Landsliðsþjálfarar fordæma atburðarás sem þjálfari ÍR hrinti af stað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2017 08:15 Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar Íslands í körfubolta hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæma atburðarásina sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR, Brynjar Karl Sigurðsson, hrinti af stað á fjölliðamóti KKÍ í Ásgarði í Garðabæ um liðna helgi. Stelpurnar, Brynjar Karl og foreldrar þeirra mótmæltu því fyrir utan Ásgarð að þær mættu ekki taka þátt í minniboltamóti drengjaflokks. ÍR-ingar voru ósáttir með að KKÍ hafi hafnað beiðni þeirra um að stelpurnar mættu spila á móti strákum á sama aldri. „Við fordæmum þá atburðarás sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR hrinti af stað um liðna helgi á fjölliðamóti KKÍ í Garðabæ. Það var sláandi að sjá að ungum iðkendum var beitt til að gagnrýna körfuknattleikshreyfinguna,“ segir í yfirlýsingunni. „Það hefur verið dapurlegt að heyra hvernig umræðan hefur verið afvegaleidd og markvisst uppbyggingarstarf KKÍ og fjölmargra félaga, bæði fyrir stúlkur og drengi, er gagnrýnt með ómaklegum hætti. Það er mat okkar að þær ásakanir sem fram hafa komið af hendi fulltrúa ÍR vinni gegn útbreiðslu körfuknattleiks. Við teljum að aðgerðir ÍR séu hvorki körfuknattleik né jafnrétti til framdráttar.“ Umræddar stúlkur í ÍR æfðu áður undir handleiðslu Brynjars Karls hjá Stjörnunni. Garðabæjarfélagið sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þjálfunaraðferðir Brynjars Karls voru gagnrýndar harðlega. Hann var m.a. sakaður um að hafa hrakið stúlkur úr Stjörnunni með þjálfunaraðferðum sínum.Yfirlýsinguna frá nú- og fyrrverandi landsliðsþjálfurum Íslands í heild má finna hér að neðan:Í kjölfar umræðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um þátttöku 10 ára stúlkna í minniboltamóti KKÍ vilja undirritaðir körfuknattleiksþjálfarar koma eftirfarandi á framfæri.Við fordæmum þá atburðarás sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR hrinti af stað um liðna helgi á fjölliðamóti KKÍ í Garðabæ. Það var sláandi að sjá að ungum iðkendum var beitt til að gagnrýna körfuknattleikshreyfinguna. Það hefur verið dapurlegt að heyra hvernig umræðan hefur verið afvegaleidd og markvisst uppbyggingarstarf KKÍ og fjölmargra félaga, bæði fyrir stúlkur og drengi, er gagnrýnt með ómaklegum hætti. Það er mat okkar að þær ásakanir sem fram hafa komið af hendi fulltrúa ÍR vinni gegn útbreiðslu körfuknattleiks. Við teljum að aðgerðir ÍR séu hvorki körfuknattleik né jafnrétti til framdráttar.Við fögnum því að körfuknattleiksdeild ÍR hafi nú stigið fram, eflt kvennadeild félagsins og byrjað aftur með meistaraflokk kvenna, eftir rúmlega 10 ára hlé. Breiðholtið er gott og fjölmennt hverfi og börn þar eiga rétt á að stunda körfuknattleik til jafns við aðrar íþróttir. Á sama tíma höfum við verulegar efasemdir um að þeirra fyrsta skref nú eigi að vera að gagnrýna og úthrópa það starf sem KKÍ og félög hafa unnið á síðustu árum og áratugum. Við hvetjum forsvarsmenn ÍR að taka þátt í umræðu með okkur og KKÍ um uppbyggingu körfuknattleiks og markmiði með þátttöku yngri iðkenda og afreksstarfi þeirra eldri.Við hörmum að svona sé komið og teljum skaðlegt að mál af þessum toga sé rakið í fjölmiðlum, öllum til ógagns, ekki síst þeim börnum sem eiga í hlut. Við hvetjum körfuknattleiksdeild ÍR til að beina málum í réttan farveg og draga til baka ummæli sem fallið hafa. Börn eiga rétt að fá að vera börn og standa fyrir utan harkalegar deilur einstaklinga við íþróttahreyfinguna. Við veltum fyrir okkur, fyrir hvern eru aðgerðir eða mótmæli á borð við atburði síðustu helgar? Hver hefur hag af slíkri uppákomu?Rétt er að benda á að oftsinnis í öllum íþróttagreinum hafa komið upp hópar, stúlkna jafnt sem drengja, sem hafa haft yfirburði, tímabundið eða til lengri tíma, yfir jafnaldra sína. Í öllum tilvikum hafa verið fundnar leiðir til að allir fái verkefni við hæfi, eftir getu, þroska (andlegum og líkamlegum) og áhuga. Sú leið sem körfuknattleiksdeild ÍR valdi er einfaldlega röng og er skaðleg fyrir leikinn og börnin að okkar mati.Við óskum ÍR góðs gengis í uppbyggingu á kvennakörfubolta í Breiðholtinu.Undirrituð hafa öll margra ára eða áratuga reynslu af körfuboltaþjálfun, hafa þjálfað stúlkur sem drengi, meistaraflokk beggja kynja og landslið Íslands. Allir þjálfarar eru sammála um mikilvægi jafnréttis kynjanna í íþróttum. Halda þurfi áfram þarf að vinna markvist að því að jafna hlut kynjanna í íþróttum. Við öll sem ritum nafn okkar hér hafa hlotið menntun og þjálfun til að kenna börnum og fullorðnum og leiðbeina þeim í körfuknattleik, auk þess sem sum hafa menntað sig í uppeldisfræðum.Virðingarfyllst,Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfararÁgúst S. BjörgvinssonÁrni Þór HilmarssonBenedikt GuðmundssonBylgja SverrisdóttirEinar Árni JóhannssonFinnur JónssonFinnur Freyr StefánssonFriðrik Ingi RúnarssonHelena SverrisdóttirHildur SigurðardóttirHjalti Þór VilhjálmssonIngi Þór SteinþórssonIngvar Þór GuðjónssonÍvar ÁsgrímssonKjartan Atli KjartanssonLárus JónssonMargrét SturlaugsdóttirSigurður IngimundarsonSnorri Örn ArnaldssonSverrir Þór SverrissonSævaldur Bjarnason Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Segja að Brynjar hafi hrakið stúlkur úr Stjörnunni með þjálfunaraðferðum sínum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar sendi frá sér ítarlega yfirlýsingu í dag vegna þjálfarans, Brynjars Karl Sigurðssonar. 18. október 2017 18:04 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar Íslands í körfubolta hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæma atburðarásina sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR, Brynjar Karl Sigurðsson, hrinti af stað á fjölliðamóti KKÍ í Ásgarði í Garðabæ um liðna helgi. Stelpurnar, Brynjar Karl og foreldrar þeirra mótmæltu því fyrir utan Ásgarð að þær mættu ekki taka þátt í minniboltamóti drengjaflokks. ÍR-ingar voru ósáttir með að KKÍ hafi hafnað beiðni þeirra um að stelpurnar mættu spila á móti strákum á sama aldri. „Við fordæmum þá atburðarás sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR hrinti af stað um liðna helgi á fjölliðamóti KKÍ í Garðabæ. Það var sláandi að sjá að ungum iðkendum var beitt til að gagnrýna körfuknattleikshreyfinguna,“ segir í yfirlýsingunni. „Það hefur verið dapurlegt að heyra hvernig umræðan hefur verið afvegaleidd og markvisst uppbyggingarstarf KKÍ og fjölmargra félaga, bæði fyrir stúlkur og drengi, er gagnrýnt með ómaklegum hætti. Það er mat okkar að þær ásakanir sem fram hafa komið af hendi fulltrúa ÍR vinni gegn útbreiðslu körfuknattleiks. Við teljum að aðgerðir ÍR séu hvorki körfuknattleik né jafnrétti til framdráttar.“ Umræddar stúlkur í ÍR æfðu áður undir handleiðslu Brynjars Karls hjá Stjörnunni. Garðabæjarfélagið sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þjálfunaraðferðir Brynjars Karls voru gagnrýndar harðlega. Hann var m.a. sakaður um að hafa hrakið stúlkur úr Stjörnunni með þjálfunaraðferðum sínum.Yfirlýsinguna frá nú- og fyrrverandi landsliðsþjálfurum Íslands í heild má finna hér að neðan:Í kjölfar umræðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um þátttöku 10 ára stúlkna í minniboltamóti KKÍ vilja undirritaðir körfuknattleiksþjálfarar koma eftirfarandi á framfæri.Við fordæmum þá atburðarás sem þjálfari körfuknattleiksdeildar ÍR hrinti af stað um liðna helgi á fjölliðamóti KKÍ í Garðabæ. Það var sláandi að sjá að ungum iðkendum var beitt til að gagnrýna körfuknattleikshreyfinguna. Það hefur verið dapurlegt að heyra hvernig umræðan hefur verið afvegaleidd og markvisst uppbyggingarstarf KKÍ og fjölmargra félaga, bæði fyrir stúlkur og drengi, er gagnrýnt með ómaklegum hætti. Það er mat okkar að þær ásakanir sem fram hafa komið af hendi fulltrúa ÍR vinni gegn útbreiðslu körfuknattleiks. Við teljum að aðgerðir ÍR séu hvorki körfuknattleik né jafnrétti til framdráttar.Við fögnum því að körfuknattleiksdeild ÍR hafi nú stigið fram, eflt kvennadeild félagsins og byrjað aftur með meistaraflokk kvenna, eftir rúmlega 10 ára hlé. Breiðholtið er gott og fjölmennt hverfi og börn þar eiga rétt á að stunda körfuknattleik til jafns við aðrar íþróttir. Á sama tíma höfum við verulegar efasemdir um að þeirra fyrsta skref nú eigi að vera að gagnrýna og úthrópa það starf sem KKÍ og félög hafa unnið á síðustu árum og áratugum. Við hvetjum forsvarsmenn ÍR að taka þátt í umræðu með okkur og KKÍ um uppbyggingu körfuknattleiks og markmiði með þátttöku yngri iðkenda og afreksstarfi þeirra eldri.Við hörmum að svona sé komið og teljum skaðlegt að mál af þessum toga sé rakið í fjölmiðlum, öllum til ógagns, ekki síst þeim börnum sem eiga í hlut. Við hvetjum körfuknattleiksdeild ÍR til að beina málum í réttan farveg og draga til baka ummæli sem fallið hafa. Börn eiga rétt að fá að vera börn og standa fyrir utan harkalegar deilur einstaklinga við íþróttahreyfinguna. Við veltum fyrir okkur, fyrir hvern eru aðgerðir eða mótmæli á borð við atburði síðustu helgar? Hver hefur hag af slíkri uppákomu?Rétt er að benda á að oftsinnis í öllum íþróttagreinum hafa komið upp hópar, stúlkna jafnt sem drengja, sem hafa haft yfirburði, tímabundið eða til lengri tíma, yfir jafnaldra sína. Í öllum tilvikum hafa verið fundnar leiðir til að allir fái verkefni við hæfi, eftir getu, þroska (andlegum og líkamlegum) og áhuga. Sú leið sem körfuknattleiksdeild ÍR valdi er einfaldlega röng og er skaðleg fyrir leikinn og börnin að okkar mati.Við óskum ÍR góðs gengis í uppbyggingu á kvennakörfubolta í Breiðholtinu.Undirrituð hafa öll margra ára eða áratuga reynslu af körfuboltaþjálfun, hafa þjálfað stúlkur sem drengi, meistaraflokk beggja kynja og landslið Íslands. Allir þjálfarar eru sammála um mikilvægi jafnréttis kynjanna í íþróttum. Halda þurfi áfram þarf að vinna markvist að því að jafna hlut kynjanna í íþróttum. Við öll sem ritum nafn okkar hér hafa hlotið menntun og þjálfun til að kenna börnum og fullorðnum og leiðbeina þeim í körfuknattleik, auk þess sem sum hafa menntað sig í uppeldisfræðum.Virðingarfyllst,Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfararÁgúst S. BjörgvinssonÁrni Þór HilmarssonBenedikt GuðmundssonBylgja SverrisdóttirEinar Árni JóhannssonFinnur JónssonFinnur Freyr StefánssonFriðrik Ingi RúnarssonHelena SverrisdóttirHildur SigurðardóttirHjalti Þór VilhjálmssonIngi Þór SteinþórssonIngvar Þór GuðjónssonÍvar ÁsgrímssonKjartan Atli KjartanssonLárus JónssonMargrét SturlaugsdóttirSigurður IngimundarsonSnorri Örn ArnaldssonSverrir Þór SverrissonSævaldur Bjarnason
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Segja að Brynjar hafi hrakið stúlkur úr Stjörnunni með þjálfunaraðferðum sínum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar sendi frá sér ítarlega yfirlýsingu í dag vegna þjálfarans, Brynjars Karl Sigurðssonar. 18. október 2017 18:04 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Segja að Brynjar hafi hrakið stúlkur úr Stjörnunni með þjálfunaraðferðum sínum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar sendi frá sér ítarlega yfirlýsingu í dag vegna þjálfarans, Brynjars Karl Sigurðssonar. 18. október 2017 18:04