Íslendingur á Mandalay-hótelinu: „Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2017 10:49 Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. Jón dvelur þar ásamt fjórum öðrum starfsmönnum fyrirtæksins sem eru í Las Vegas á ráðstefnu. Þeir eru allir heilir á húfi en yfir 50 manns létust í árásinni og að minnsta kosti 200 eru særðir. „Við heyrðum læti hérna úti eins og það væri hreinlega verið að skjóta upp flugeldum. Það rjúka hreinlega allir út sem eru hérna á veitingastaðnum en hann er nánast á efstu hæð. Það var hræðilegt að horfa á fólk tvístrast út um allt og hlaupa. Skotunum rigndi yfir mannskapinn á þessum útitónleikum sem voru bara hér hinu megin við götuna,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu í morgun. Jón var staddur ásamt tveimur öðrum starfsmönnum NetApp á veitingastað á hótelinu þegar skotárásin hófst. Árásarmaðurinn var fyrir neðan veitingastaðinn, á 32. hæð, en fjórum hæðum neðar, á 28. hæð, voru tveir aðrir starfsmenn NetApp inni á hótelherbergi. „Við erum enn læst inni eftir að sérsveitin kom hérna með byssur og vasaljós í andlitið á öllum og lét alla leggjast í gólfið. Þeir eru búnir að fara þannig yfir allar hæðirnar hér á hótelinu. Þetta er hræðilegt.“ Árásarmaðurinn var felldur á hótelinu af lögreglu og segir Jón að Íslendingarnir hafi orðið varir við þau átök. „Já, það heyrðist úti um allt, skot og sprengjuhljóð. Nú er dauðaþögn hérna hjá öllum. Við erum hérna læst inni á efstu hæð, 150 til 200 manns, og bíðum eftir því að fá að vita hvenær verður óhætt að rýma hótelið,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu. Þá var einnig rætt við hann í þættinum Harmageddon í morgun og má hlusta á það viðal í spilaranum hér fyrir neðan. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Fimm Íslendingar á hóteli árásarmannsins í Las Vegas Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. 2. október 2017 09:01 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. Jón dvelur þar ásamt fjórum öðrum starfsmönnum fyrirtæksins sem eru í Las Vegas á ráðstefnu. Þeir eru allir heilir á húfi en yfir 50 manns létust í árásinni og að minnsta kosti 200 eru særðir. „Við heyrðum læti hérna úti eins og það væri hreinlega verið að skjóta upp flugeldum. Það rjúka hreinlega allir út sem eru hérna á veitingastaðnum en hann er nánast á efstu hæð. Það var hræðilegt að horfa á fólk tvístrast út um allt og hlaupa. Skotunum rigndi yfir mannskapinn á þessum útitónleikum sem voru bara hér hinu megin við götuna,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu í morgun. Jón var staddur ásamt tveimur öðrum starfsmönnum NetApp á veitingastað á hótelinu þegar skotárásin hófst. Árásarmaðurinn var fyrir neðan veitingastaðinn, á 32. hæð, en fjórum hæðum neðar, á 28. hæð, voru tveir aðrir starfsmenn NetApp inni á hótelherbergi. „Við erum enn læst inni eftir að sérsveitin kom hérna með byssur og vasaljós í andlitið á öllum og lét alla leggjast í gólfið. Þeir eru búnir að fara þannig yfir allar hæðirnar hér á hótelinu. Þetta er hræðilegt.“ Árásarmaðurinn var felldur á hótelinu af lögreglu og segir Jón að Íslendingarnir hafi orðið varir við þau átök. „Já, það heyrðist úti um allt, skot og sprengjuhljóð. Nú er dauðaþögn hérna hjá öllum. Við erum hérna læst inni á efstu hæð, 150 til 200 manns, og bíðum eftir því að fá að vita hvenær verður óhætt að rýma hótelið,“ sagði Jón í samtali við fréttastofu. Þá var einnig rætt við hann í þættinum Harmageddon í morgun og má hlusta á það viðal í spilaranum hér fyrir neðan.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Fimm Íslendingar á hóteli árásarmannsins í Las Vegas Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. 2. október 2017 09:01 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Fimm Íslendingar á hóteli árásarmannsins í Las Vegas Fimm Íslendingar eru nú læstir inni á Mandalay-hótelinu í Las Vegas en lögreglan telur að maður sem hóf skotárás á tónlistarhátíð í borginni í morgun hafi skotið frá 32. hæð hótelsins. 2. október 2017 09:01