Skýr svör til launafólks Vésteinn Valgarðsson skrifar 19. október 2017 15:15 Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, kallaði nýlega eftir svörum frambjóðenda til launafólks við nokkrum mikilvægum spurningum. Þeim er bæði ljúft og skylt að svara. Félagslegur stöðugleiki næst með félagslegu réttlæti og öryggi. Þess vegna vill Alþýðufylkingin að öllum sem ekki eru í vinnu sé tryggð framfærsla. Við viljum að hún sé reiknuð eftir sömu formúlu fyrir alla, enda aukaatriði hvort fólk er launalaust vegna heilsuleysis, barneigna, náms, elli eða annars. Ef allir hafa sama rétt er líka auðveldara að ná samstöðu um upphæð sem dugar fyrir þokkalegum lífskjörum. Alþýðufylkingin vill fjölskylduvænna samfélag, enda lýtur stefnuskráin öll að því að bæta lífskjör alþýðunnar í landinu. Við viljum meðal annars að samanlagt fæðingarorlof með einu barni verði tvö ár - sem er best fyrir barnið. Við viljum líka minnka þrýsting á fátækt fólk, m.a. stytta vinnuvikuna, herða lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum, og ókeypis menntun og heilbrigðisþjónustu. Meiri frítími, minni streita, fjölskylduvænna samfélag. Alþýðufylkingin er eini flokkurinn sem boðar að samfélagið eigi almennt að reka heilbrigðisþjónustuna sem það borgar. Það þýðir betri þjónustu og meira fyrir peninginn. Sjúklingur á ekki að borga fyrir að veikjast. Það er allra hagur að samneyslan dekki það -- enda geta allir misst heilsuna. Kynbundinn launamunur er samfélagsmein sem passar gildismati kapítalismans, þar sem peningar koma fyrst, iðnvædd framleiðsla næst, og umönnun og uppeldi einhvers staðar mun aftar. Við viljum hækka laun umönnunar- og uppeldisstétta, afnema launaleynd og gera launamyndun gegnsærri, m.a. með hærri launatöxtum. Við viljum gera úrskurð ágreiningsmála endurgjaldslausan, m.a. fyrir dómstólum, svo réttlætið sé ekki eins stéttskipt. Í húsnæðismálum er uppbygging leigufélaga fyrir tekjulága góð byrjun, en aðalatriðið í húsnæðisstefnu Alþýðufylkingarinnar er félagslegt fjármálakerfi, sem lánar vaxtalaus húsnæðislán af samfélagslegu eiginfé. Það ætti að lækka húsnæðiskostnaðinn um meira en helming, hvort sem það eru afborganir eða leiga, og munar víst um minna. Aðalatriðið í stefnu okkar er þó að stefnuskráin er ekki listi af kosningaloforðum, heldur markmið sem við viljum berjast fyrir, hvort sem það er innan eða utan Alþingis. Og sigur næst ekki nema alþýðan hætti að vera bara þolandi í stéttabaráttunni og taki málin í sínar hendur: taki völdin og ábyrgðina á kjörum sínum. Í því munu samtök vinnandi fólks leika stórt hlutverk. Ég vil að bjóða lesendum að koma við á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar: www.althydufylkingin.is - þar má lesa nánar um þessi málefni og margt fleira bitastætt. Höfundur er varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, kallaði nýlega eftir svörum frambjóðenda til launafólks við nokkrum mikilvægum spurningum. Þeim er bæði ljúft og skylt að svara. Félagslegur stöðugleiki næst með félagslegu réttlæti og öryggi. Þess vegna vill Alþýðufylkingin að öllum sem ekki eru í vinnu sé tryggð framfærsla. Við viljum að hún sé reiknuð eftir sömu formúlu fyrir alla, enda aukaatriði hvort fólk er launalaust vegna heilsuleysis, barneigna, náms, elli eða annars. Ef allir hafa sama rétt er líka auðveldara að ná samstöðu um upphæð sem dugar fyrir þokkalegum lífskjörum. Alþýðufylkingin vill fjölskylduvænna samfélag, enda lýtur stefnuskráin öll að því að bæta lífskjör alþýðunnar í landinu. Við viljum meðal annars að samanlagt fæðingarorlof með einu barni verði tvö ár - sem er best fyrir barnið. Við viljum líka minnka þrýsting á fátækt fólk, m.a. stytta vinnuvikuna, herða lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum, og ókeypis menntun og heilbrigðisþjónustu. Meiri frítími, minni streita, fjölskylduvænna samfélag. Alþýðufylkingin er eini flokkurinn sem boðar að samfélagið eigi almennt að reka heilbrigðisþjónustuna sem það borgar. Það þýðir betri þjónustu og meira fyrir peninginn. Sjúklingur á ekki að borga fyrir að veikjast. Það er allra hagur að samneyslan dekki það -- enda geta allir misst heilsuna. Kynbundinn launamunur er samfélagsmein sem passar gildismati kapítalismans, þar sem peningar koma fyrst, iðnvædd framleiðsla næst, og umönnun og uppeldi einhvers staðar mun aftar. Við viljum hækka laun umönnunar- og uppeldisstétta, afnema launaleynd og gera launamyndun gegnsærri, m.a. með hærri launatöxtum. Við viljum gera úrskurð ágreiningsmála endurgjaldslausan, m.a. fyrir dómstólum, svo réttlætið sé ekki eins stéttskipt. Í húsnæðismálum er uppbygging leigufélaga fyrir tekjulága góð byrjun, en aðalatriðið í húsnæðisstefnu Alþýðufylkingarinnar er félagslegt fjármálakerfi, sem lánar vaxtalaus húsnæðislán af samfélagslegu eiginfé. Það ætti að lækka húsnæðiskostnaðinn um meira en helming, hvort sem það eru afborganir eða leiga, og munar víst um minna. Aðalatriðið í stefnu okkar er þó að stefnuskráin er ekki listi af kosningaloforðum, heldur markmið sem við viljum berjast fyrir, hvort sem það er innan eða utan Alþingis. Og sigur næst ekki nema alþýðan hætti að vera bara þolandi í stéttabaráttunni og taki málin í sínar hendur: taki völdin og ábyrgðina á kjörum sínum. Í því munu samtök vinnandi fólks leika stórt hlutverk. Ég vil að bjóða lesendum að koma við á heimasíðu Alþýðufylkingarinnar: www.althydufylkingin.is - þar má lesa nánar um þessi málefni og margt fleira bitastætt. Höfundur er varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun