Umhverfismál og menning mæta afgangi Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. október 2017 06:00 Umhverfismálin eru ekki ofarlega í huga kjósenda. vísir/vilhelm Heilbrigðismálin eru það málefni sem skiptir fólk mestu máli í kosningabaráttunni fram undan. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Rétt rúmlega þriðjungur, eða 37 prósent, þeirra sem afstöðu tóku nefndu heilbrigðismál. Næstflestir eða 12 prósent völdu efnahagsmál, 7 prósent málefni eldri borgara, 6 prósent nefndu menntamál og 4 prósent skattamál. Aðrir málaflokkar voru sjaldnar nefndir og til dæmis nefndu einungis 2 prósent svarenda umhverfismál og 1 prósent menningarmál. Þegar svörin eru skoðuð eftir kynjum sést talsverður munur, því 44 prósent þeirra kvenna, sem afstöðu taka, nefna heilbrigðismálin en einungis 17 prósent karla. Hins vegar nefna 17 prósent karla sem afstöðu taka efnahagsmálin en einungis 6 prósent kvenna. Heilbrigðismálin eru á meðal helstu bitbeina á Alþingi og hart var tekist á þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var kynnt snemma í september og staðan varð forsætisráðherra að umræðuefni í stefnuræðu hans. „Það er sérstakt gleðiefni að nú stefni loks í að á vormánuðum verði tekin fyrsta skóflustungan að meðferðarkjarna nýs Landspítala,“ sagði Bjarni og bætti við að gera þyrfti gangskör að byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða í framhaldinu. En stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um að svelta heilbrigðiskerfið. „Þeir sem þurfa mest á þjónustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góðærisins,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða málefni skiptir þig mestu máli i kosningabaráttunni fram undan? Alls tóku 80 prósent afstöðu til spurningarinnar, 17 prósent sögðust óákveðin en 3 prósent svöruðu ekki. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Myndi gjörbreyta stöðunni á Alþingi Ný skoðanakönnun bendir til þess að verulegar breytingar kunni að verða á þingstyrk flokka. Hvorki verður mynduð tveggja né þriggja flokka ríkisstjórn án aðkomu VG. 5. október 2017 06:00 Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Heilbrigðismálin eru það málefni sem skiptir fólk mestu máli í kosningabaráttunni fram undan. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Rétt rúmlega þriðjungur, eða 37 prósent, þeirra sem afstöðu tóku nefndu heilbrigðismál. Næstflestir eða 12 prósent völdu efnahagsmál, 7 prósent málefni eldri borgara, 6 prósent nefndu menntamál og 4 prósent skattamál. Aðrir málaflokkar voru sjaldnar nefndir og til dæmis nefndu einungis 2 prósent svarenda umhverfismál og 1 prósent menningarmál. Þegar svörin eru skoðuð eftir kynjum sést talsverður munur, því 44 prósent þeirra kvenna, sem afstöðu taka, nefna heilbrigðismálin en einungis 17 prósent karla. Hins vegar nefna 17 prósent karla sem afstöðu taka efnahagsmálin en einungis 6 prósent kvenna. Heilbrigðismálin eru á meðal helstu bitbeina á Alþingi og hart var tekist á þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var kynnt snemma í september og staðan varð forsætisráðherra að umræðuefni í stefnuræðu hans. „Það er sérstakt gleðiefni að nú stefni loks í að á vormánuðum verði tekin fyrsta skóflustungan að meðferðarkjarna nýs Landspítala,“ sagði Bjarni og bætti við að gera þyrfti gangskör að byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða í framhaldinu. En stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um að svelta heilbrigðiskerfið. „Þeir sem þurfa mest á þjónustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góðærisins,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða málefni skiptir þig mestu máli i kosningabaráttunni fram undan? Alls tóku 80 prósent afstöðu til spurningarinnar, 17 prósent sögðust óákveðin en 3 prósent svöruðu ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Myndi gjörbreyta stöðunni á Alþingi Ný skoðanakönnun bendir til þess að verulegar breytingar kunni að verða á þingstyrk flokka. Hvorki verður mynduð tveggja né þriggja flokka ríkisstjórn án aðkomu VG. 5. október 2017 06:00 Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Myndi gjörbreyta stöðunni á Alþingi Ný skoðanakönnun bendir til þess að verulegar breytingar kunni að verða á þingstyrk flokka. Hvorki verður mynduð tveggja né þriggja flokka ríkisstjórn án aðkomu VG. 5. október 2017 06:00
Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30