Heimir sagði Gumma Ben frá ráðunum sem hann fékk frá þjálfara heimsmeistara Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2017 09:15 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. Guðmundur Benediktsson spyr Heimi meðal annars út í það hvort það hafi komið til greina að gera einhverjar breytingar á fastmótuðu byrjunarliði íslenska landsliðsins eftir EM. „Við sáum það á EM í Frakklandi að það var kominn þreyta í liðið enda spiluðum við nánast á sama liðinu alla leikina. Varstu byrjaður að skoða það eitthvað eftir EM að þú þyrftir að hressa liðið við í einhverjum stöðum?,“ spurði Guðmundur. „Já og nei. Ekki af því að við vorum eitthvað að setja út á leikmennina sjálfa því þeir stóðu sig alveg gríðarlega vel og eru að gera enn í dag. Hinsvegar vorum við orðnir frekar auðlesnir og það var kannski meira áhyggjuefni,“ sagði Heimir. „Ég talaði við reyndari menn og átti til dæmis góðan fund með Marcello Lippi þegar við fórum til Kína. Ég spurði hann um hvað hann gerði þegar hann varð heimsmeistari með Ítalíu. Hvernig hann byrjaði aftur nýtt móment,“ sagði Heimir en Marcello Lippi gerði Ítalíu að heimsmeisturum 2006. „Hann sagði: Ég sjokkeraði hópinn og henti fimm, sex leikmönnum út úr hópnum. Það væri mjög sniðugt. Ég sagði að við værum ekki Ítalía. Ég gæti ekki farið í Seríu A og tekið sjö til átta leikmenn upp þar,“ sagði Heimir brosandi. „Ein af ástæðunum fyrir því að við höfum gefið leikmönnum tækifæri að spila í liðinu eftir EM er það að það má ekki vera þannig að menn gangi að landsliðssætinu sínu vísu,“ sagði Heimir og bætti við: „Svo hafa leikmenn sýnt það af þeim sem hafa komið inn í hópinn að þeir eru tilbúnir. Þeir hafa spilað mjög vel sama hvað hefur gengið á. Við höfum misst nánast hvern einasta leikmann út úr liðinu í þessari keppni sem er mjög óvanalega miðað við síðustu fjögur ár þar á undan þar sem við gátum nánast alltaf spilað á öllum mönnum,“ sagði Heimir. Það smá brot úr viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið verður síðan sýnt í heild sinni á Stöð 2 Sport klukkan 21.00 í kvöld. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. Guðmundur Benediktsson spyr Heimi meðal annars út í það hvort það hafi komið til greina að gera einhverjar breytingar á fastmótuðu byrjunarliði íslenska landsliðsins eftir EM. „Við sáum það á EM í Frakklandi að það var kominn þreyta í liðið enda spiluðum við nánast á sama liðinu alla leikina. Varstu byrjaður að skoða það eitthvað eftir EM að þú þyrftir að hressa liðið við í einhverjum stöðum?,“ spurði Guðmundur. „Já og nei. Ekki af því að við vorum eitthvað að setja út á leikmennina sjálfa því þeir stóðu sig alveg gríðarlega vel og eru að gera enn í dag. Hinsvegar vorum við orðnir frekar auðlesnir og það var kannski meira áhyggjuefni,“ sagði Heimir. „Ég talaði við reyndari menn og átti til dæmis góðan fund með Marcello Lippi þegar við fórum til Kína. Ég spurði hann um hvað hann gerði þegar hann varð heimsmeistari með Ítalíu. Hvernig hann byrjaði aftur nýtt móment,“ sagði Heimir en Marcello Lippi gerði Ítalíu að heimsmeisturum 2006. „Hann sagði: Ég sjokkeraði hópinn og henti fimm, sex leikmönnum út úr hópnum. Það væri mjög sniðugt. Ég sagði að við værum ekki Ítalía. Ég gæti ekki farið í Seríu A og tekið sjö til átta leikmenn upp þar,“ sagði Heimir brosandi. „Ein af ástæðunum fyrir því að við höfum gefið leikmönnum tækifæri að spila í liðinu eftir EM er það að það má ekki vera þannig að menn gangi að landsliðssætinu sínu vísu,“ sagði Heimir og bætti við: „Svo hafa leikmenn sýnt það af þeim sem hafa komið inn í hópinn að þeir eru tilbúnir. Þeir hafa spilað mjög vel sama hvað hefur gengið á. Við höfum misst nánast hvern einasta leikmann út úr liðinu í þessari keppni sem er mjög óvanalega miðað við síðustu fjögur ár þar á undan þar sem við gátum nánast alltaf spilað á öllum mönnum,“ sagði Heimir. Það smá brot úr viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið verður síðan sýnt í heild sinni á Stöð 2 Sport klukkan 21.00 í kvöld.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira