem var áratugum saman að sanka að sér vopnum og skotfærum. Þá lifði hann lífi sem er sveipað leyndarhjúp. Við erum engu nær um það hvað það var sem leiddi til þess að hann gerði þessa árás,“ sagði Lombardo á blaðamannafundinum í gær. Skotárásin stóð í níu til ellefu mínútur að sögn Lombardo. Auk þeirra tuga sem Paddock myrti særði hann hátt í 500 manns. Byggt á fréttum Guardian og CNN.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á Á myndbandinu má sjá hve mikið óvissa var á svæðinu og einnig má sjá lögregluþjóna leita skjóls segar Stephen Paddock skaut í áttina að þeim. 4. október 2017 11:06 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09
Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á Á myndbandinu má sjá hve mikið óvissa var á svæðinu og einnig má sjá lögregluþjóna leita skjóls segar Stephen Paddock skaut í áttina að þeim. 4. október 2017 11:06