Hættum að vandræðast með lyfin Jakob Falur Garðarsson skrifar 19. október 2017 13:30 Í byrjun þessa árs samþykkti ríkisstjórnin viðbótarfjármagn til innkaupa á nýjum lyfjum, því enn eitt árið voru fjárheimildir á þrotum áður en árið var í raun hafið. Höfð var í flimtingum samlíking við kvikmyndina Groundhog Day, þegar á vef velferðarráðuneytisins birtist nær samhljóða frétt og ári fyrr um að ríkisstjórnin hafi samþykkt að beina því til ráðherra að leita leiða til að fjármagna kaup á nýjum lyfjum. Svona hefur staðan verið árum saman. Vanáætlun á framlögum til þessa málaflokks í fjárlögum á sér svo þá birtingarmynd að Ísland hefur verið eftirbátur þeirra landa sem við helst berum okkur saman við þegar kemur að upptöku nýrra lyfja. Tölur sem Frumtök birtu í byrjun ársins sýndu að af 25 nýjum krabbameinslyfjum sem Evrópska lyfjamálastofnunin veitti markaðsleyfi á tilteknu árabili höfðu Norðmenn tekið 24 í notkun, á meðan 8 voru tekin í notkun hér á landi. Meðaltalið var 21 lyf hjá Norðurlöndunum fjórum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Læknar hér á landi hafa ítrekað kvartað undan því að fá ekki aðgang að nýjustu og bestu lyfjum til jafns við norræna starfsbræður sína og undir þá gagnrýni hafa samtök sjúklinga líka tekið. Íslendingum finnst, réttilega, að hér eigi að vera í boði heilbrigðisþjónusta sem er á pari við það sem best þekkist og góður aðgangur að þeim lyfjum sem mest gagn gera í baráttu við illvíga sjúkdóma á borð við krabbamein. Á þessu ári komst aftur hreyfing á samþykki nýrra lyfja vegna sértækra aðgerða velferðar- og fjármálaráðherra og er það vel. Þá er líka fagnaðarefni að í fjármálaáætlun þeirri sem ríkisstjórnin lagði fram til næstu ára er gert ráð fyrir auknum fjármunum vegna nýrra lyfja á næstu árum. Hafa þar verið tekin skref í rétta átt. Nú líður aftur að kosningum og full ástæða til að skora á nýtt Alþingi að tryggja að þessi árvissi vandræðagangur varðandi vanáætlaðar fjárveitingar heyri sögunni til og að tekið verði upp vinnulag sem tryggi ekki síðri aðgang að nýjum lyfjum en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Stundum er haft á orði að lyf séu dýr, en hér á landi er verð sjúkrahúslyfja miðað við lægsta verð sem finna má í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Í samanburði er verð sjúkrahúslyfja hér á landi því ávallt með því lægsta á Norðurlöndunum. Er þá ótalinn sá samfélagslegi ávinningur sem fenginn er með notkun nýrra lyfja með betri virkni. Góð lyf eru hluti af góðri heilbrigðisþjónustu og stuðla að bættu heilsufari fólks, með aukinni starfsgetu og færri innlögnum á heilbrigðisstofnanir. Notkun þeirra er allra hagur. Ríkið sparar og fólki líður betur.Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í byrjun þessa árs samþykkti ríkisstjórnin viðbótarfjármagn til innkaupa á nýjum lyfjum, því enn eitt árið voru fjárheimildir á þrotum áður en árið var í raun hafið. Höfð var í flimtingum samlíking við kvikmyndina Groundhog Day, þegar á vef velferðarráðuneytisins birtist nær samhljóða frétt og ári fyrr um að ríkisstjórnin hafi samþykkt að beina því til ráðherra að leita leiða til að fjármagna kaup á nýjum lyfjum. Svona hefur staðan verið árum saman. Vanáætlun á framlögum til þessa málaflokks í fjárlögum á sér svo þá birtingarmynd að Ísland hefur verið eftirbátur þeirra landa sem við helst berum okkur saman við þegar kemur að upptöku nýrra lyfja. Tölur sem Frumtök birtu í byrjun ársins sýndu að af 25 nýjum krabbameinslyfjum sem Evrópska lyfjamálastofnunin veitti markaðsleyfi á tilteknu árabili höfðu Norðmenn tekið 24 í notkun, á meðan 8 voru tekin í notkun hér á landi. Meðaltalið var 21 lyf hjá Norðurlöndunum fjórum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Læknar hér á landi hafa ítrekað kvartað undan því að fá ekki aðgang að nýjustu og bestu lyfjum til jafns við norræna starfsbræður sína og undir þá gagnrýni hafa samtök sjúklinga líka tekið. Íslendingum finnst, réttilega, að hér eigi að vera í boði heilbrigðisþjónusta sem er á pari við það sem best þekkist og góður aðgangur að þeim lyfjum sem mest gagn gera í baráttu við illvíga sjúkdóma á borð við krabbamein. Á þessu ári komst aftur hreyfing á samþykki nýrra lyfja vegna sértækra aðgerða velferðar- og fjármálaráðherra og er það vel. Þá er líka fagnaðarefni að í fjármálaáætlun þeirri sem ríkisstjórnin lagði fram til næstu ára er gert ráð fyrir auknum fjármunum vegna nýrra lyfja á næstu árum. Hafa þar verið tekin skref í rétta átt. Nú líður aftur að kosningum og full ástæða til að skora á nýtt Alþingi að tryggja að þessi árvissi vandræðagangur varðandi vanáætlaðar fjárveitingar heyri sögunni til og að tekið verði upp vinnulag sem tryggi ekki síðri aðgang að nýjum lyfjum en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Stundum er haft á orði að lyf séu dýr, en hér á landi er verð sjúkrahúslyfja miðað við lægsta verð sem finna má í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Í samanburði er verð sjúkrahúslyfja hér á landi því ávallt með því lægsta á Norðurlöndunum. Er þá ótalinn sá samfélagslegi ávinningur sem fenginn er með notkun nýrra lyfja með betri virkni. Góð lyf eru hluti af góðri heilbrigðisþjónustu og stuðla að bættu heilsufari fólks, með aukinni starfsgetu og færri innlögnum á heilbrigðisstofnanir. Notkun þeirra er allra hagur. Ríkið sparar og fólki líður betur.Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar