Gaukur mynstrar sig á Pírataskútuna Jakob Bjarnar skrifar 4. október 2017 15:04 Gaukur kominn um borð í Pírataskipið. Kosningarnar ber brátt að og framboðin eru nú í óða önn við að skipa í sín lið í slag sem er í raun þegar hafin. Gaukur Úlfarsson kvikmyndagerðarmaður hefur ráðið sig á Pírataskútuna sem sérlegur kosningaráðgjafi. Flokkarnir eru nú í óða önn við að raða í lið sín í kosningabaráttuna sem að þessu sinni ber brátt að, slagur sem í raun er þegar hafinn, enda aðeins mánuður í kosningar.Þaulvanur í framboðsmálum Píratar hafa krækt önglum sínum í Gauk, sem hefur meðal annars það á afrekaskránni að hafa verið helsti hugmyndafræðingurinn á bak við Jón Gnarr og allt hans pólitíska vafstur sem hlýtur að teljast sannkölluð sigurganga, auk þess sem hann kom dægurstjörnunni Silvíu Nótt rækilega á kortið. Þá kom hann einnig að kosningabaráttu Þóru Arnórsdóttur þegar hún bauð sig fram til forseta, gegn Ólafi Ragnari Grímssyni. Gaukur segist hafa veitt slíka þjónustu til hinna ýmsu stjórnmálaflokka og framboða í gegnum tíðina. „Mér lýst þannig á Pírata í dag, fannst þetta flokkur sem ég gæti kosið, í fyrsta skipti. En ég hef ekki kosið þá áður. Þetta er eini flokkurinn sem talar um mál sem ekki snúa bara að næstu mánuðum, heldur næstu áratugum. Framtíðarmál.“Helgi Hrafn ferskur andblær Gaukur tók því vel í það þegar til hans var leitað með að ganga til liðs við framboðið. Hann segir spurður það ekki svo vera að það sé skilyrði af sinni hálfu að pólitísk sannfæring fylgi, en það sé ekki verra. „Ég útiloka ekki að ég gæti starfað fyrir eitthvað og einhvern sem ég tengi ekki við með slíkum hætti. En, það væri erfiðara.“ Gaukur segir til dæmis að hann hafi ekki tekið að sér neina ráðgjöf fyrir síðustu kosningar, þó eftir því hafi verið leitað. „En, ef við viljum fá einhverja á þessu hringli þá eru Píratar sannarlega með ýmsar lausnir og hugmyndir. Þetta er nútímalegur miðjuflokkur. Og svo er Helgi Hrafn Gunnarsson kominn aftur, einhver ferskasti andblær sem hægt er að hugsa sér, í það minnsta sé litið til þessara kosninga.“ Kosningar 2017 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Gaukur Úlfarsson kvikmyndagerðarmaður hefur ráðið sig á Pírataskútuna sem sérlegur kosningaráðgjafi. Flokkarnir eru nú í óða önn við að raða í lið sín í kosningabaráttuna sem að þessu sinni ber brátt að, slagur sem í raun er þegar hafinn, enda aðeins mánuður í kosningar.Þaulvanur í framboðsmálum Píratar hafa krækt önglum sínum í Gauk, sem hefur meðal annars það á afrekaskránni að hafa verið helsti hugmyndafræðingurinn á bak við Jón Gnarr og allt hans pólitíska vafstur sem hlýtur að teljast sannkölluð sigurganga, auk þess sem hann kom dægurstjörnunni Silvíu Nótt rækilega á kortið. Þá kom hann einnig að kosningabaráttu Þóru Arnórsdóttur þegar hún bauð sig fram til forseta, gegn Ólafi Ragnari Grímssyni. Gaukur segist hafa veitt slíka þjónustu til hinna ýmsu stjórnmálaflokka og framboða í gegnum tíðina. „Mér lýst þannig á Pírata í dag, fannst þetta flokkur sem ég gæti kosið, í fyrsta skipti. En ég hef ekki kosið þá áður. Þetta er eini flokkurinn sem talar um mál sem ekki snúa bara að næstu mánuðum, heldur næstu áratugum. Framtíðarmál.“Helgi Hrafn ferskur andblær Gaukur tók því vel í það þegar til hans var leitað með að ganga til liðs við framboðið. Hann segir spurður það ekki svo vera að það sé skilyrði af sinni hálfu að pólitísk sannfæring fylgi, en það sé ekki verra. „Ég útiloka ekki að ég gæti starfað fyrir eitthvað og einhvern sem ég tengi ekki við með slíkum hætti. En, það væri erfiðara.“ Gaukur segir til dæmis að hann hafi ekki tekið að sér neina ráðgjöf fyrir síðustu kosningar, þó eftir því hafi verið leitað. „En, ef við viljum fá einhverja á þessu hringli þá eru Píratar sannarlega með ýmsar lausnir og hugmyndir. Þetta er nútímalegur miðjuflokkur. Og svo er Helgi Hrafn Gunnarsson kominn aftur, einhver ferskasti andblær sem hægt er að hugsa sér, í það minnsta sé litið til þessara kosninga.“
Kosningar 2017 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira