Bein útsending: Tilkynnt um friðarverðlaun Nóbels Þórdís Valsdóttir skrifar 6. október 2017 08:30 Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu Vísir/getty Nóbelsnefnd norska Stórþingsins mun tilkynna innan skamms hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels. Fréttamannafundurinn fer fram í Osló og verður í beinni útsendingu. Fundurinn hefst klukkan 9 og hægt er að fylgjast með útsendingunni hér að neðan. Norska nefndin samanstendur af fimm einstaklingum sem tilnefndir eru af norska þinginu.Mikil spenna ríkir á hverju ári yfir því hver hlýtur verðlaunin. Spekúlantar velta því fyrir sér hverjir koma til með að hreppa vinninginn og engin undantekning er á því nú í ár. Í ár bárust alls 318 tilnefningar, þar af eru 215 einstaklingar og 103 stofnanir. Upplýsingar um tilnefningarnar mega ekki líta dagsins ljós fyrr en 50 árum eftir að verðlaunin eru veitt. Frá árinu 1901 hafa 130 einstaklingar og stofnanir verið sæmd friðarverðlaunum Nóbels. Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu sem kostaði 220 þúsund manns lífið.Líklegir vinningshafar Margir telja líklegt að sjálfboðaliðar á átakasvæðum í Sýrlandi sem ganga undir nafninu „hvítu hjálmarnir“ muni hljóta verðlaunin í ár fyrir að hætta lífi sínu við leit að eftirlifandi fórnarlömbum í húsarústum í Aleppo. Sjálfboðaliðar í Sýrlandi sem kenna sig við hvíta hjálma eru taldir líklegir til að hljóta friðarverðlaunin í ár.Vísir/GettyBandaríkjamaðurinn Edward Snowden hefur einnig verið ofarlega á lista yfir þá sem líklegir teljast til að hreppa verðlaunin í ár. Hann varð þekktur á heimsvísu árið 2013 eftir að hann lak gríðarlegu magni leynilegra gagna bandarískra yfirvalda. Snowden flúði til Rússlands árið 2013. Bandaríkjamenn hafa ákært hann fyrir njósnir og krefjast þess að hann verði framseldur. Einnig hefur Frans páfi verið orðaður við verðlaunin ásamt Angelu Merkel. Hagfræðiverðlaun tilkynnt í næstu viku Friðarverðlaunin eru næstsíðustu Nóbelsverðlaunin sem tilkynnt eru á þessu ári. Á mánudaginn verða síðustu verðlaunin, hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nobel, tilkynnt. Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum í Stokkhólmi og hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Vísi. Nóbelsverðlaun Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Nóbelsnefnd norska Stórþingsins mun tilkynna innan skamms hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels. Fréttamannafundurinn fer fram í Osló og verður í beinni útsendingu. Fundurinn hefst klukkan 9 og hægt er að fylgjast með útsendingunni hér að neðan. Norska nefndin samanstendur af fimm einstaklingum sem tilnefndir eru af norska þinginu.Mikil spenna ríkir á hverju ári yfir því hver hlýtur verðlaunin. Spekúlantar velta því fyrir sér hverjir koma til með að hreppa vinninginn og engin undantekning er á því nú í ár. Í ár bárust alls 318 tilnefningar, þar af eru 215 einstaklingar og 103 stofnanir. Upplýsingar um tilnefningarnar mega ekki líta dagsins ljós fyrr en 50 árum eftir að verðlaunin eru veitt. Frá árinu 1901 hafa 130 einstaklingar og stofnanir verið sæmd friðarverðlaunum Nóbels. Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu sem kostaði 220 þúsund manns lífið.Líklegir vinningshafar Margir telja líklegt að sjálfboðaliðar á átakasvæðum í Sýrlandi sem ganga undir nafninu „hvítu hjálmarnir“ muni hljóta verðlaunin í ár fyrir að hætta lífi sínu við leit að eftirlifandi fórnarlömbum í húsarústum í Aleppo. Sjálfboðaliðar í Sýrlandi sem kenna sig við hvíta hjálma eru taldir líklegir til að hljóta friðarverðlaunin í ár.Vísir/GettyBandaríkjamaðurinn Edward Snowden hefur einnig verið ofarlega á lista yfir þá sem líklegir teljast til að hreppa verðlaunin í ár. Hann varð þekktur á heimsvísu árið 2013 eftir að hann lak gríðarlegu magni leynilegra gagna bandarískra yfirvalda. Snowden flúði til Rússlands árið 2013. Bandaríkjamenn hafa ákært hann fyrir njósnir og krefjast þess að hann verði framseldur. Einnig hefur Frans páfi verið orðaður við verðlaunin ásamt Angelu Merkel. Hagfræðiverðlaun tilkynnt í næstu viku Friðarverðlaunin eru næstsíðustu Nóbelsverðlaunin sem tilkynnt eru á þessu ári. Á mánudaginn verða síðustu verðlaunin, hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nobel, tilkynnt. Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum í Stokkhólmi og hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Vísi.
Nóbelsverðlaun Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira